Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2021, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 10.02.2021, Blaðsíða 12
Þörungastart á 20 þús. kr. Þörungarnir í verksmiðju Alga- lífs sem er í raun eins og gróð- urhús, eru ræktaðir úr stofni sem var keyptur upphaflega úr þörungabanka frá Noregi á 150 Evrur eða um tuttugu þúsund íslenskar krónur og er enn verið að vinna úr honum. Framleiðslu- ferlið tekur um þrjár vikur og fer í gegnum þrjú stig á þeim tíma, þar til að eftir stendur lífmassi sem er sendur til vinnslu í Þýska- landi. Þar er fæðubótaefnið as- taxantínið dregið út úr með ákveðinni tækni (sem verður gert á Ásbrú þegar nýbyggingin verður tilbúin) og lokavinnslan á því er svo hér heima þar sem því er blandað saman við lífræna sólblómaolíu þar sem hlutföllin eru 10% astaxantín og 90% sól- blómaolía. Þetta er svo efnið verði stöðugt og hafi langan hillutíma. Það er svo hin eigin- lega afurð, þ.e.a.s. astaxatínolía, sem sett er í hylki. Ársframleiðsla Algalífs var á síðasta ári 1.500 kg. af hreinu astaxantíni en verður eftir næstu stækkun verksmiðjunnar fimm þúsund kg. Þetta eru ekki stórar tölur miðað við starfsemina en verðmætið er mjög mikið. Nánast öll framleiðsla Algalífs er flutt út til Evrópu, Asíu og Norður Am- eríku. Astaxantínið fer að lang- mestu leyti í vítamín- eða heilsu- bótablöndur sem teknar eru inn í hylkjaformi. Það er þó einnig notað í snyrtivörur. Rúmlega eitt hundrað störf verða til við smíði sjö þúsund fermetra ný- byggingar við núverandi verksmiðu Algalífs á Ásbrú. Þrjátíu og fimm framtíðarstörf verða til við stækk- unina og Algalíf verður eitt stærsta örþörungafyrirtæki heims. Fram- kvæmdin kostar fjóra milljarða og fjárfestingin kemur erlendis frá en eigendur fyrirtækisins eru í Noregi. Ársframleiðsla Algalífs rúmlega þre- faldast og Orri Björnsson, forstjóri, segir að ársvelta fyrirtækisins muni nærri fjórfaldast og fara úr um 1.500 milljónum króna í um 5,5 milljarða. Starfmannafjöldi mun tvöfaldast, fara úr 37 í yfir 70 manns. Litskrúðug nýsköpun á Ásbrú Framleiðsla Algalífs á astaxantín úr örþörungum fer fram í stýrðu um- hverfi innanhúss og er umhverf- isvæn og ekkert jarðefnaeldsneyti er notað í ferlinu. Notast er við sér- stök LED-ljós og tölvustýrð ljósa- og hitakerfi við ræktun örþörunganna í lokuðum rörakerfum sem þýðir að vatns-, raforku- og landnotkun er í lágmarki. Þetta tryggir að bæði eru magn og gæði stöðug. Úr þörung- unum er unnið fæðubótaefnið as- taxantín. Algalíf hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir sjálf- bærni, gæði og afhendingaröryggi og er orðinn einn stærsti þörunga- framleiðandi í heimi. Framleiðsla tveggja ára seld „Markaðshorfur eru mjög góðar og fjögurra milljarða erlend fjárfesting sýnir trú á því sem við erum að gera. Sérhæft og vel menntað starfsfólk heldur framleiðslukostnaði Algalífs í skefjum með nýsköpun og nýtingu hátæknilausna á öllum stigum. Því er náttúrulegt astaxantín frá Algalíf mjög vel samkeppnishæft á alþjóðamarkaði og sala gengur mun betur en upphaflegar áætl- anir gerðu ráð fyrir,“ segir Orri. Þessi frumkvöðlastarfsemi hófst á gamla varnarsvæðinu árið 2013 en áður hlupu Varnarliðsmenn innan- húss í hluta húsnæðisins sem Algalíf notar. Það hefur verið stækkað og framkvæmdir við