Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2021, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 10.02.2021, Blaðsíða 13
Við leitum að lyfjatækni eða vönum starfsmanni í sölu og afgreiðslu í Apóteki Suðurnesja. Helstu verkefni. Almenn afgreiðslustörf  Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum  Afgreiðsla á kassa  Afhending lyfja gegn lyfseðli  Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra Fylgir gæðastefnu fyrirtækisins í hvívetna og kynnir sér reglulega einstök atriði gæðahandbókar. Opnunartími apóteks. Mánudagar - föstudagar kl. 9-18 (19) Laugardagar KL. 12-16 . Nánari upplýsingar um starfið veitir Tanja Veselinovi,c lyfsali s: 5771150 . Umsóknir sendist á tanja@lyfjaval.is HRINGBRAUT 99 REYKJANESBÆR „Við hvað starfar þú?“ Heildaratvinnuleysi á landinu öllu var í desember 12,1%. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum; 26,2% meðal kvenna og 21,4% meðal karla með tilheyrandi efnahagsvanda heimilanna. Tengsl eru milli heilsufars og efna- hags og fátækt getur leitt til varan- legs heilsubrests og þunglyndis. Atvinnuleysi leiðir oft til félags- legrar einangrunar og skaðar sjálfs- traustið. Ekki síst hér á landi þar sem hátt atvinnustig hefur verið einkenni þjóðarinnar og samræður ókunnugra hefjast oftar en ekki á orðunum: „Við hvað starfar þú?“ Þátttaka í atvinnulífinu er eins- konar aðgangskort að samfélaginu og hluti af sjálfsmynd. Þeir sem búa við atvinnuleysi til langs tíma glíma oftar en ekki við neikvæðar aukaverkanir þess. Aukaverkanir sem hafa áhrif á alla fjölskylduna, ekki síst börn og ung- menni. Mörg börn á Suðurnesjum búa við það ástand að annað for- eldri eða bæði eru atvinnu- laus . Gæta þarf vel að börnum á heimilum þar sem einstætt foreldri eða báðir for- eldrar hafa misst vinnu. Um leið og unnið er að fleiri at- vinnutækifærum á Suðurnesjum þarf að huga að aukinni aðstoð við þessar fjölskyldur og styrkja sam- starf milli þjónustustofnana, svo sem félagsþjónustu, Vinnumála- stofnunar og heilsugæslunnar. Alls ekki má láta atvinnulaus ung- menni afskiptalaus heldur virkja þau til athafna í gegnum stofnanir svæðisins. Neikvæð áhrif kreppunnar koma skýrast í ljós í afleiðingum atvinnu- leysis á einstaklinga og fjölskyldur. Langtímaatvinnuleysi getur leitt til fátæktar og dæmin sýna að fátækt barn er líklegt til að vera fátækur fullorðinn. Varanlegar afleiðingar fátæktar eru því bæði skaðlegar börnum og fullorðnum og mikið í húfi að komið verði í veg fyrir að heimilin verði fátæktinni að bráð. Það er skylda stjórnvalda að leggja Suðurnesjamönnum lið. Styrkja menntastofnanir, félags- þjónustuna, heilsugæsluna, lög- regluna og sóknaráætlanir svæð- isins og uppbyggingasjóði. Við jafnaðarmenn viljum leggjast á ár- arnar til að greiða götu fjölbreyttra og skynsamlegra atvinnutækifæra og horfa á lausnir ekki síst út frá sjónarhóli barna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Reykjanesið er svæði tækifæranna Íslendingar hafa tækifæri til að byggja upp nýjan grænan iðnað á sviði þör- ungavinnslu. Hér landi eru kjöraðstæður á heimsvísu, hreinn sjór og stór hafsvæði. Fjárfestar eru áhugasamir en lagaumgjörðin og regluverkið er enn ekki nógu gott. Alþingi þarf að skapa trausta umgjörð um þennan iðnað og skapa skýra stefnu. