Rit Mógilsár - apr. 2002, Síða 5

Rit Mógilsár - apr. 2002, Síða 5
5 3 INNGANGUR Skógrækt á Íslandi á sér 100 ára sögu og erlendar trjátegundir hafa skipað þar veglegan sess, og hafa sumar þeirra sýnt meiri vaxtargetu og nýtingarmöguleika en íslenska birkið. Á þessum 100 árum, sem ekki er langur tími í skógrækt, hafa menn einbeitt sér að því að leita uppi tegundir og kvæmi sem vaxið geta eðlilega við veðurskilyrði á íslandi. Það er fyrst núna á seinni árum að skógarteigar eru að verða nægilega gamlir og margir til að hægt sé að stunda á þeim vaxtarmælingar sem gefa marktækar vísbendingar um vöxt þeirra, þó vissulega hafi verið fylgst með vexti einstakra teiga. Megintilgangurinn með trjámælingum er að safna upplýsingum um ástand og vaxtargetu skóganna sem síðan eru notaðar við skipulagningu á umhirðu og arðsemisútreikninga. Með gróskuflokkun er átt við flokkun skóga eftir vaxtargetu þeirra, og er þá venjulega notaður rúmmálsvöxtur á hektara á ári sem mælikvarði á vaxtargetu (Hägglund 1974). Í löndum þar sem skógrækt hefur efnahagslega þýðingu hafa rannsóknir beinst að því að finna aðferðir þar sem á einfaldan hátt er hægt að ákvarða grósku ákveðins skógar. Í dag eru aðallega tvær aðferðir notaðar við gróskuflokkun. Þær eru; 1) mælingar á sjálfum skóginum og 2) athuganir á gróðurlendi því sem skógurinn vex á. Ef notaðar eru mælingar á skóginum er það venjulega hæðin sem er mæld, en hún er í mun minna mæli háð þéttleika skógarins en bolrúmmál. Hæð skógarins við ákveðinn aldur lýsir þá grósku staðarins (Hägglund 1972). Ef gróðurlendið er notað sem mælikvarði á grósku skógarins þá eru það yfirleitt gróðursamfélög í skógarbotninum sem notuð eru sem mælikvarði (Cajander 1909). Markmiðið með þessari rannsókn, sem upphaflega var skrifuð sem lokaritgerð við Ekenas Forstinstitut í Finnlandi 1998 (Heiðarsson 1998), var að búa til hæðarvaxtarföll fyrir rússalerki sem nota mætti við gróskuflokkun lerkiskóga á innanverðu Fljótsdalshéraði. Allt frá því að innflutningur á erlendum trjátegundum hófst á Íslandi hefur rússalerki verið gróðursett í töluverðum mæli á innanverðu Fljótsdalshéraði. Frá stofnun Héraðsskóga 1990 hefur lerkið einnig

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.