Bændablaðið - 11.02.2021, Page 12

Bændablaðið - 11.02.2021, Page 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 202112 FRÉTTIR Bændur í Flóanum með netverslunina Kaupland: Gengur glimrandi vel Kaupland er nafn á fyrirtæki á bænum Mýrum í Flóahreppi þar sem bændurnir á bænum, þau Valsteinn Stefánsson, Kópavogs­ búi og Auðbjörg Sigurðardóttir búa, en hún er frá Vetleifsholti í Ásahreppi. Fyrirtæki þeirra hefur gengið glimrandi vel en þau stofnuðu það í apríl 2018. Led landbúnaðar- og iðnaðar- lýsing er þeirra aðal söluvara, en þau eru líka með „íþróttatape“ og andlitsgrímur sem hafa selst mjög vel. „Við keyptum jörðina fyrir einu ári og hér hafði ekki verið búið í nokkur ár svo hér þarf ýmislegt að gera, mikil girðingavinna fram undan og byggja þarf hesthús og tamningaraðstöðu. Við erum aðeins byrjuð í hrossarækt og hér hefur fæðst eitt folald frá því að við fluttum og annað á leiðinni. Byggja þarf nokkur lítil gistihús og svo er hugmyndin að taka 20 til 30 hektara í skógrækt og eitthvað í skjólbelta- rækt. Ýmis matvælaræktun er fyrir- huguð og við erum að skoða ræktun á iðnaðarhampi eins og margir aðrir. Við hjónin erum bæði að vinna annars staðar, Auðbjörg í Flóaskóla og ég hjá Landsneti,“ segir Valsteinn. 200% söluauking Valsteinn segir að Kaupland hafi gengið ótrúlega vel og miklu betur en þau hjón þorðu að vona í upphafi. „Já, viðtökurnar hafa satt best að segja verið frábærar og erum við hjónin mjög þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Salan hefur aukist um ca 200% á hverju ári. En það besta við þessar frábæru móttökur er að sama fólkið og sömu fyrirtækin versla við Kaupland aftur og aftur. Það er mjög góð tilfinning að finna að við erum að gera eitthvað rétt.“ Valsteinn segir að Kaupland flytji inn hágæðavörur. „Við erum með mjög gott verð og mjög góða vöru en til þess að það gangi þurfum við að kaupa mjög mikið magn í einu og flytja vörurnar heim í gámum sem tekur oft og tíðum óþarflega langan tíma, því miður. Álagningin hjá okkur er eins lág og við komumst af með en ekki eins há og við komumst upp með. Hvatinn fyrir fólk að skipta yfir í led lýsingu er í raun rafmagnssparnaðurinn, því hann borgar ljósið niður á skikkanlegum tíma. Netverslunin er með tengingu við póstinn þannig að varan fer oftast með þeim en svo er hægt að senda okkur tölvupóst og hringja í okkur líka,“ segir Valsteinn. Flóahreppur er besti staðurinn Valsteinn er að lokum spurður hvern ig sé að búa og vera með fyrir- tæki í Flóahreppi? „Þetta fyrsta ár okkar hér á Mýrum í Flóahreppi hefur verið okkur mjög gott, þó svo að hlaðan hafi fokið viku eftir að við keyptum jörðina, þá voru hér mættir nágrannar okkar til að hjálpa um leið og lægði. Ég held að Flóahreppur sé besti staður sem við höfum búið á, dásamlegt fólk allt í kringum okkur sem hefur tekið mjög vel á móti okkur og vonandi eigum við eftir að verða samfélaginu hér til einhvers gagns. Draumarnir um uppbyggingu hér eru margir og miklir en hvað okkur tekst að framkvæma af þeim verður bara að koma í ljós.