Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nóv. 2020, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nóv. 2020, Blaðsíða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020 http://www.ætt.is aett@aett.is13 Það var árið 1793 sem skólasveinar Hóla- vallarskóla reistu sér skólavörðu á Arnar- hólsholtinu. Þessi varða gaf síðar holtinu það nafn sem það hefur enn í dag, Skólavörðuholt, og sömuleiðis Skólavörðustígnum, sem lengi gekk undir nafninu Skemmtibrautin. Þessi skólavarða átti sér forvera í Skálholti og á að hafa verið eftirmynd hennar. Það merkilega er að hennar sér þar enn stað. Hún stóð norðan við kirkj- una, ferhyrndur turn, hlaðinn úr ótilhöggnu grjóti. Hún er í dag að nokkru endurhlaðin, en þó ekki í upprunalegri mynd. Skólavarðan í Skálholti er talin reist á 12. eða 13. öld, trúlega þá sem varðturn. Hún varð síðar aðalfundarstaður skólapilta í Skálholti og þar fóru fram vígsluathafnir nýnemanna. Í vörðunni héldu tólf efstu skólapiltarnir, s.k. notari og inspector schole, leynifundi sína. Á brúnum skólavörðunnar voru fjórir bekkir og var þar rúm fyrir tólf skólapilta, þrjá á hverri hlið. Á hornum vörðunnar voru reistir ferhyrndir steinar, nokkru hærri en bekkirnir. Ofan í vörðuna miðja var laut eða skál og þar hvíldu fætur skólasveinanna er þeir er sátu á bekkjunum. Skólavarða var einnig reist á Hólum og var hún uppi í hlíð Kálfsstaðafjalls, beint á móti Hólastað. Fáum sögum fer af henni eftir að skólahald var lagt Guðfinna Ragnarsdóttir: Skólavörðurnar Hér má sjá sökkulinn af gömlu skólavörðunni í Skálholti. Saga hennar nær aftur á 12. eða 13. öld. Hún var fyrirmynd fyrstu vörðunnar á Arnarhólsholtinu sem reist var 1793. þar af 1802. Hún mun hafa verið endurhlaðin fyrir aldamótin 1900, en er nú rústir einar. Skólavarðan kom einnig við sögu í öðrum sið skólasveina, herópinu, en sérstakar hefðir mynduðust um ferðir skólapilta til og frá skólunum. Herópin voru nokkurs konar hróp sem skólapiltar ráku upp á ákveðnum áfangastöðum á leið í skólann. á haustin. Það gerðu þeir bæði í Skálholti og í Hólavallarskóla eftir að hann var stofnaður árið 1786. Engar frásagn- ir eru um slík heróp Hólapilta. Enginn veit í dag hvað skólasveinarnir hrópuðu, eða hvernig það hljómaði, en það var kallað signum. Þeir Skálholtssveinar, sem komu að austan, hróp- uðu fyrsta herópið við Nautavað á Þjórsá, annað her- ópið við Skálholtshamar við Hvítá og þriðja her- ópið við Skálholtsvörðuna í Skálholti. Þeir sem komu að sunnan og vestan hrópuðu fyrsta herópið á Laugarvatnsvöllum, við hellana, annað við vaðið á Brúará og þriðja við skólavörðuna í Skálholti, þar sem hóparnir mættust. Eftir að Skálholtsskóli var lagður niður og Hólavallarskóli stofnaður, reistu skólasveinar vörðu í Reykjavík árið 1793 og var fyrsta signum skólasvein- anna við Elliðaárnar, annað í Öskjuhlíðinni og hið þriðja við Skólavörðuna á Arnarhólsholti, en undir því nafni gekk holtið lengi, þar sem þar höfðu staðið beitarhús frá Arnarhóli. Til gamans má geta þess að fyrsta skólavarðan var einmitt hlaðin úr grjóti úr beit- arhúsunum góðu sem gáfu holtinu sitt fyrsta nafn. Mannvistarlög og öskulagarannsóknir sýna að byggð hefur verið á Arnarhóli alveg frá landnáms- öld en Arnarhólsbærinn kemur þó fyrst við sögu Vorbjartan sumardag 1793 stikuðu skólapiltar frá Hólavöllum yfir þvera Reykjavíkurkvos neðan við Tjörn upp Þingholt og þangað sem víðast sá yfir vík og eyjasund að Arnarhólsholti. Flestir voru þeir klæddir sortulituðum mussum, buxum niður fyrir hné með vírborða um legginn. Margir báru þeir á höfði skotthúfur með grænum eða svörtum silkiskúf. Þeirra ferð var ekki án fyrirheits, því að þeir tíndu saman grjót úr holtinu, lögðu grunn og hlóðu, unz risin var há og myndarleg varða. Þar með hafði hinn sjö ára gamli höfuðstaður landsins (1786 var Reykjavík gerð að kaupstað) eignazt skólavörðu á borð við þá, er staðið hafði langan aldur norður af skólasetrinu í Skálholti. Og næsta haust, þeg- ar skólasveinar komu í Hólavallaskóla, æptu þeir heróp mikið við Elliðaár, annað á Öskjuhlíð og hið þriðja og síðasta við Skólavörðuna, svo að heyrð- ist um alla Kvosina og yfir til Hólavalla. Heróp þetta kölluðu þeir „signum“. Þannig fluttust gaml- ir siðir frá hinu forna menningar- og skólasetri í Skálholti til Reykjavíkur.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.