Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nóv. 2020, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nóv. 2020, Blaðsíða 16
16http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020 aett@aett.is Valdimar Gunnarsson: Hver var Jón Jónsson? Þetta er einhver algengasta ráðgáta þeirra sem fást við ættfræði, ekki síst 18. og 19. aldar. Það má virðast með ólíkindum hversu algengt Jónsnafn var – og ekki síst Jón Jónsson. Það verður svo sem að viðurkennast að stundum gat verið snúið að auðkenna Jón Jónsson sérstaklega, t.d. í fæðingar- og dánarskýrslum. En stundum er þetta Jónafár beinlínis fyndið – þangað til kemur að sundurgreiningunni. Samkvæmt manntalinu 1860 var til heimilis á Egilsstöðum í Arnarbælissókn eftirtalið fólk: Nafn kyn hjúskapur aldur stand Jón Jónsson karl giftur 32 bóndi Vilborg Jónsdóttir kona gift 28 kona hans Jón Jónsson karl ógiftur 8 þeirra barn Jón Jónsson karl ógiftur 2 þeirra barn Bjarni Jónsson karl ógiftur 26 lausamaður Jón Þorgeirsson karl ógiftur 54 lifir á eigum sínum Jón Björnsson karl giftur 52 bóndi Steinunn Jónsdóttir kona gift 54 kona hans Jón Jónsson karl ógiftur 15 þeirra barn Jón Jónsson karl ógiftur 10 þeirra barn Einar Jónsson karl ógiftur 27 húsbóndans barn Þessar 11 persónur bera allar nafn Jóns, annaðhvort sem skírnar- eða föðurnafn. Merkilegt er að sjá þarna tvö pör bræðra sem heita allir Jón Jónsson. Það hefur ekki verið einfalt mál að standa þarna á hlaðinu og kalla á Jón. Þegar manntal er tekið á Egilsstöðum árið 1870 hafa orðið nokkrar breytingar á fólkstalinu því þá eru þessir taldir: Nafn kyn hjúskapur aldur stand Halldór Guðmundsson karl ekkill 68 bóndi Málfríður Þórhalladóttir kona ógift 57 bústýra Ari Vigfússon karl giftur 45 vinnumaður Una Eyjólfsdóttir kona ógift 39 vinnukona Jón Björnsson karl ekkill 70 bóndi Jón Jónsson karl ógiftur 24 hans sonur Jón Jónsson karl ógiftur 20 hans sonur Vilborg Jónsdóttir kona gift 38 vinnukona Ingimundur Jónsson karl ógiftur 6 hennar barn Ingimundur sem hér er síðast talinn er yngstur þeirra átta barna sem Vilborg Jónsdóttir eignaðist með manni sínum, Jóni Jónssyni. Ekki er ljóst hvað varð um Jón Jónsson, mann Vilborgar, en tveim árum síðar en þetta var, nefnilega 1872, eign- aðist hún dreng með Jóni nokkrum Jónssyni, yngismanni á Egilsstöðum. Hvað skyldi sá drengur hafa heitið? Auðvitað Jón Jónsson. En hvor yngismaðurinn á Egilsstöðum skyldi hafa verið faðir þessa síðasta Jóns Jónssonar?

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.