Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nóv. 2020, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nóv. 2020, Blaðsíða 4
4http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020 aett@aett.is gengið í arf frá móður til dóttur frá árinu 1870 til 2007, en þá færðu systurnar Bergljót, Hrafnhildur, Valborg Elísabet og Herdís Dröfn Baldvinsdætur Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi hann að gjöf til minningar um móður sína, Kristínu Sigurðardóttur. Sú Kristín var jafnframt barnabarn Kristínar Jónsdóttur sem upphaflega saumaði skautbúninginn. Skautbúningurinn var alltaf í notkun innan fjöl- skyldunnar, en mest við hátíðleg tækifæri, svo sem við giftingar og útskriftir. Árið 1992, á þjóðhátíðar- degi Íslendinga, klæddist Fjallkonan í Kópavogi bún- ingnum og möttlinum og var glæsileg að sjá, þegar hún flutti fjallkonuræðuna. Þetta var mikill heiður og að sama skapi stóð þessi fallegi búningur undir öll- um væntingum, því hvert spor sem Kristín Jónsdóttir tók var vandað og heldur enn, um það bil 170 árum seinna. Kristín gengur í hjónaband Þann 15. júní 1872 giftist Kristín Gunnlaugi Þorvaldi Stefánssyni presti í Hvammi í Norðurárdal. Þorvaldur, eins og hann var alltaf kallaður, fæddist 8. apríl 1836, og var því 14 árum eldri en Kristín. Faðir Þorvaldar var Stefán Þorvaldsson, sem kominn var af hinum þekkta Presta-Högna, en hann feðraði átta syni sem allir urðu prestar. Afi Þorvaldar var Böðvar Þorvaldsson, stund- um kallaður hinn mikli ættfaðir, en frá honum komu flestir embættismannasynir er gengu menntaveginn á 19. öld. Þorvaldur var vel menntaður, fór ungur til náms í Reykjavíkurskóla, 14 ára gamall, og varð stúdent 21 árs. Aðeins 23 ára gamall var hann kominn með prests- próf. Þá fór hann að Litla Hrauni við Eyrarbakka sem kennari einn vetur. Árið 1861 fékk Þorvaldur brauðið Nesþing og sat þar til ársins 1867, er hann var vígð- ur til Hvamms í Norðurárdal, þar sem hann var til æviloka. Þorvaldur hafði áður verið giftur Valborgu Elísabetu Sveinbjarnardóttur, dóttur Sveinbjarnar Egilssonar rektors á Bessastöðum á Álftanesi, en hún lést af barnsförum er sonur þeirra fæddist árið 1870. Sonur Þorvaldar og Valborgar var Benedikt Gröndal, bæjarfógetaskrifari og skáld. Kristín var nú orðin bæði húsmóðir og nýja prests- maddaman í Hvammi, og hafði því tekið sér stórt verkefni á hendur aðeins 22 ára gömul. Í stað þess að vera eingöngu dóttir móður sinnar og vinna og starfa í skjóli hennar, bar hún nú sjálf alla ábyrgð. Kristín hafði ekki setið lengi í festum, því fyrri kona Þorvaldar hafði látist af barnsförum 9. ágúst 1870, er hún eignaðist Benedikt, og þau Þorvaldur og Kristín giftust 15. júní 1872. Benedikt var því rétt tæplega tveggja ára þegar hún kom inn á heimilið. Kristín var ekki langskólagengin, frekar en stöllur Þórdís Björt Sigþórsdóttir skrýðist hér skautbúningn- um í brúðkaupi sínu, þar sem hún gengur að eiga Einar Kristinsson. Þórdís Björt er beinn afkom- andi Kristínar Jónsdóttur í fimmta kvenlið. Sigrún Erna Sævarsdóttir skrýðist hér skautbúningi Kristínar, formóður sinnar, og möttli, en Sigrún Erna er beinn afkomandi Kristínar Jónsdóttur í fimmta kvenlið. Fjallkonan Hrefna Hallgrímsdóttir í Kópavogi árið 1998 skrýðist hér skautbúningnum sem Kristín Jónsdóttir saumaði sér, þegar hún sat í festum og beið þess að ganga að eiga Gunnlaug Þorvald Stefánsson prest að Hvammi í Norðurárdal.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.