Af vettvangi - 01.02.1988, Blaðsíða 11

Af vettvangi - 01.02.1988, Blaðsíða 11
AFVEmiANC! ff STAÐGREIÐSLAN: SKATTKORT MAKA: Aðeins 80% af þeim persónuafslætti sem tilgreindur er á skattkortinu er frá- dráttarbær. SKATTKORT MAKA/SAMBÚÐAR- AÐILA: Aðeins má nýta persónuafslátt sam- kvæmt þeim skattkortum sem á er skráð nafn launamanns. PERSÓNUAFSLÁTTUR: er einungis millifæranlegur milli mánaða, ef unnið er hjá sama vinnuveitanda. ~ efnahagsmál Á ísafirði var margt um manninn á kynningarfundinum, eins og á öllum hinum stöðunum. SAMBANDSSTJÓRN FUNDAR UM EFNAHAGSLÍFID1988: HAGSMUNDIR FYRIRTÆKJA 0G STARFS- FÓIKS FARA ALGJÖRLEGA SAMAN Sambandsstjóm VSÍ kom saman föstudaginn 15. janúar. Var hún kvödd saman til að ræða horfur í efnahagsmál- um og viðhorf til endumýjunar samn- inga. Á fundinum lágu fyrir efnahagshorfur fyrir árið sem Vinnuveitendasambandið kynnti 13. janúar sl. í samþykkt sam- bandsstjómarinnar segir m.a.: „Fyrir- sjáanlegur samdráttur útflutningstekna og lakari viðskiptakjör munu rýra þjóðar- tekjur um 4% á mann á þessu ári. Þessar horfur em enn dekkri fyrir þá sök, að út- flutningsfyrirtækin em rekin með tapi og mikill og vaxandi halli er á viðskiptum við útlönd. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að viðskiptakjör hafi batnað ár frá ári og þjóðartekjur hafi vaxið meira en í nokkm nálægu landi. Við þessar aðstæður er ljóst, að úr kaupmætti launa hlýtur að draga. Valið stendur um það, hvort samdrætti verður mætt strax með skipulegum hætti eða hvort verðbólgan verður látin um verkið. Verkfallsátök breyta hér engu um, en hindra á hinn bóginn mögulehra á skynsamlegri lausn, því kaupmáttur ræðst ekki af verkföllum. Takist samstaða um að halda launa- kostnaði fyrirtækja í skeflum er von til þess, að verðbólgan verði hófleg og unnt reynist að viðhalda hærri kaupmætti en ella. Fari á hinn bóginn svo, að miklar al- mennar launahækkanir verði knúnar fram, hljóta gengisbreytingar að verða enn stórfelldari og verðbólga að sama skapi meiri. Við þær aðstæður myndi kaupmáttur rýma meira en nauðsyn ber til og mest hjá þeim, sem lakast standa fyrir. Reynslan sýnir, að þá leikur verð- bólgan verst lágtekjufólk og ungt fólk með verðtryggðar skuldir. Við þær að- stæður verður afkoma fyrirtækja jafn- framt erfiðari. Hagsmunir fyrirtækja og starfsfólks fara því aðgjörlega saman“. Niðurlag samþykktarinnar hljóðar svo: „Sambandsstjóm Vinnuveitenda- sambands íslands telur, að með mikilli prósentuhækkun lána og stórfelldum gengisfellingum, sé verðbólguóreiðu í reynd falið að rýra kjör almennings og af- komu atvinnurekstrar. Þá aðferð telur sambandsstjóm óviðunandi. Sambands- stjómin felur því framkvæmdastjóm og samningsráði að miða undirbúning samn- inga við horfur í efnahagsmálum með það að markmiði, að verðbólgá verði sem minnst og kaupmáttur lægstu launa verði varinn eins og efnahagslegar fors- endur framast leyfa“. Fulltrúar VSÍ á fundi með forsætisráðherra um samningamálin í byrjun febrúar. T.f. v. Ólafur B. Ölafsson, Ólafur ísleifsson, Þorsteinn Pálsson, Gunnar J. Friðriks- son og Þórarinn V. Þórarinsson.

x

Af vettvangi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.