rúmlega tvöföldun á því hefjast á vormánuðum. Stuðningur heimamanna mikilvægur Orri segir að mikill stuðningur hafi komið frá Reykjanesbæ í upphafi og sömuleiðis frá Kadeco sem hafi gengið vel frá húsnæðinu þannig að hægt hafi verið að setja upp starf- semina fljótt og vel. „Fljótlega eftir að starfsemin hófst þurfti að laga tæknina og ná upp meiri framleiðni. Það tókst og er lykilatriði í starfseminni. Þegar því var náð var farið í stækkun verk- smiðjunnar sem tók þrjú, fjögur ár og lauk á síðasta ári. Þá fyrst náði verksmiðjan fullum afköstum í fram- leiðslunni. Mikil hagkvæmni felst í meiri stærð verksmiðjunnar og þá eru markaðir góðir. Því var ákveðið að halda áfram að stækka verk- smiðjuna enn frekar.“ Jákvæðir eigendur Eigendurnir eru í Noregi og Orri segir að þeir hafi verið jákvæðir fyrir uppbyggingunni frá upphafi og séu með reynslu úr fæðubótastarf- semi. „Þeir hafa verið mjög góðir eig- endur og sýnt þessu mikinn skilning því það hefur ekki alltaf gengið vel í framleiðslunni og sölunni. Þeir hafa stutt okkur vel og alltaf haft trú á því sem við erum að gera og staðfesta það með því að fara í þessa miklu stækkun á verksmiðjunni núna. Þetta skiptir mjög miklu máli í svona frumkvöðlastarfsemi að hafa nógu mikið og þolinmótt fjármagn, traust og skilning. Skilur í raun á milli feigs og ófeigs í svona frumkvöðlastarf- semi,“ segir Orri. Algalíf er hráefnisframleiðandi og efnið er notað í fæðubótaefni að langmestu leyti. Fyrirtækið er ekki með vörumerki í smásölu og ein- beitir sér að framleiðslu hráefnisins en hverjir eru notendur vörunnar? „Þetta er fólk sem er í líkams- rækt og einnig þeir sem eru með vandamál í liðamótum. Í grunninn er þetta andoxunarefni þannig að það hentar þeim vel sem eru að æfa mikið og vilja ná hraðari endur- heimt. Eins getur efnið verið væg sólarvörn því þörungurinn er að framleiða astaxantín til að verja sig fyrir sólarljósi og það virkar líka á mannslíkamann. Konur á leið í sólina á Tenerife hafa keypt vöruna til að verja húðina.“ Góður heimsmarkaður Orri segir að heimsmarkaðurinn sé góður fyrir þörungana um þessar mundir en fyrirtækið er með um 50 kaupendur, þar af sex, sjö mjög stóra sem kaupa 80 til 90% af framleiðsl- unni. Þeim muni fjölga eftir stækk- unina. Öll framleiðsla þessa árs og næsta árs er seld og því er erfitt fyrir Algalíf að lofa meiru fyrr en eftir stækkunina. Góðar aðstæður Aðstæður á Íslandi eru að mörgu leyti mjög góðar fyrir þörungafram- leiðslu að sögn frumkvöðulsins. „Það er nóg til af vatni og raforku og verðið á henni er ekki mjög hátt. Lágt og jafnt hitastig gerir stýringu í frameiðslunni auðveldari og eins fáum við minna af þörungum og að- skotalífverum inn í kerfin því þær sem þrífast vel á Íslandi líður ekki vel í 25 til 30 gráðu heitu ræktunar- kerfi,“ segir Orri Björnsson. Páll Ketilsson pket@vf.is Þörungar vaxa í diskóljósum á Ásbrú Frumkvöðlafyrirtækið Algalíf á Ásbrú hóf starfsemi 2013 og hefur vaxið mikið. Nærri 40 manns starfa við framleiðslu fæðubótarefnis og verða nærri 80 eftir tvö ár. Bygging sjö þúsund fermetra nýbyggingar skapar meira en eitt hundrað störf á næstu tveimur árum. Orri Björnsson, forstjóri Algalífs innan um „diskóljósin“ í litskrúðugri verksmiðjunni. 12 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.