Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 40

Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 202140 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Hilmar Smári Birgisson er fædd- ur og uppalinn á Uppsölum, hann kom inn í búskapinn eftir nám sitt í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 2014. Hann kynntist Söru á Hvanneyri 2012 en samband þeirra byrjaði seinni- hluta 2014. Hann flytur hana heim að Uppsölum 2015 eftir að hún útskrifast úr búvísindum frá sama skóla. Sara er sjálf ekki frá neinu búi, en var í sveit í Gröf á Vatnsnesi hjá Stellu og Tryggva. Þau hafa séð að mestu leyti um sauðfjárbúskapinn frá 2015 en fá dygga aðstoð frá Bigga og Siggu (foreldrum Hilmars) á álagspunktum. Um áramótin 2020 kláruðu þau kaupin á jörðinni og eru eldri hjónin frelsinu fegin. Býli: Við búum á Uppsölum í Austur- Húnavatnssýslu. Staðsett í sveit: Erum staðsett við sýslumörkin á Austur- og Vestur- Húnavatnssýslu, erum fyrir ofan Vatnsdalinn (horfum niður í hann). Ábúendur: Hilmar Smári Birgisson og Sara Björk Þorsteinsdóttir eru ábúendur í gamla bænum sem afi og amma hans Hilmars bjuggu í. Foreldrar Hilmars, Birgir Ingþórsson og Sigríður Bjarnadóttir, búa í húsi sem þau byggðu árið 1991. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Hilmar og Sara eiga tvo syni, Birgi Stein, sem verður 6 ára í haust, og Tryggva Þór, sem verður 3 ára í sumar. Gæludýrið þeirra er fjárhund- urinn hann Tumi sem er 3 ára blanda af áströlskum fjárhund og border collie. Síðan eru nokkuð margar vel valdar gæfar í húsunum. Stærð jarðar? Jörðin Uppsalir er um 530 hektarar. Hins vegar nýtum við jörðina Melrakkadal sem foreldrar Hilmars eiga, sú jörð er 3.000 hekt- arar. Gerð bús? Sauðfjárbúskapur og véla- verktaka. Fjöldi búfjár og tegundir? Erum með 1.340 kindur og nokkur hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Eins og á flestum býlum þá er enginn dagur eins og einnig eru störfin árs- tíðabundin. Á veturna, þegar búið er að taka kindurnar inn á hús, hefst dagurinn á skólaakstri, að honum loknum er gefin fyrri gjöf í húsunum. Eftir skólaakstur seinnipartinn er farið í seinni gjöfina. Þess á milli er farið í önnur tilfallandi störf, við skiptumst t.d. á að hlaupa í gripaflutninga með Bigga, sem og Sara vinnur utan bús sem hjúkrunarfræðingur. Á vorin á sauðburður hug okkar allan, síðan að koma fé á fjall. Einnig flytjum við fé á heiði fyrir nokkra nágranna okkar. Á sumrin er það heyskapur allt sumarið, þar sem við erum í heyverk- töku. Rúllum 1.500 rúllur fyrir okkur, 6.500 fyrir aðra bæi hér í kring. Á haustin eru það hlaup upp á fjöllum eftir kindum, fjárrag og fjárflutningar fyrir SAH afurðir á Blönduósi. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður er alltaf skemmtilegur og heyskapur í góðu veðri. Í rauninni finnst okkur ekk- ert leiðinlegt verk í sambandi við búskapinn, annars værum við lík- lega ekki með svona margt fé. Ætli veikir gripir og ullarflokkun sé ekki í neðstu sætunum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Framtíðarsýn Hilmars er: fleiri börn, fleiri kindur, ný fjárhús og sólpallurinn sem hann átti að smíða 2018. Framtíðarsýn Söru: betri ræktun, betri afurðir. Hvar teljið þið að helstu tækifær- in séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Ef horft er til innanlands- markaðar þá teljum við að bæta mætti framsetningu vöru í búðum, hafa umbúðir notendavænni og sýnileika vöru betri til þess að laða kúnnann að. Líkt og gert er með grænmetið, ekki hafa það í djúpum og dimmum kælum þar sem þarf að róta í mis- munandi kjöttegundum sem oft eru bara í poka. