Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nóv. 2020, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nóv. 2020, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020 http://www.ætt.is aett@aett.is21 Hann hét Benedikt Jakobsson, hann var vinur minn. Hann var Húnvetningur eins og ég og hann var á fullu í ættfræðinni eins og ég. Hann var alinn upp fyrir norðan, sem ég var ekki, og hann bjó yfir ótrúlegum fróðleik. Margt mundi hann sjálfur, eða hafði heyrt, annað hafði hann leitað uppi í kirkjubókum og mann- tölum, löngu fyrir tíma netsins. Ég gleymi því aldrei þegar hann leiddi mig inn í undraheim ættfræðinn- ar í litlu kjallaraherbergi á heimili sínu. Þar röðuðu möppurnar sér á hillurnar, í metravís, í stafrófsröð, fullar af fróðleik. Og á borðinu stóð lítil, ferköntuð tölva, frá upphafsöld slíkra tóla. Hún var tengd prent- ara sem spýtti út úr sér ættrakningum og æviágripum. Mér leið eins og barni í dótabúð. Hann var óspar á safnið sitt, tók fram möppu eftir möppu og prentaði út forfeður mína á færibandi. Minning hans verður mér ætíð kær og ég þakka honum oft í huganum fyr- ir allar góðu spjallstundirnar, fullar af fróðleik. Fyrir þá sem ekki þekktu Benedikt þá má geta þess að hann smíðaði árum saman lyklana í versluninni Brynju! Þar mætti manni sama hlýjan og elskulegheitin. Ég læt hér fylgja með sýnishorn af frábærri vinnu Benedikts, það sem hann tók saman og gaf mér um forföður minn Helga Björnsson, langalangalangafa minn, fæddan 1797 dáinn 31. 7. 1851. Guðfinna Ragnarsdóttir: Benedikt Jakobsson og ættfræðin Helgi á Litla-Bakka Á árunum 1811-1821 bjó á Litla-Bakka bóndi sá er Finnur hét Finnsson, fæddur að Leikskálum í Haukadal um 1735. Hafði hann komið norður í Miðfjörð fyrir eða um aldamótin 1800, en árið 1801 er hann lausamaður á Syðri-Reykjum. Árið 1810 kvæntist Finnur Steinunni Magnúsdóttur frá Stóra-Ósi, systur Guðnýjar, móður Guðfinnu í Núpsdalstungu. Var hann þá hálfsjötugur, en Steinunn þrjátíu og fimm ára. Búskap hófu þau á Litla-Bakka vorið eftir. Þau eignuðust son 29. sept. 1813, var hann skírður Finnur, síðar bóndi á Fremri-Fitjum, en síðast á Finnmörk. Dáinn 1893. Finnur eldri dó 11. júní 1821. Þá um vorið hafði farið að Litla- Bakka vinnumaður, Helgi nokkur Björnsson. Hafði hann ári áður verið vinnumaðir í Núpsdalstungu hjá Bjarna Rafnssyni. Foreldrar Helga voru hjónin Björn Jónsson bóndi í Hrútatungu og kona hans Vigdís Björnsdóttir frá Bessastöðum. Vinnukona var þá á Litla-Bakka, sem Sigríður hét Bjarnadóttir 25 ára gömul. Faðir hennar var Bjarni Bjarnason hreppstjóri á Bjargi. Hafði hann eignast Sigríði þessa með stúlku norður í Skagafirði, áður en hann kvæntist Helgu. Fljótt virðist hafa orðið náin vinátta með þeim vinnuhjúunum, því 12. mars veturinn eftir eignast Sigríður Bjarnadóttir son, sem hún kenndi Helga. Var hann skírður Jón. Eftir að Finnur bóndi var dáinn mun Helgi fljótlega hafa snúið hug sínum öllum að húsmóður sinni. Hún var að vísu tólf árum eldri en hann, en á hitt var að líta að þarna gat hann sest í snoturt bú, þó ekki væri það stórt, og svo var konan hin gerfilegasta bæði í sjón og raun. Steinunn átti hins vegar um tvo kosti að velja, eins og á stóð, annað hvort að selja búið og fara í vinnumennsku eða húsmennsku með son sinn – eða ná sér i mann og halda áfram búskapnum. Tæpu ári eftir að Finnur dó eða 1. júní 1822 eignðist Steinunn son, sem hún kenndi Helga. Var sá skírður Guðfinnur. Þau Helgi og Steinunn giftust svo 5. nóv. þá um haustið. Af Sigríði Bjarnadóttur er það að segja að Bjarni faðir hennar tók Jón litla og ól hann upp, en gifti Sigríði árið eftir Jóni Guðbrandssyni bónda á Svertingsstöðum. Helgi átti annan son með konu sinni. Hét hann Gísli. Tvo syni átti Helgi framhjá Steinunni með Bóthildi Markúsdóttur, föðursystur Hér bisar Ragnhildur Ingvarsdóttir, 12 ára, við að lesa á legstein Guðfinns Helgasonar langalangalangalangalang- afa síns! „Amma, hann heitir Guðfinnur eins og þú!“

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.