Rit Mógilsár - Apr 2002, Page 18

Rit Mógilsár - Apr 2002, Page 18
18 viðargæðin en stærð trjánna þegar verið er að grisja og af þeim sökum eru tré af öllum stærðum grisjuð (Lárus Heiðarsson 1999). Mun algengara er að nota yfirhæð í slíkum útreikningum, það er hæðin á 10 sverustu trjánum á 1000 m2 fleti. Ástæðan fyrir því að meðalhæð var notuð í staðinn fyrir yfirhæð var sú að í þessari frumrannsókn á hæðarvexti lerkis var ekki talið verjandi að fella og fórna sverustu og þ.a.l. hæstu lerkitrjánum á Íslandi. Aftur á móti eru möguleikarnir á að búa til rétt hæðarvaxtarföll að miklu leyti háð gæðum gagnanna sem safnað er. Í þessari rannsókn er mikill hagur af því að nota raunverulegan hæðarvöxt felldu úrtakstrjánna við gerð hæðarfallanna að því tilskyldu að rétt hæðarvaxtarfall sé notað. Áreiðanleiki fallanna sem lýsa hæðarvextinum er háður mörgum þáttum eins og fram hefur komið. Eins og áður sagði var ítrunin reiknuð þangað til að hæðarvaxtarföllin pössuðu við gögnin sem safnað var fyrir hvern gróskuflokk. Á myndum 6 a,b,c er dreifing gagnanna sýnd kringum útreiknað hæðarvaxtarfall. Myndirnar gefa ekki til kynna neina kerfisbundna skekkju á fallinu.

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.