“ /MHH Vésteinn og Auðbjörg, sem eiga og reka netverslunina Kaupland í Flóahreppi, en þau búa á bænum Mýrum og una þar hag sínum mjög vel. Heimasíða fyrirtækisins er www.kaupland.is fyrir áhugasama. Mynd / Einkasafn Guðjón Kristjánsson sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Vesturlands, Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, gæðastjóri Sláturhúss Vesturlands, fyrir utan sláturhúsið. Mynd / Áslaug Helgadóttir Biobú ætlar að framleiða lífrænt vottað nautakjöt – Sláturhús Vesturlands komið með lífræna vottun Biobú, sem hefur sérhæft sig í vinnslu á lífrænt vottuðum mjólkurafurðum, stefnir á framleiðslu á lífrænt vottuðu nautakjöti. Ef allt gengur upp, varðandi umsóknarferlið um vottun fyrir nautakjötið, standa vonir til að kjötið verði komið í verslanir í mars. Helgi Rafn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Biobú, segir að kjötið verði markaðssett undir merkjum Biobú sem hingað til hefur eingöngu framleitt mjólkurvörur frá bæjunum Neðra-Hálsi í Kjós og Búlandi í Austur-Landeyjum. „Eigendur Biobú fóru í stefnubreytingu á síðasta ári og var til dæmis merkinu breytt í þeim tilgangi að útvíkka vöruframboðið,“ segir Helgi Rafn. Í lok síðasta árs fékk Sláturhús Vesturlands lífræna vottun og hefur Biobú nýlega gert samning við sláturhúsið um að þjónusta slátrun gripa frá Neðra-Hálsi og Búlandi. Helgi segir að sláturhúsið muni sjá um slátrun og fullvinnslu á kjötinu sem kemur frá bæjunum. /smh Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI Kjarnafæði selur 200 tonn af halal- slátruðu lambakjöti til Noregs Kjarnafæði hefur gert samning við NoriDane Foods A/S um sölu á 100 tonnum af halal­slátruðu lambakjöti til Noregs og líkur eru á sölu á 100 tonnum til viðbótar. Gunnlaugur Eiðsson, fram- kvæmda stjóri hjá Kjarnafæði, segir að búið sé að ganga frá sölu á hundrað tonnum af lambakjöti til alþjóðlegra sölusamtaka í Noregi sem heita NoriDane Foods A/S og að vonandi semjist um 100 tonn í viðbót. „Það er enn í vinnslu en ég er bjartsýnn á að salan gangi eftir en um sölu á heilum skrokkum er að ræða.“ Halal-slátrun „Kjarnafæði er búið að vera í samstarfi við NoriDane, sem er í 50% eigu norsku bændasamtakanna og svo ýmissa einstaklinga. Þeir eru með söluskrifstofur á um 60 stöðum í heiminum og með þeim stærri þegar kemur að verslun með kjöt og kjötafurðir á heimsmarkaði. NoriDane hafa í gegnum árin verið stórir kaupendur hjá okkur af alls konar aukaafurðum.“ Gunnlaugur segir að Kjarnafæði hafi beitt halal-slátrun á Blönduósi til fjölda ára, sem er tilkomið vegna þess að þeir töldu sig vera komna með sölusamning við Írak á sínum tíma. „Við höfum beitt aðferðinni síðan og þessi sala dettur inn á borð til okkar vegna þess að fénu var slátrað með þeirri aðferð og kjötið því viðurkennt sem halal-kjöt.“ Fá betra verð en innanlands Að sögn Gunnlaugs eru þeir að fá verð sem er yfir verði á innan- landsmarkaði fyrir kjötið. „Okkur er afskaplega illa við að selja kjöt á erlendan markað undir kostnaðarverði og gerum það einfaldlega ekki, þannig að við erum að fá ásættanlegt verð fyrir kjötið. Salan er mjög heppileg fyrir okkur en sá hængur er á að þetta er bara ein sala og ekkert fast í hendi um framhaldið. Við fengum svipaða sölu fyrir nokkrum árum og stukkum á hana líkt og þessa sölu.“ /VH Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmda­ stjóri hjá Kjarnafæði. Úr sláturhúsinu á Blönduósi. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.