Bændablaðið - 11.02.2021, Side 18

Bændablaðið - 11.02.2021, Side 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 202118 UTAN ÚR HEIMI Heimsmarkaður með dráttarvélar lifir góðu lífi: Víða góður gangur í dráttarvélasölu í heiminum þrátt fyrir COVID-19 – Stærsti markaðurinn er á Indlandi, en spennandi markaður í Kína vegna tæknivæðingar landbúnaðarins Samkvæmt gögnum Mobility Foresights voru 23 dráttarvéla­ tegundir tilgreindar á dráttar véla­ markaði heimsins á síðasta ári. Þá höfðu tær tegundir fallið út af markaði. Þrátt fyrir COVID­ 19 mátti merkja aukna dráttar­ vélasölu í mörgum löndum þó samdráttur væri á öðrum stöðum. Ljóst er að landbúnaður og aðrar matvælaframleiðslugreinar geta ekki skellt í lás þótt farsótt herji á heims­ byggðina. Þar verða menn einfald­ lega að reyna með öllum ráðum að halda framleiðslunni gangandi, jarðarbúar verða að fá sinn mat hvað sem raular og tautar. Það þýðir að bændur hætta ekkert að endurnýja dráttarvélar og önnur tæki þó mögu­ lega hægist eitthvað á. Tegundirnar á dráttarvélamarkaðnum sem taldar eru upp í markaðsyfirliti og horf­ ur á markaði til 2025 hjá Mobility Foresights eru: Mahindra and Mahindra, Escorts, FPT Industrial, John Deere, Massey Ferguson, Kubota, International Harvester, Deutz­Fahr, Yanmar, Zetor, VST, Swaraj, Sonalika, Armatrac, Branson, Fendt, Iseki, JCB, TYM, TAFE, New Holland, McCormik og Landini. Foton og First Tractor, Company hafa dottið út af listanum. Stærsti dráttarvélamarkaður heims er á Indlandi Áætlað var að eftirspurn eftir dráttar­ vélum í heiminum árið 2020 næmi hátt í tveim milljónum véla. Stærsti dráttarvélamarkaður í heimi er á Indlandi. Þar voru seldar 700.000 dráttarvélar á árunum 2019­2020. Dráttarvélamarkaðurinn hefur ekki orðið fyrir verulegum áföllum á Indlandi vegna COVID­19. Hefur markaðurinn í dreifbýlinu haldið sölunni uppi meðan lokanir hafa haft áhrif á kaupendur í þéttbýlinu. Indverjar hafa verið að innleiða strangari mengunarlöggjöf fyrir sína bílaframleiðslu, eða það sem nefnt er BS6 og er sambærilegt við Euro 6 staðalinn. Dráttarvélaframleiðendur eru hins vegar aðeins á eftir og voru á síðasta ári að innleiða BS TR­Tractor EM­Emission 4 (TREM­4) staðalinn fyrir dráttavélar með yfir 50 hestafla mótorum. Mun staðallinn hafa áhrif til hækkunar á verði vélanna enda kostar þetta breytingar hjá fram­ leiðendum upp á um 2 milljónir dollara fyrir hverja gerð af mótor. Þessi staðall verður síðan innleiddur fyrir dráttarvélar með minni mótora í október 2023. Misjöfn staða í Evrópu Í Evrópu var yfir 74% af dráttar­ vélarsölunni vélar yfir 50 hestöflum. Í þýskalandi jókst sala dráttar véla um 2,6% á meðan 15% samdráttur var í sölu í Bretlandi á milli áranna 2019 og 2020. Um þessar mundir eru margar dráttarvélaverk smiðjur að koma starfseminni í gang aftur eftir langvarandi lokun vegna COVID­19. Einn stærsti markaður fyrir dráttarvélar í Evrópu er nú í Tyrk landi. Í Bretlandi eru einungis tveir dráttarvélarframleiðendur sem eitt­ hvað kveður að með framleiðslu í dag, en það eru CNH Industrial´s sem er með verksmiðju í Essex þar sem framleiddar eru New Holland dráttarvélar. Þar er í raun byggt á langri sögu og framleiðslu á International Harvester dráttarvél­ um og vinnuvélum í Bretlandi. Þá er JCB’s Fastrac með verksmiðju nálægt Cheadle í Staffordshire, en JCB er mjög öflugt fjölskyldufyr­ irtæki. Góð sala í 4x4 vélum í Bandaríkjunum Í Bandaríkjunum jókst