Hjálmur


Hjálmur - 19.01.1967, Qupperneq 3

Hjálmur - 19.01.1967, Qupperneq 3
G/7s Guðmundsson 34. árg. 19. janúar 1967 1. tbl. Verkamannafélagid HLÍF 60 ÁRA ' ' | ■ ' ■ Hafnarfjörður um aldamótin síSustu. Skútur á höfninni. Ágrip af sögu félagsins. Á síðasta áratug 19. aldar hófst nýtt tímabil í atvinnusögu Islendinga. Stórfelldur vöxtur þilskipastólsins og sú efling sjávarútvegs er þar af leiddi, lagði grunninn að þeirri þjóðfélags- byltingu, sem orðið hefur á 20. öld. Fólk flutti umvörpum úr sveitum landsins og til útgerðarstaðanna, sem stækkuðu óðum. Þar myndaðist á skömmum tíma ný stétt í þjóðfélag- inu. stétt daglaunamanna. Hafnarfjörður var einn þeirra út- gerðarstaða, sem tók mjög örum vexti á fyrstu árum hinnar nýju aldar. Á tímabilinu frá 1902 til 1908 fjölgaði íbúum þar um 1000 manns, úr 500 í 1500, fólksfjöldinn þrefaldaðist á sex árum. Hin stórfellda aukning út- gerðarinnar olli þessu mikla aðstreymi til bæjarins. Fólkið, sem fluttist til Hafnarfjarðar, var langflest sjómenn, verkamenn og verkakonur. Léleg kjör. Ástandið í hagsmunamálum hinnar ungu verkalýðsstéttar við sjávarsíðuna var harla bágborið um þessar mund- ir. Hin mesta óregla ríkti um alla dag- launavinnu. Kaupmenn, útgerðar- menn og aðrir atvinnurekendur réðu einir öllu um kjörin og notfærðu sér þá aðstöðu óspart. Vinnutíminn var algerlega óákveðinn og oftast goldið sama lága kaupið, hvenær sólar- hringsins sem unnið var. Þar við bætt- ist, að daglaunamenn höfðu engan fastan tíma til að neyta matar. Kaup- ið var ekki aðeins lágt, heldur fékkst það lengi vel ekki greitt í peningum. Urðu verkamenn því að taka það út í rándýrum vörum. Kjör verkakvenna voru jafnvel ennþá verri en verka- manna. Þær fengu allt að því helm- ingi lægra kaup en karlmenn, og voru þó þráfaldlega látnar stunda hvers konar stritvinnu. Ástandið í þessum efnum mun hafa

x

Hjálmur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjálmur
https://timarit.is/publication/1567

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.