Af vettvangi - 01.02.1988, Síða 4
lifeyrísmál
LÍFEYRISSJÓÐIRNIR ORÐNIR FJÁRHAGSLEGT STÓRVELDI
„Ég tel það mjög mikilvægt, að ríkis-
stjómin standi við það, sem heitið er í
stjómarsáttmála, að frumvarpið verði
lagt fram nú í vetur, því með hverju ár-
inu sem líður og ekkert er gert eykst
vandinn“, sagði Þórarinn V. Þórarinsson
framkvæmdastjóri VSÍ, er hann var
spurður álits á endurskoðun lífeyris-
kerfisins.
Hann sagði síðan: „Lífeyrissjóðimir
em orðnir fjárhagslegt stórveldi sem
ræður yfir um 50 milljörðum króna og
það er löngu tímabært að um þá séu
settar strangar reglur, svo tryggt sé að
þeir sem ávaxtanna eiga að njóta fái þá í
fyllingu tímans. Aðilamir að lífeyrissjóð-
unum hafa skilað sínu verki og nú þurfa
stjómmálamennimir að standa við sitt.
Ég vil hins vegar láta það koma fram
strax, að þetta verkefni hefur orðið jafn
erfitt og tímafrekt og raun ber vitni af því
að okkur, sem að þessu unnum, var
mjög Ijóst, að okkar verk væri að smíða
kerfi sem gæti staðist. Við vomm ekki
að búa til eitthvað, sem fullnægir öllum
okkar glæstustu vonum. Við urðum að
smíða kerfi, sem kæmist næst því að
koma til móts við óskir fólks og fær stað-
ist miðað við þann hluta launa, sem
menn hafa verið reiðubúnir að láta ganga
til sjóðanna. Ég treysti því, að stjóm-
málamennimir geri sér grein fyrir því, að
ef auka á réttindi á einu sviði verður að
draga úr þeim á öðru, nema iðgjaldatekj-
ur sjóðanna verði auknar að sama skapi.
- Það er hins vegar viðfangsefni kjara-
samninga en ekki löggjafarvalds. Um það
em allir aðilar vinnumarkaðarins sam-
mála“.
FRUMVARPS AD VÆNTA
A ÞESSU ÞINGI
„Frumvarp til laga um breytingar á líf-
eyrissjóðslögunum verður lagt fram á
þessu þingi samkvæmt starfsáætlun
ríkisstjómarinnar“, sagði Jón Baldvin
Hannibalsson fjámiálaráðherra, er hann
var spurður, hvenær vænta mætti frum-
varps þar að lútandi.
Aðspurður sagði ráðherrann ennfrem-
ur, að frumvarpið yrði að uppistöðu sam-
kvæmt tillögum svonefndrar sautján-
mannanefndar, sem greint er frá hér í
blaðinu. Hins vegar mætti vænta ein-
hvema breytinga þar á, sem ráðherrann
sagðist ekki geta tjá sig um efnislega.
FYRSI0GIRENIST HORFT TIL FRAMTÍDAR
Endurskoðunamefnd lífeyriskerfisins
lagði fram tillögur sínar að breyting-
um á uppbyggingu Kfeyrissjóða-
kerfisins í lok maí sl. í nefndinni áttu
sæti af hálfu VSÍ þeir Þórarinn V. Þórar-
insson og Gunnar J. Friðriksson. Nefnd-
in var skipuð 20. júlí 1976 og hafði því
starfað í hartnær 11 ár. Þótti flestum
tímabært, að hún skilaði niðurstöðum og
lyki störfum. Nefndarálitið er viðamikið
plagg og fara hér á eftir helstu tillögur
nefndarinnar.:
• Að áfram starfi lífeyrissjóðir samhliða
almannatryggingakerfinu, enda greiði
þeir lífeyri í hlutfalli við iðgjalds-
greiðslur á lífsleiðinni en almanna-
tryggingarkerfið greiði hins vegar líf-
eyri án tillits til ævitekna og komi
þann veg til tekjujöfnunar.
