Bændablaðið - 11.02.2021, Page 47

Bændablaðið - 11.02.2021, Page 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 2021 47 Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta www.velavit.is Erum með varahluti og þjónustu fyrir allar JCB vélar S: 527 2600 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGHRÆRUR Varmadæluskjól Vönduð - evrópsk framleiðsla Tilboð kr. 27.990 Verð áður kr. 39.986 á meðan birgðir endast Varmadælubúðin Allar frekari upplýsingar: www.kgg.iswww.kgg.is - 55-20000 - kgg@kgg.is -heildverslun síðan 1941 Kristinn Sigurbjörnsson Löggiltur fasteignasali og byggingafræðingur. Sími: 560-5502 Netfang: kristinn@allt.is Sérsniðin þjónusta að þínum þörfum PÓSTKASSAR þessir sígildu - sterkir úr stáli. Verð 11.500kr Sími 567-6955 lettitaekni@lettitaekni.isBÆKUR& MENNING Sveppir gegna lykilhlutverki í lífríkinu með því að umbreyta plöntu- og dýra leifum í einföld efna sam bönd, sem plöntur og ýmis smádýr geta tekið upp, og viðhalda þannig hringrás næringarefnanna. Lífið í núverandi mynd væri óhugsandi án sveppa. Sveppaþræðir mynda víðfeðmt net í jarðvegi sem tengist rótum plantna og aðstoðar þær við fæðuöflun. Í sambýli við þörunga mynda þeir fléttur, sem geta jafnvel lifað á beru grjóti. Afmælisgjöf frá Þorsteini Þorsteinn Úlfar Björnsson, höfundur og útgefandi, fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir og segir hann að bókin sé afmælisgjöf hans til íslensku þjóðarinnar og hana má finna á vefslóðinni: FUNGA ríki sveppakóngsins by Þorsteinn Úlfar. Bókin er ríkulega myndskreytt. „Fyrir mörgum árum, á því herrans ári 1997, sendi ég frá mér bók sem heitir Villigarðurinn, garðyrkjuhandbók letingjans, og fjallaði um vistvæna umgengni við náttúruna, sérstaklega í garðinum. Að mínu mati var Villigarðurinn ekki nógu ítarleg í kaflanum um jarðveginn og lífið í honum. Jarðvegurinn er jú undirstaðan og sá hluti sem plönturnar lifa í og á. Þar er líka fjölbreyttasta lífið og enn er það ekki fullkannað. Við vitum ekki einu sinni hversu margar tegundir lifa þar. Þær gætu skipt milljónum, jafnvel milljörðum. Í framhaldi af henni ætlaði ég því að skrifa bók um sveppi sem átti að verða nokkurs konar framhald hennar. Það hefur þó dregist því á þeim tíma sem liðinn er hafa komið fram sífellt nýjar upplýsingar um sveppi og þekking á þeim orðið aðgengilegri. Ég setti mér því það markmið að klára bókina áður en ég yrði sjötugur og gefa hana út á vefnum á afmælisdaginn.“ Hvað eru sveppir? Ríki sveppakóngsins er flest um hulið enda sveppir lítt áberandi í náttúrunni nema skamman tíma ársins. Í bókinni veltir Þorsteinn fyrir sér spurningum eins og; hvað eru sveppir, hvaðan koma þeir og hvert er hlutverk þeirra í náttúrunni? Að sögn Þorsteins eru sveppir ein af undir­ stöðulífverum alls annars lífs á jörðinni. „Þeir eru til dæmis nánast næstum eina lífveran á jörðinni sem getur lifað á grjóti og ein af fáum lífverum sem getur leyst upp harðasta berg og gert það aðgengilegt öðrum lífverum í formi steinefna. Sveppir eru lífverur sem búa til jarðveginn með aðstoð fjölda annarra smásærra lífvera og þeir eru alltaf að, dag og nótt, og taka sér aldrei frí. Það eru sveppir sem líma saman jarðveginn og búa til efni sem gera hann aðgengilegan öðru lífi. Það er von mín að bókin muni að einhverju leyti bæta úr vanþekkingu, draga úr fordómum gagnvart sveppum og minnka hræðslu, en stundum fara jafnvel bestu áætlanir út í veður og vind og verkið verður allt annað en lagt var upp með.“ /VH Funga: Í ríki sveppakóngsins Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Frumvarp um vernd, velferð og veiðar á villtum dýrum Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir skömmu á Alþingi fyrir frumvarpi um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Um er að ræða heildarendurskoðun laga, sem kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í skýrslu nefndar um lagalega stöðu villtra fugla og spendýra frá apríl 2013, sem skipuð var af umhverfis­ og auðlindaráðherra, voru ýmsar tillögur sem horft var til við gerð frumvarpsins. Á vef umhverfis­ og auðlinda­ ráðuneytisins segir að umhverfi málaflokksins hafi tekið töluverðum breytingum frá því núverandi löggjöf tók gildi fyrir 25 árum, til að mynda með aukinni áherslu á umhverfis­ og loftslagsmál, breyttum skuldbindingum Íslands á grundvelli alþjóðasamninga og fjölgun ferðamanna sem vilja skoða náttúru og dýralíf landsins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis­ og auðlindaráðherra segir að lögfesting stjórnunar­ og verndaráætlana fyrir villta dýrastofna sé í raun hjartað í þessu frumvarpi og meginbreytingin frá gildandi lögum um þetta efni. „Með gerð stjórnunar­ og verndaráætlana er lagður mikilvægur grunnur að því að ávallt verði byggt á haldbærum, faglegum og vísindalegum upplýsingum við vernd, stýringu og stjórnun á stofnum villtra dýra. Á þeim aldarfjórðungi síðan lögin tóku gildi hefur margt tekið breytingum, ekki einungis í náttúrunni sjálfri heldur líka í afstöðu til nýtingar og umgengni við hana. Ég er sérstakur talsmaður þess að við leggjum vísindin að leiðarljósi í allri okkar ákvarðanatöku og þetta frumvarp er því kærkomin breyting á núgildandi lögum.“ Meðal helstu áherslna í frum­ varpinu er aukin dýravernd og dýravelferð. Þá er kveðið á um að allar veiðar á villtum dýrum, þar með talið hlunnindaveiðar, eigi að vera sjálfbærar, mælt er fyrir um virka veiðistjórnun og veiðieftirlit á landinu öllu og að tekið verði með markvissum hætti á tjóni sem villt dýr og fuglar valdi. Þá er þar komið til móts við sérstakar þarfir veiðimanna sem bundnir eru við hjólastól. /VH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.