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga þess efnis frá þingflokki Framsóknarflokksins. Vaxandi markaður Heimsmarkaður fyrir þör- unga er stór og fer vaxandi. Samkvæmt skýrslu Report Linker um heimsmarkað fyrir þörunga frá júlí 2020 er áætluð velta árið 2020 fyrir þörungaprótein 912,8 millj. dala og því spáð að hann vaxi í 1,3 milljarða dala árið 2027. Þá kemur einnig fram í skýrsl- unni að það sé vaxandi eftirspurn eftir matvæla- og drykkjarafurðum sem byggðar eru á þörungum. Efni úr þeim má finna í mörgum matvæla- tegundum, snyrtivörum og iðnaðar- vörum eins og málningu, dekkjum o.fl. Á Ásbrú er t.a.m. starfandi öflugt og vaxandi fyrirtæki, Algalíf, sem ræktar smáþörunga. Úr þeim er unnið verð- mætt efni, astaxanthin, sem notað er í eftirsótt fæðubótarefni. Vöxtur í þörungaframleiðslu í heiminum er áætlaður um 7,4% á ári til ársins 2024 og að veltan verði um 1,1 millj- arður Bandaríkjadala árið 2024 sam- kvæmt greiningu Sjávarklasans frá nóvember 2019. Í þessari grein liggja mýmörg áhugaverð tækifæri fyrir ís- lenskt athafnalíf. Súrefnisframleiðendur og stútfullir of næringarefnum Þegar rætt er um þörunga þá er ekki bara átt við smáþörunga, eins og Algalíf ræktar, heldur einnig þang og þara sem vex villt allt í kringum landið okkar fagra. Yfirheiti þessara merkilegu lífvera, þ.e. þangs, þara og smáþörunga, eru þörungar. Þörungar eru ekki bara næringarrík fæða fyrir skepnur og mannfólk heldur framleiða þeir líka stóran hluta súrefnis jarðar, allavega helming alls súrefnis og sumir vísinda- menn segja um 90%. Þörungar hreinsa sjóinn og þá má einnig nýta sem áburð. Sumar smáþörungategundir eru olí- uríkar og úr þeim er hægt að fram- leiða lífeldsneyti sem endurnýtir kol- tvísýring úr loftinu. Það er því ljóst að sjálfbær öflun þörunga og aukin nýting þeirra getur hjálpað til við að minnka álag á önnur vistkerfi jarð- arinnar, draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og hafa jákvæð áhrif á vistkerfi hafsins. Við Reykjanesið eru kjöraðstæður fyrir öflun og verkun þangs og þara. Hér eru miklar fjörur, hreinn sjór og mikið pláss. Hér eru svo sannarlega tækifæri fyrir duglegt fólk en löggjafinn þarf að bæta umgjörðina svo að áhugasamir hafi sterkan grunn til að byggja á, ef þeir hyggjast fara út í fjárfestingar á þessu sviði. Hvernig getum við bætt umgjörðina? Greinarhöfundur hefur lagt fram þingsályktunartillögu ásamt þingflokki Framsóknar um að umhverfis- og auð- lindaráðherra í samvinnu við sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra geri að- gerðaáætlun um þörungaræktun sem liggi fyrir eigi síðar en 1. mars 2021. Einnig er kveðið á um að ráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda hvað varðar þörungarækt eigi síðar en 1. maí 2021. Flutningsmenn telja að sá tímarammi ætti að vera nægilegur enda unnt að líta til fordæma nágrannaþjóða okkar, eins og Færeyja og Noregs, þar sem reynsla er þegar komin á framkvæmd sambærilegra lagaákvæða. Með því að fjárfesta í menntun, rannsóknum og frumkvöðlafyrir- tækjum á þessu sviði getur Ísland skapað sér sess á meðal forystuþjóða í fullnýtingu þangs og þara og ræktunar smáþörunga. Áfram veginn! Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins. Hlekkur á tillöguna: althingi.is/altext/151/s/0049.html Stóru málin í Suðurkjördæmi Samgöngu-, atvinnu- og heilbrigðismál verða án efa stærstu kosninga- málin í Suðurkjördæmi í kosningunum í haust. Skyldi engan undra enda mikið verk þar að vinna í kjördæminu. Örugg atvinna, góðar samgöngur og framúrskarandi heilbrigðisþjónusta eru allt grunnþættir sem þurfa að vera í lagi ef samfélög eiga að vaxa og dafna. Atvinnumál Suðurkjördæmi er kjördæmið þar sem fall ferðaþjónustunnar bítur hvað mest. Sama hvert þú ferð, við hvern þú talar, allir nefna fall ferða- þjónustunnar og þann vanda sem við blasir. Staðan og tækifærin í at- vinnumálum eru misjöfn eftir hvar við stingum niður fæti í kjördæminu. Ef við byrjum að líta til Suðurnesja þá er staðan þar ekki góð. Atvinnu- leysi mælist um 25% og útlit er fyrir að það muni ekki dvína fyrr en á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Það er reyndar fyrirséð að þessi staða verði líklega aðeins til skamms tíma vegna áhrifa Covid-19 á ferðaþjón- ustu en skilaboðin eru engu að síður skýr. Á Suðurnesjum þarf að skapa fjölbreyttara atvinnulíf þannig að högg í einni atvinnugrein risti ekki svona djúpt og eru ýmis verkefni því tengdu í bígerð, ber þar helst að nefna byggingu skipaþjónustuklasa við Njarðvíkurhöfn, hugmyndir Samherja um fiskeldi í Helguvík og þá þróun sem á sér stað hjá Kadeco á Keflavíkurflugvelli. Viðreisn mun alltaf styðja fjölbreytt atvinnulíf á Suðurnesjum eins og kostur er og leggja öllum góðum hugmyndum lið. Ef horft er til sveitarfélaganna á Suðurlandi þá er svipaða sögu að segja þar, hrun í ferðaþjónustu hefur haft afleiðingar og aukið at- vinnuleysi á svæðinu. Það þarf því að skapa störf og tækifæri á þessum stöðum á næstu misserum. Efling nýsköpunar og aukin áhersla á skapandi greinar og tækniþróun er þar lykilþáttur, sú stefna mun varða leiðina upp úr Covid-ástandinu. Ekki má gleyma því en að hafa fasta atvinnu er hverjum einstaklingi mikilvægt og snýst um mun meira en einungis laun og bónusa, atvinna skapar sjálfsvirðingu og lætur ein- staklingi um leið líða sem hluta af samfélaginu. Samgöngumál Samgöngumál eru íbúum Suðurkjör- dæmis hugleikin og þarf að taka þau föstum tökum svo að sú þróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum haldi áfram. Áskorun um örugga Reykjanesbraut hefur mikið verið í umræðunni og á hinn svokallaði Stopp hópur hrós skilið fyrir sína baráttu, ég þori að fullyrða að án hans baráttu væri málið ekki svona langt á veg komið. Örugg Reykja- nesbraut skiptir Suðurnesin miklu máli en enn eru tveir kaflar á henni sem bíða tvöföldunar, annars vegar milli Flugstöðvar og Fitja og hins vegar milli Hvassahrauns og Krísu- víkurafleggjara. Þessir kaflar eru komnir á samgönguáætlun og bíða framkvæmda. Einbreiðar brýr í kjör- dæminu eru margar og þeim þarf að fækka eins og kostur er næstu árin og koma þannig í veg fyrir alvarleg slys. Krafa um bættar samgöngur er víðar í kjördæminu, til að mynda hefur verið ákall um betri tengingar yfir Þjórsá, milli Árnes- og Rangár- vallasýslu, og auk þess þarf að sinna viðhaldi vega og vetrarþjónustu í uppsveitum Árnessýslu mun betur en nú er gert. Ný brú yfir Ölfusá er á teikni- borðinu og mun hún verða mikil samgöngubót. Áform um byggingu hennar hafa reyndar