Hjálmur - 19.01.1967, Qupperneq 8
8
HJÁLMUR
Helgi Signrðsson.
sem „Hlíf“ hafði barizt fyrir um ára-
bil. Var þá tekið upp í kaupsamninga
ákvæði um það, að félagsmenn „Hlíf-
ar“ skyldu hafa forgangsrétt til allr-
ar verkamannavinnu á félagssvæðinu.
Hafði þetta mikil og góð áhrif á alla
starfshætti félagsins og styrkti að-
stöðu þess mjög. Félagsmönnum
fjölgaði stórlega, því að mikill fjöldi
verkamanna hafði staðið utan við
verkalýðssamtökin, er hlutu nú að
ganga inn í raðir „Hlífar“.
Árið 1916 hafði „Hlíf“ tekið upp
þá nýbreytni, að gangast fyrir vöru-
pötnunum til handa þeim félagsmönn-
um, sem þess óskuðu. Voru samtök
um slíkar vörupantanir meðal félags-
manna nokkur Jnæstu árin,, og árið
1920 var opnuð sölubúð undir nafn-
inu „Verzlunin Hlíf“. Verzlun þessi
lenti brátt í erfiðleikum, og varð að
hætta ári síðar. Lá nú starfsemi þessi
niðri um hríð. En árið 1931 var pönt-
unarstarfsemi hafin að nýju, og árið
1934 var gengið frá lögum fyrir pönt-
unarfélag „Hlífar“. Gekk starfsemin
allvel, og brátt opnaði pöntunarfélag-
ið sölubúð í verkamannabústöðunum.
Árið 1936 hóf það einnig verzlun með
vefnaðarvörur í Gunnarssundi 5. —
Pöntunarfélag „Hlífar“ sameinaðist
árið 1937 nokkrum öðrum pöntunar-
félögum í Reykjavík og á Suðurnesj-
um, og mynduðu þau síðan nýtt verzl-
unarfélag, „Kaupfélag Reykjavíkur
og nágrennis“ (KRON). Árið 1940
skildi Hafnarfjarðadeildin við KRON
og var þá stofnað sérstakt félag,
„Kaupfélag Hafnfirðinga“. Er það
Frá Hlífardeilunni 1939. Togarirtn Júní við bri/ggju.
félag því í rauninni framhald af hinu
gamla pöntunarfélagi „Hlífar“.
Fyrri hluta þess tímabils, sem hér
um ræðir, var stjórn „Hlífar“ og for-
ysta að mestu leyti í höndum sömu
manna og næsta skeið á undan. Kvað
þar einna mest að þessum mönnum:
Birni Jóhannessyni, Kjartani Ólafs-
syni, Guðjóni Gunnarssyni, Gunn-
laugi Kristmundssyni, Magnús Kjart-
anssyni, Gísla Kristjánssyni og Frí-
manni Eiríkssyni. Síðari hluta tíma-
Stjórn Hlífar 1943—1945. — Sitjandi, talið frá vinstri: Sigurbjörn Guðmundsson,
Hermann Guðmundsson, Olafur Jónsson. Standandi, talið frá vinstri: Sigurður T.
Sigurðsson, Grímur Kr. Andrésson, Helgi Jónsson, Jens Runólfsson.