Bændablaðið - 11.02.2021, Side 28

Bændablaðið - 11.02.2021, Side 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 202128 Í huga margra er allt freyðivín kampa vín en það er ekki rétt. Kampavín er freyðivín en freyði­ vín er ekki endilega kampa vín. Samkvæmt lögum Evrópu sam­ bandsins er bannað að merkja freyðivín sem kampavín nema það komi frá Champagne­ vínræktar héruðum í Norðaustur­ Frakklandi. Reglur um framleiðslu á kampa- víni eru strangar og aðallega þrjár gerðir af þrúgum notaðar við fram- leiðsluna. Þrúgurnar eru Pinot noir, Pinot Meunier og Chardonnay, auk þess sem Pinot blanc, Pinot gris, Arbane og Petit Meslier eru notað- ar til kampavínsgerðar en í minna mæli. Víngerðarmenn í Champagne á 17. öld lögðu áherslu á að tengja freyðivínið sitt við aðals- og kónga- fólk með auglýsingum og vönduð- um pakkningum. Í framhaldinu fór millistéttinni að þykja vín frá héraðinu fín og hefur það loðað við þau síðan. Saga Rómverjar voru fyrstir til að gróðursetja vínvið í Champagne- héraði sem í dag er norðan við París. Ræktunin gekk illa í fyrstu þar sem Domitan Rómarkeisari á fyrstu öld bannaði nýplöntun á vín- við og krafðist þess að vínekrur í nýlendunum yrðu upprættar um helming. Tilskipun Domotan var hugsuð til að auka kornrækt og auka þannig matvælaframleiðslu og draga úr framleiðslu annars flokks vína. Ákvörðun keisarans var óvinsæl og alls óvíst að henni hafi alls staðar verið fylgt. Probus Rómarkeisari á þriðju öld, sem var sonur garðyrkju- manns, ógilti tilskipun Domotan og í framhaldi af því var reist musteri til heiðurs Bakkusi í Champagne- héraði og vínframleiðslan blómstr- aði. Á fimmtu öld var héraðið þekkt fyrir létt og ávaxtarík rauðvín og á vínekrum sem voru í eigu kirkna og klaustra var framleitt vín sem tengdist helgihaldi. Hefð var fyrir því að Frakkakonungar væru krýnd- ir í borginni Reims og að boðið væri upp á Búrgúndi-vín við athöfnina. Vínræktendur í Champagne-héraði töldu sig geta boðið betra vín og lögðu mikla vinnu í að finna þrúgur sem hentuðu loftslagi og jarðvegi héraðsins. Freyðivín verður til Elsta þekkta heimildin um freyð- andi vín er frá 1531. Vínið kall- ast Blanquette de Limoux og var framleitt af Benediktusarmunkum í klaustri Saint-Hilarie í Suður- Frakklandi. Benediktusarmunkurinn Don Pérignon fæddist í Champagne- héraði og gekk í klaustur í sinni heimasveit. Þrátt fyrir að Pérignon hafi ekki fundið upp freyðivín, eins og stundum er haldið fram, vann hann ötullega að því að bæta fram- leiðsluaðferðir og gæði vínsins. Meðal annars með því að setja vín á flöskur áður en gerjun lauk. Að mati Pérignon voru Pinot noir þrúg- ur bragðbestar og því átti eingöngu að nota þær til að búa til freyðivín. Hann vildi líka að vínviðurinn væri klipptur reglulega þannig að hann færi aldrei yfir einn metra að hæð og að hver planta gæfi hæfilega af sér af þrúgum og alls ekki of mikið því að þannig næðust betri gæði. Bubblur í glasi Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Freyðivíni hellt í glas. Pinot noir þrúgur. Chardonnay þrúgur. Þrúgur Pinot Meunie.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.