Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 33

Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 2021 33 SAMFÉLAGSRÝNI Óafturkræf náttúruspjöll í Hamarsdal Góðir lesendur. Fyrirhugað er að sökkva stórum hluta Hamars ­ dals í Djúpavogshreppi, nú Múlaþingi og raska vatnasvæði Hraunasvæðisins ósnortna með allt að 50 m háum stíflum og víðáttumiklum miðlunarlón­ um. Það sem bítur höfuðið af skömminni er að virkjunin er réttlætt m.a. með því að svo „stutt sé í veitur Kárahjúkavirkjunar og Grímsárvirkjunar“ auk þess er fullyrt að vötnin séu „snauð“. Upptakasvæði ánna austan Vatnajökuls eru Hraunin sem til forna nefndust Sviðinhornahraun. Þær renna um langa og litríka dali og einkennist umhverfið meðal annars af smájöklum, vötnum og stöflum hraunlaga. Stórkostleg náttúra jarðmyndana og fagurra holufyllinga sem er æ verðmæt­ ari óspillt fyrir komandi kynslóðir og jarðarbúa alla. Sú virkjun sem er hræðilegust er allt að 60 MW virkjun í Hamarsdal sem myndi eyðileggja dalinn og vatnasvæði hraunanna, ásamt Hamarsvatni. Arctic Hydro var veitt rannsóknar­ leyfi árið 2016 og hyggst þröngva virkjun þessari að í rammaáætlun. Hamars virkjun er ekki í neinum bið flokki í rammaáætlun Staðreyndin er sú að Hamars­ virkjun er ekki í neinum bið flokki í rammaáætlun, verkefnis stjórn á eftir að meta í hvaða flokk hún verður metin og vonandi verður henni vísað frá. Hamarsvirkjun var einfaldlega ekki til sem sjálfstæður virkjunarkostur í rammaáætlun heldur áttu upptök Hamarsár að vera hluti af Hraunaveitu hinni stóru 126 MW skrímslavirkjun sem átti að veita ofan í Berufjörð sem er nú líkast til fallið alfarið frá, en sú Hraunaveita var í biðflokki 3 ramma. Að sjálfsögðu á að falla frá öllum áætlunum um virkjun í Hamarsdal og friða dalinn frá spjöllum. „Smávirkjanir“ eru alls engar smávirkjanir Síðan byrjaði smávirkjana ballið, með Geitdalsvirkjun 9,9 mw sem er mjög umdeild og svo kom orkumálastjóri með Ham ars­ virkjun inn í fyrra sem nýja og sjálfstæða tillögu til umfjöllunar í verkefnisstjórn inn í ramma­ áætlun, þrátt fyrir gríðarlega stærð hennar og náttúruspjöll. Verið er að sækja hart að sveitarstjórnum víða um land með fagurgala um „smávirkjanir“ sem eru alls engar smávirkjanir. Það er aldeilis ekki verið að virkja bæjarlækinn til hagsbóta fyrir samfélagið heldur er það græðgin sem er við völd. Smávirkjanir ættu að vera að hámarki 500 Kw­1 MW. Orðið „smávirkjun“ er nánast orðin að orðskrípi líkt og orðið „vindmyllu­ lundur“ hvort tveggja verið að gera silkipoka úr svínseyranu. Það er furðuleg ætlun að ráðst inn á óspillt svæði í ljósi þess að offram­ boð er af orku (150 MW á lausu) og hægt að virkja á svæðum sem eru spillt fyrir. HS orka er að ná um 30 MW sem áður runnu í sjóinn og Landsvirkjun er og áformar að „uppfæra“ sínar virkjanir sem er vel gert. Í meirihluta eigu franska olíu risans Total og Engeyinga Fyrirtækið Arctic Hydro, sem er í meirihluta eigu franska olíu­ risans Total og Engeyinga, hefur fengið rannsóknarleyfi á mörgum svæðum eystra. (Orkustofnun skjal: OS 2016030057) Þess má geta að heimilisfang Arctic Hydro er að Glerárgötu 32, Akureyri. Stjórnarformaður er Benedikt Einarsson. Hamarsvirkjun ehf. (í eigu Arctic Hydro) er með heimil­ isfang á sama stað og stjórnarfor­ maður er Skírnir Sigurbjörnsson. Það er von mín og þeirra sem vilja vernda svæðið að fallið verði strax frá öllum áformum og virkjun Hamarsár og Hraunanna. Að forsvarsmenn Arctic Hydro þyrmi Hamarsdal. Ég skora á ráðherra orkumála, sveitarstjórna og umhverfis að standa vörð um óspillta íslenska náttúru og gleyma ekki þeim loforðum sem voru gefin eftir Kárahnúkavirkjun, að ekki yrði gengið frekar á náttúru Austurlands með óafturkræfum náttúruspjöllum. Stefán Skafti Steinólfsson Ættaður frá Hamri í Hamarsfirði. Stefán Skafti Steinólfsson. „Það er von mín og þeirra sem vilja vernda svæðið að fallið verði strax frá öllum áformum og virkjun Hamarsár og Hraunanna.“ YLEININGAR ERU LÉTTAR STÁL- KLÆDDAR SAMLOKUEININGAR SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA STEINULLARKJARNA. Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og fást með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali. Helstu kostir þess að nota samloku- einingar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum. BALEX yleiningar eru framleiddar undir ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum evrópskum stöðlum. Hafðu samband: bondi@byko.is YLEININGAR -fjögur ár í röð! Næsta Bændablað kemur út 25. febrúar www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.