Bændablaðið - 11.02.2021, Page 27

Bændablaðið - 11.02.2021, Page 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 2021 27 Nú á að fara í endurbyggingu Halldórsbúðar í Vík í Mýrdal, sem hýsti Verslun Halldórs Jónssonar, bónda í Suður- Vík, verslunarmanns, oddvita og eins helsta athafnamanns Skaftfellinga, en húsið hefur staðið á Víkursandi í 118 ár. Halldórsbúð er illa farin en til stendur að nýta efnivið úr henni við uppbygginguna. „Vinna við grunninn er lokið en fjármagn ræður því hvað við komumst langt á þessu ári með framkvæmdina. Minjastofnun og Mýrdalshreppur hafa styrkt verkefnið ásamt því að 13 milljónir af þeim peningum sem ríkisstjórnin úthlutaði til að efla framkvæmdir í þeim sveitarfélögum sem glíma við hvað mest atvinnuleysi fara í verkefnið,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdals­ hrepps. /MHH Að mína mati verða að nást mun meiri samlegðaráhrif land búnaðar og við umhverfis. Einstaklings­ framtakið hefur verið undirstaða landbúnaðar á Íslandi og gefa þarf bændum frelsi til að grípa tækifær­ in þannig að þeim takist að marka sína sérstöðu innan hverrar búgrein­ ar. Það þarf að auka heimildir og möguleika bænda á að slátra heima og selja sínar afurðir. Ég sem áhugamanneskja um mat er mjög umhugað um fæðu­ öryggismál landsmanna og þátt landbúnaðarins í þeim efnum. Að mínu viti þarf að stefna að því markmiði að tryggja fæðuöryggi Íslendinga með því að efla innlenda framleiðslu og tryggja samkeppn­ ishæfni framleiðslunnar gagnvart innflutningi. Til framtíðar liggja tækifærin í landbúnaði og mat­ vælaframleiðslu. Framleiðsluverðmæti land­ búnaðar afurða er um 65 milljarðar króna sem sýnir að umhverfið okkar miðað við stærð landsins og fjölda íbúa er hreinlega af allt annarri stærðargráðu en annars staðar. Að bera saman landbúnaðinn hér á landi og það sem á sér stað í löndun­ um í kringum okkur, í Skandinavíu og í Evrópu, er því eins og að bera saman epli og appelsínur og því megum við ekki gleyma.“ Fjallgöngur og eldamennska Að sögn Vigdísar á hún fjölda áhuga­ mála sem hún leggur stund á í frí­ stundum. „Ég á enskan cocker spaniel sem heitir Bastian og er dásamlegur hundur í alla staði. Fjölskyldan fer reglulega í Skötubótina við Þorlákshöfn og út á Reykjanes, þar sem bæði menn og dýr taka góða spretti meðfram ströndinni. Í fyrra, eftir að COVID­19 fór að herja á heiminn, fór ég að ganga á fjöll, sem er nýtt hjá mér, en vonandi eitthvað sem ég mun halda áfram að gera á komandi sumri. Annars stóð reyndar til að ein­ beita sér að golfinu sem byrjaði í fyrrasumar og ég steinféll fyrir. Mitt stærsta áhugamál er hins vegar matur og matargerð og upp­ áhaldsréttir mínir eru kjötsúpa og slátur og við mamma tókum lengi saman slátur áður en hún dó. Mamma eldaði alltaf bestu kjötsúpu í heimi á afmælisdeginum mínum. Hennar leynitrikk var að setja eina matskeið af sykri í súpuna og fyrir vikið varð súpan miklu betri og ólík allri annarri kjötsúpu. Ég verð líka að nefna að hægeldaðir svínaskankar í bjórsósu og nautatartar með hráu eggi eru ofarlega á listanum þegar við hjónin viljum gera vel við okkur. Við hjónin hengdum upp nauta­ ribeye á beini og lambahrygg í lítinn kæli inni í bílskúr fyrir skömmu og ætlum að látum það hanga í 6 til 8 vikur og það er gífurleg tilhlökkun með útkomuna,“ segir Vigdís að lokum. /VH Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR í flestar gerðir dráttarvéla Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is VEL BÚIN Í VETUR! Dynjandi býður upp á vinnu- og vetrarfatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur markaðarins. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Hýsi-Merkúr hf. | Lambhagavegi 6 | 113 Reykjavík | Sími 534 6050 | merkur@merkur.is | www.merkur.is Láttu sjá þig HIMOINSA Apolo Compact Heavy Duty - 6,4 kVA - Eigin þyngd: 895 kg. - 100 L. eldsneytisgeymir - Orkunotkun með aðeins ljósum er 0,8 L / Klst. 1.990.000 kr. + vsk Fjöruferð í Sandvík, suður af Hafnar- bergi á Reykjanesi með Bastian. Sheperd‘s pie, með íslensku lambahakki, einn af réttunum sem Vigdís lærði að elda í Brighton. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta SAGA& MENNING Endurreisn Halldórsbúðar í Vík Eins og sjá má þá er húsið Halldórsbúð í Vík mjög illa farið en samt á að fara að endurbyggja húsið sem hefur staðið á Víkursandi í 118 ár. Mynd / Örlygur Karlsson

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.