lengi verið í umræðunni og stefnir allt í að brúar- smíðin fari í einkaframkvæmd. Það eru reyndar skiptar skoðanir á því fyrirkomulagi en ef þessi mögu- leiki mun flýta framkvæmdum þá er þess virði að skoða hann. Sama má segja um fyrirhuguð jarðgöng í Reynisfjalli og hringveg um Mýrdal en samkvæmt samgönguáætlun er stefnt að leita til einkaaðila varðandi fjármögnun. Núna á 21. öldinni skipta öruggar samgöngur miklu fyrir þróun byggðar á landsbyggðinni en oft er talað um að samgöngur séu lífæð hvers samfélags og forsenda þess að byggðalög fái tækifæri til vaxtar. Því skiptir miklu máli að standa vörð um og tala fyrir uppbyggingu samgöngu- mannvirkja í kjördæminu. Heilbrigðismál Aðgangur að öruggri og framúrskar- andi heilbrigðisþjónustu eru almenn mannréttindi og hluti af því að búa í góðu samfélagi. Suðurkjördæmi er þar engin undantekning. Staða Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja hefur oft verið í umræðunni en henni er ætlað að þjónusta um 27.000 íbúa. Fjárframlög til hennar hafa ekki fylgt íbúaþróun á Suðurnesjum síðustu ára og hafa sveitarstjórnar- menn og þingmenn oft bent á þessa staðreynd en ekkert virðist vera viðhaft í þeim efnum. Þess má getið að stofnunin hefur löngum fengið lang- lægstu framlög allra heilbrigðis- stofnana á landinu miðað við höfða- tölu, þrátt fyrir að lýðheilsuvísar Embættis landlæknis sýni að meiri þörf er fyrir heilbrigðisþjónustu á hvern íbúa Suðurnesja en á öðrum svæðum. Þessi staða hefur reynt virkilega á starfsfólk stofnunarinnar og haft mikil áhrif á rekstur hennar. Álag á heilsugæslu Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja hefur auk þess aukist í takt við fjölgun íbúa og er staðan þannig að erfitt getur reynst að fá tíma hjá lækni. Því hafa margir íbúar gripið til þess ráðs að leita annað og er nú svo komið að hluti þeirra eru skráðir á heilsu- gæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar Suðurnesja hafa í langan tíma búið við þá staðreynd að eiga ekki sérstakan heimilislækni á svæðinu sem þeir geta leitað til í hvívetna. Þetta er þróun sem verður að breyta en hvað er til ráða? Einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgar- svæðinu hafa komið vel út og upp- fyllt alla þjónustustaðla sem hið opinbera hefur sett. Því gæti verið skref í rétta átt að opna einkarekna heilsugæslustöð á Suðurnesjum, þar sem ríkið er þjónustukaupi og myndi tryggja aðgang allra að þjónustunni. Með þessari nýbreytni væri hægt að minnka það álag sem nú ríkir á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja og gera þannig öfluga stofnun enn betri. Heilbrigðisstofnun Suðurlands glímir einnig við fjárhagsvanda og þarf nauðsynlega aukin fjárframlög til þess að efla grunnþjónustu sína og sín lögboðnu verkefni á svæðinu. Til þess að gera Suðurkjördæmi betur í stakk búið að mæta kröfum framtíðarinnar þarf að rísa upp og snúa þessari þróun við, það er krafa fólksins. Þessi stóru mál eru einungis nokkur af þeim málum sem brenna á íbúum Suðurkjördæmis. Kosningarnar í haust munu því snúast um að skapa tækifæri, hvar á landi sem er, og byggja upp það samfélag sem okkur hefur dreymt um svo lengi. Arnar Páll Guðmundsson, formaður Viðreisnar í Reykjanesbæ. vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.