• Að öllum mönnum, sem atvinnutekna
njóta, verði skylt að tryggja sér lág-
marksréttindi með greiðslu lágmarks-
iðgjalds.
• Að lágmarksiðgjald verði 10% af
heildarlaunum, en um skiptingu þess
milli atvinnurekenda og launþega fari
eftir kjarasamningum. Nefiidin gerir
ekki tillögur um hærra iðgjald því að
hennar mati er það viðfangsefni kjara-
samninga að ákvarða launabreytingar
og skiptingu launa milli þess, sem
greitt er strax og þess sem lagt er til
hliðar til greiðslu síðar í formi lífeyris.
• Að sjóðum, sem starfa vilja áfram
verði skylt að veita tiltekin réttindi að
lágmarki gegn iðgjaldinu. Tillögumar
miðast við 10% iðgjaldið en kjósi
menn að greiða meira aukast réttindin
hlutfallslega.
• Að sjóðum sé óheimilt að lofa meiri
réttindum en iðgjöld og framtíðar-
vaxtatekjur fá staðið undir. í þessu
felst m.a. að ríki og sveitarfélög
verða að hætta að greiða uppbætur á
lífeyri, eins og nú er gert. í staðinn
verði kostnaður af öllum sérréttind-
um opinberra starfsmanna metinn til
iðgjalds sem ríkissjóður greiðir. Hér
verður ekki um efnisbreytingu að
ræða, heldur breytingu á formi, sem
kann að fela það í sér að iðgjald til líf-
eyrissjóðs ríkisstarfsmanna verði allt
að 25%. Umfang þessara sérstöku
kjara sést m.a. af því, að ríkissjóður
áætlar að kostnaður hans af verð-
tryggingu á lífeyri ríkisstarfsmanna
verði 953 milljónir á næsta ári.
• Að sjóðimir skuli veita elli-, örorku-,
maka- og bamalífeyri skv. nánari
reglum. Aðaláherslan er lögð á ellilíf-
eyri, en dregið úr makalífeyri frá því
sem nú er. Bamalífeyrir er hins vegar
ákveðinn til muna hærri og gert ráð
fyrir tímabundnum greiðslum til eftir-
lifandi maka eftir lát sjóðsfélaga.
• Að lífeyrisréttindum, sem hjón ávinna
sér í hjúskap, verði skipt milli hjóna
við skilnað, eins og öðram eignum
bús.
• Að h'feyrir verði verðtryggður með
lánskjaravísitölu, þ.e. sama hætti og
eignir sjóðanna sem standa undir h'f-
eyrisgreiðslunum.
• Að réttindum og iðgjaldstekjum, sem
til koma eftir gildistöku laganna, verði
haldið reikningslega aðskildum frá
eldri réttindum og eignum.
• Þá er gert ráð fyrir, að aðilum að
stjómum einstakra sjóða sé heimilt að
ákveða önnur réttindi og víðtækari
gegn greiðslu sérgreinds iðgjalds.
Þannig er við það miðað að aukaið-
gjald ríkisstarfsmanna verði gmnd-
völlur að sérgreindum réttindum um-
fram lágmarkið í samræmi við
ákvörðun samtaka þeirra og viðsemj-
enda um það, hvemig veija eigi því
iðgjaldi ríkissjóðs, sem verður um-
fram 10% lágmarkið.
Nefndin dregur það að lokum fram, að
með frumvarpinu sé ekki fundin lausn á
þeim vanda, sem steðjar að starfandi líf-
eyrisjóðum og felst í því, að verðrýmun
eignanna á síðasta áratug ásamt með
meiri þunga af réttindaloforðum, en
kerfið hefur byggst á, valda því að sjóð-
imir fá ekki risið undir þeim lífeyrislof-
orðum sem á þeim hvíla. Það viðfangs-
efni er óleyst enda fyrst og fremst horft
til framtíðar við þá stefnumörkun, sem í
frumvarpinu felst.