Af vettvangi - 01.02.1988, Qupperneq 5

Af vettvangi - 01.02.1988, Qupperneq 5
AF VETtVANGI S úr atvinnulíFinu AFGREIDSLUTÍMINN DEILUMÁL w Ikjarasamningi milli Vinnuveitendasam- bands íslands og Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur eru ákvæði um leyfi- legan opnunartíma verslana í Reykjavík. Engin slík ákvæði eru í samningum við önnur verslunarmannafélög og fer af- greiðslutími verslana þar því eingöngu eftir samþykktum sveitarstjóma á hverj- um stað. Þessi ákvæði í samningi við VR voru til skamms tíma samhljóða þeirri samþykkt sem gilti um afgreiðslutíma verslana í Reykjavík. Borgarstjóm Reykjavíkur gerði hins vegar í sumar nýja samþykkt um af- greiðslutíma verslana í Reykjavík, sem felur í sér verulega rýmkun á leyfilegum afgreiðslutíma. Aðalreglan samkvæmt 2. gr. hinnar nýju samþykktar er, að „af- greiðslutími smásöluverslana í Reykjavík skal vera frjáls“. Við það er þó almennt miðað, að daglegur opnunartími virka daga og á laugardögum sé frá kl. 7 til 22. Nokkur verslunarfyrirtæki lengdu strax opnunartíma sinn, einkum fram á kvöld á virkum dögum. Þegar verslunar- miðstöðin Kringlan tilkynnti hins vegar í nóvember sl., að lengja ætti opnunar- tíma í Kringlunni á laugardögum um eina klukkustund mótmælti VR og tilkynnti, að það myndi setja yfirvinnubann á allar verslanir Hagkaupa í Reykjavík. Jafn- framt höfðu félagar í VR frammi mót- mæli í verslununum í Kringlunni. Vinnuveitendasambandið hefur, ásamt fulltrúum Kaupmannasamtak- 1 launaþróun anna, átt tvo fundi með VR vegna þessa máls og lagt þar fram tillögur sem eiga að tryggja, að vinnutími verslunarfólks muni ekki lengjast þótt afgreiðslutími sé lengdur, nema það kjósi sjálft. Þessir fundir hafa reynst árangurslausir vegna þess að VR hefur ekki reynst tilbúið til þess að breyta samningsbundnum ákvæðum um opnunartíma verslana nema með skilyrðum, sem í reynd þýða að laun alls verslunarfólks á félagssvæði VR myndu hækka um tugi prósenta. Þessum kröfum var þegar í stað hafnað, enda hafa kauptaxtar verslunarfólks ver- ið þeir sömu um allt land, þótt heimildir til yfirvinnu og þjónustu hafi aðeins verið takmarkaðar á félagssvæði VR. Þess er vænst að málið komi á ný á dagskrá í tenglsum við gerð nýrra samninga nú í upphafi árs. í nóvembermánuði voru á ný teknar upp viðræður vinnuveitenda og VR um afgreiðslu- tíma verslana. Myndin er frá fundi pessara aðila. F.V. Magnús E. Finnsson, framkvstj. Kaupmannasamtakanna, Jón R. Pálsson VSÍ, Magnús Ólafsson Hag- kaup, Þórarinn V. Þórarinsson VSÍ, MagnúsL. Sveinsson form. VR, Böðvar Péturs- son VR, í stjórn VR og Baldvin Hafsteinsson, lögr. VR. HÓPBÓNUSKERFID10FAR GODU Fjögur frystihús á Vestfjörðum hafa tekið upp hópbónuskerfi og mörg frystihús víðs vegar um land hafa sýnt mikinn áhuga á að feta í fótspor þeirra. Sú reynsla sem komin er á hóp- bónuskerfið lofar góðu að sögn Bolla Ámasonar tæknifræðings hjá VSÍ. Það má þegar merkja framleiðniaukningu í fyrirtækjunum, sem skilar sér m.a. í auknum bónusgreiðslum til starfsfólks- ins. Það var að frumkvæði aðalsamnings- nefndar Vinnuveitendafélags Vestíjarða og Alþýðusambands Vestfjarða að sett var á fót nefnd til að vinna að tiUögum um nýtt kaupaukakerfi, sem gæti komið í stað gamla bónuskerfisins. Markmiðið var að þróa bónuskerfi sem yrði einfald- ara en hið eldra, gæfi betri nýtingu á vinnutúna og jafnaði vinnuálagi milli starfsfólks í vinnslurásinni. Sú útfærsla sem varð fyrir valinu er, að litið verður á frystihús sem einn hóp, eða eina vinnslurás og borgað verði ákveðinn krónufjöldi fyrir hveija fram- leidda einingu. Heildarupphæðin deilist síðan á starfsmenn eftir unnum tíma- fiölda hvers og eins. Vinnslurásin er skilgreind þannig, að undir hana heyra öll störf frá því að hrá- efni er sótt úr kæligeymslu þar til afurð- imar em frágengnar í frystiklefa, þar með talin öll þjónustustörf sem tilheyra henni. Það að skilgreina vinnslurásina í frystihúsinu sem eitt vinnusvæði gefur þá möguleika að starfsfólk gangi óhindr- að milli starfa. Stjómunarlega séð ætti því að vera auðveldara að koma í veg fyrir myndun flöskuhálsa í vinnslurásinni og þar með stuðla að því að afköstin auk- ist. Hópkerfið hefur einnig í för með sér meiri launajöfnuð milli starfsfólks vinnslurásarinnar. Allir fá sömu greiðsl- ur fyrir unninn tíma, enda hafa allir lagt sitt af mörkum til að leysa þau verkefni er upp koma hveiju sinni. Frystihúsin sem þegar em búin að taka upp hópbónuskerfið em: Hjálmar hf. Flateyri, sem varð fyrst til að taka það upp, Hraðfrystihús Tálknafiarðar hf., Norðurtangi hf. ísafirði og Frosti hf. Súðavík. í nýgerðum kjarasamningi ASV og Vinnuveitendafélags Vestfiarða er við það miðað, að áfram verði unnið eftir þessu kerfi fram í maí, en þá endurskoð- að í ljósi reynslunnar.

x

Af vettvangi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.