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, egg og AB-mjólk með bananabragði. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimagerðar kjötfarsbollur úr heimahökkuðu ærhakki. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar pabbinn sagði við eldri soninn að klukkan væri orðin of margt til þess að hann væri að koma með honum út í seinni gjöfina. Sá stutti var sko aldeilis ekki sáttur og fór fram í bakdyrainngang, klæddi sig sjálfur í útifötin tautandi við sjálf- an sig hversu ómögulegur pabbinn væri. Fór út og stóð fyrir framan eld- húsgluggann fullklæddur, þar sem faðirinn sat enn við eldhúsborðið, og hrópaði inn um gluggann til hans: „Ef klukkan er of mikið þá átt þú að drífa þig,“ snerist á hæl og æddi upp í fjárhús. Pretzel hjúpað lamba-prime og grænmeti Pretzel hjúpað lamba-prime Hráefni › 2 bollar saltstangir › 1 bolli hveiti › 3 stór egg › 1 msk. Worcestershire sósa › 2 rif ferskur hvítlaukur, saxaður fínt › 3/4 tsk. þurrkuð eða ferskt rósmarín › Lambakjöt að eigin vali, kótilettur eða lambaprime › olía, eftir þörfum Aðferð Hitið ofninn í 175 gráður. Setjið einn bolla af saltstöngum í matvinnsluvél, í heilar tvær mín- útur þar til þær eru eins og hveiti. Blandið þeim saman við hveitið, þeytið eggin líka saman við, Worcestershire sósu, hvítlauk og hálfa teskeið af þurrkuð rósmaríni. Brjótið saltkringlurnar sem eftir eru í matvinnsluvélina. Vinnið varlega þar til í blöndunni eru grófir molar, stærri en brauðmolar. Setjið í þrjár skálar, hveiti sér, egg sér og grófsaxaðar saltstangir – í þessari röð. Hjúpið kjötið á báðum hliðum með mjölinu, hristið það sem umfram er, síðan er kjötið sett í eggið og síðan í grófsaxaðan saltstanga-mulninginn og þrýstið honum í kjötið svo hann festist betur. Setjið til hliðar. Hitið þunnt lag af olíu í pönnu við meðalhita. Bætið við lambasteik- um, nokkrum í einu, reynið að fylla ekki á pönnuna, svo kjötið soðni ekki. Ekki hreyfa lambið þegar það er komið á pönnuna. Þegar molarn- ir eru gullinbrúnir (um það bil ein til tvær mínútur), notið töng til að snúa hverjum bita við, eldið í eina til tvær mínútur til viðbótar, þar til molinn er orðinn gullinn. Setjið lambakjötið aftur í grind og haldið áfram þar til allt er búið. Þurrkið pönnuna á milli umferða og bætið við meiri olíu eftir þörfum. Setjið rekkann af lambakjötinu í ofninn og eldið lambið í 10 mínútur. Miðjan ætti samt að vera bleik eða eftir smekk. Ristað blómkál og brokkolí með parmesanosti og hvítlauk Þessi heilsusamlega uppskrift með ristuðu spergilkáli, blómkáli, parmesan og hvítlauk er fljótleg og auðveld með aðeins fimm innihalds- efnum. Ljúffeng leið til að bera fram grænmeti! Hráefni › 1 haus spergilkál › 1 haus blómkál › 1/3 bolli ólífuolía › 2 geirar hvítlaukur (saxaður) › 2/3 bolli rifinn parmesanostur › salt › svartur pipar Aðferð Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið á bökunarplötu með smjörpappír. Blandið spergilkálinu og blómkáli í stóra skál. Bætið ólífuolíu, hvítlauk og helm- ingnum af parmesanostinum út í. Blandið saman. Stráið sjávarsalti og svörtum pipar yfir og blandið síðan aftur. Raðið grænmetinu á bökunar- plötuna og gefið því gott svigrúm til að það festist ekki saman. Bakið í 18–22 mínútur, þar til það er brúnað. Rétt áður en það er borið fram, er aukaskammti af parmesanosti bætt við, eða því sem eftir er, og salti og pipar stráð yfir eftir smekk. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Uppsalir

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.