dráttarvéla­ salan um 3,6% á árinu 2019 og fór þá í 244.000 dráttarvélar. Í árs­ byrjun 2002 jókst verulega salan á fjórhjóladrifnum dráttarvélum þar í landi og vélum með 100 hestafla mótorum og stærri. Í maí á síðasta ári hafði dráttarvélasalan á milli áranna 2019 og 2020 aukist um 15,1%. Þá hélt sala á stórum vélum að aukast þrátt fyrir COVID­19. Þá hafði faraldurinn greinilega þau áhrif að eigendur stórra fasteigna og smábændur eyddu auknum tíma í viðhald á dráttarvélum og fjár­ festingar því tengdu. Mikil tekjurýrnun hjá bændum í Bandaríkjunum Sala á stórum uppskerutækjum dróst heldur saman í Bandaríkjunum á síð­ asta ári, einkum vegna óvissunnar í markaðs­ efnahagsmálum land­ búnað arins. Hefur landbúnað urinn þar mátt þola minnkandi tekjur í sex ár í röð. Þannig voru tekjur land­ búnaðarins í Bandaríkjunum 2018 komin niður í 63 milljarða dollara og höfðu þá rýrnað um nær helm­ ing, eða úr 123 milljörðum dollara árið 2013. Vegna stirðra samskipta Banda ­ ríkjanna og Kína og deilna um tolla­ mál, lokuðu Kínverjar fyrir kaup á bandarískum land búnaðarafurðum á þriðja árs fjórðungi 2019. Það var gríðar legur skellur fyrir bænd­ ur í Banda ríkjunum sem seldu Kínverjum vörur fyrir 6 milljarða dollara á árinu 2018, eða rúm­ lega 9,5% af heildartekjum land­ búnaðarins í Bandaríkjunum það ár. Hafa bændur í Kína og öðrum löndum notið góðs af þessu. Gríðarlegur vöxtur í Kína vegna tækniinnleiðingar Dráttarvélamarkaðurinn í Kína þykir spennandi vegna þess að þar er vélvæðingin komin mun skemmra á veg en á Vesturlöndum. Á fyrsta ársfjórðungi 2020 var búið að spá 69% aukningu í sölu vegna vélvæðingar í landbúnaði. Hefur þessari miklu innleiðingu á véltækni í kínverskum landbún­ aði að hluta verið mætt með not­ uðum tækjabúnaði frá Evrópu og Bandaríkjunum. /HKr. New Holland dráttarvél á vinnslulínu CNH Industrial´s í Bretlandi. JCB Fastrac 8000. Ný dráttarvél á færibandinu hjá Deutz-Fahr. Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis­ og rafhlöðuknúna dráttarvél um miðjan júní 2020. Kynningin fór fram á vegum kínversku uppfinninga miðstöðvarinnar CHIAIC (National Institude of Agro­machinery Innovation and creation ­ CHIAIC) í Luoyang í Henan héraði. Vélin heitir ET504 og notast við 5G fjarskiptabúnað fyrir stjórntæk­ in. Vélin getur unnið sjálfstætt eins og vélmenni, en einnig er hægt að fjarstýra henni. Þróun dráttarvélarinnar fór fram hjá CHIAIC og hjá iðnfyrirtæk­ inu R&D sem er hluti af Tianjing rannsóknar stofnuninni í hátækni við Tsinghua háskóla. Dráttarvélin er búin rafmótor sem staðsettur er í miðju vélarinn­ ar og síðan eru í henni sjálfstæðir mótorar fyrir lyftibúnað og stýri. Vetnis­efnarafall sér um að framleiða raforku fyrir mótorana í allri venju­ legri vinnu, en ef þörf er á aukaafli kemur það frá Lithium rafhlöðum sem í dráttarvélinni eru. Með aðstoð 5G fjarskiptabúnaðar­ ins getur ET504 dráttarvélin fylgst með í rauntíma öllum stýr ingum vélarinnar og metið allar umhverfis­ aðstæður á vinnusvæði. Þannig á vélin að vera mjög örugg í vinnu. Zhao Chunjiang, vísindamaður hjá kínversku verkfræðiakademí­ unni og yfirmaður CHIAIC, segir að þróun hátækni og skynvæddra véla sé mjög mikilvæg fyrir frek­ ari þróun sjálfvirkni í landbúnaði. /HKr. ET504 er vetnisknúin dráttarvél með gervigreind sem les umhverfi sitt og heldur utan um allan stjórnbúnað. ET504 ET504 er sannarlega ekkert leikfang.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.