Rit Mógilsár - 2015, Qupperneq 15
Rit Mógilsár 33/2015 15
VIÐBÓTARBREYTUR VEGNA
TRJÁGRÓÐURS SEM ÞEGAR ER
Á SVÆÐINU
Ef finnst náttúrulegt birki eða ræktaður skógur
á svæðinu sem verið er að kortleggja hefur
það upplýsingagildi að lýsa því nánar. Þó
að ekki sé gert ráð fyrir gróðursetningum
í náttúrulegum birkiskógum má vel vera
að í ræktuðum skógum þurfi íbætur eða
endurplöntun auk þess sem áhugavert er
að skrá niður trjátegundir, aldur, kvæmi o.fl.
varðandi þessar gróðursetningar. Áður voru
skráðar þrjár breytur fyrir náttúrulegt birki en
20 breytur fyrir gróðursetningar (nýgræðslur).
Hér er gerð einföldun á skráningunni þannig
að sömu breytur eru nýttar að hluta til fyrir
ræktaðan sem náttúrulegan skóg.
Hér er lagt til að bætt verði við tveimur
breytum sem lýsa aldri skógarins og þeirri
hæð sem vænta má að hann nái fullvaxta.
Þessar tvær nýju breytur eru í samræmi við
landsúttekt á birkiskógum og kortlagningu
þeirra á vegum Íslenskrar skógarúttektar (ÍSÚ)
og í samræmi við alþjóðlega staðla á skráningu
skóga (FRA2015 2012).
11. Ríkjandi hæð: Núverandi hæð
ríkjandi trjágróðurs
(heiti í fitjuskrá 510 Skógrækt:
nuvHeadTrjaa)
Ef birki eða skógrækt finnst er meðalhæð
ríkjandi krónulags skráð í eftirfarandi flokka.
Flokkarnir eru:
50: Meðalhæð undir 0,5 m
130: Meðalhæð 0,5 til 1,3 m
200: Meðalhæð 1,3 til 2,0 m
300: Meðalhæð 2,0 til 3,0 m
500: Meðalhæð 3,0 til 5,0 m
1000: Meðalhæð 5,0 til 10,0 m
1001: Meðalhæð yfir 10 m
Hér er um breytingu að ræða frá fyrri flokkun.
Í náttúrulegu birki verður síðasti flokkurinn
tæpast notaður en fyrir ræktaða skóga er
algengt að trjágróður nái meira en 10 m hæð.
12. Víkjandi hæð:
Núverandi hæð víkjandi trjálags.
Ef um er að ræða tvíhæða skóg, þ.e. yngra
trjálag eða gróðursetning í reitnum er áberandi
lægri en eldra trjálag eða gróðursetning, er
hæð víkjandi trjálags/gróðursetningar skráð
hér í sömu flokka og í breytu 11.
13. Hæð fullvaxta:
Hæð trjágróðurs fullvaxta
(heiti í fitjuskrá 510 Skógrækt:
headFullvaxta)
Reynt er að meta í hvaða hæðarflokk skógurinn
fer þegar hann hefur náð fullri hæð. Þetta er
mikilvæg breyta til að flokka skóg á alþjóðlega
vísu. Skógur sem nær 5 m hæð fullvaxta kallast
forest í alþjóðlegum skilgreiningum. Skógur
sem ekki nær 5 m hæð fullvaxta kallast other
wooded land. Hér á landi hefur verið stuðst
við þá skilgreiningu að kalla trjágróður sem
nær 2 m hæð fullvaxta skóg en lágvaxnari
trjágróður kjarr. Bætt er við einum flokki fyrir
náttúrulegt birki í þeim tilvikum þegar það er
alveg jarðlægt.
50. Kræða: Hæð fullvaxta <0,5 m
200. Kjarr: Hæð fullvaxta 0,5-2,0 m
500. Lágskógur: Hæð fullvaxta 2,0-5,0 m
501. Háskógur: Hæð fullvaxta >5 m
14. Aldursflokkur
(heiti í fitjuskrá 510 Skógrækt:
aldursflokkur)
Reynt er að meta aldur ríkjandi trjálags í
eftirtalda aldurflokka:
10. Ungur (<15 ára)
20. Frekar ungur (15-30 ára)
45. Á vaxtarskeiði (30-60 ára)
80. Fullvaxta (60-80 ára)
100. Gamall (>100 ára)
Þessir flokkar voru settir upphaflega fyrir
náttúrulegan birkiskóg og henta nöfnin sem
notuð eru misvel fyrir aðrar trjátegundir.
Þess ber þó að geta að nákvæmari
aldursgreining á sér stað í breytum sem lýsa
gróðursetningaraldri hér neðar.