Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2021, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 10.02.2021, Blaðsíða 14
Góður árangur sundfólks á Reykjavíkurleikunum Það var mikill kraftur í sundfólki ÍRB á Reykjavíkurleikunum (RIG) en þetta var fyrsta opna sundmótið sem haldið hefur verið síðan í júlí. Miklar bætingar og stórgóður árangur hjá sundfólkinu. Fannar Snævar Hauksson vann sigur í 100m og 200m flugsundi. Þar náði hann lágmörkum inn í unglingalandsliðshóp SSÍ. Katla María Brynjarsdóttir náði lágmörkum inn í Framtíðarhóp SSÍ þegar hún kom þriðja í mark í 800m skriðsundi. Bestum árangri náðu þau Már Gunnarson og Eva Margrét Falsdóttir. Eva Margrét tryggði tryggði sig inn á Evrópumeistaramót unglinga í sumar Eva Margrét Falsdóttir kom langfyrst í mark í tveimur greinum, 400m fjórsundi þegar hún sigraði greinina á tímanum 5:03,37, og 200m bringusundi þegar hún synti á tímanum 2:37,57. Í báðum greinunum náði hún lág- mörkum á Evrópumeistaramót unglinga (EMU) sem áætlað er að fari fram 6.–11. júlí í sumar. Ekki hefur verið staðfest hvar mótið mun fara fram. Hún var einnig hár- breidd frá EMU lágmarki í 400m skriðsundi sem var aukagrein hjá henni, þar endaði hún önnur eftir mjög spennandi keppni. Eva Margrét varð jafnframt fjórði stigahæsti sundmaður Reykjavíkurleikanna í sundi. Þrjú Íslandsmet Más Már setti þrjú Íslandsmet um helgina, eitt í 50m bak- sundi og tvö í 200m baksundi. Góð staðfesting fyrir hann á forminu en Már stefnir á góðan árangur á Ól- ympíuleikunum í sumar. Már sagði á Facebook að frammistaða sín á Reykjavík- urleikunum nú um helgina væri sú besta til lengri tíma. „Samtals þrjú Íslandsmet. En það sem ég er stoltastur af er sekúndu bæting í 50m baksundi. Frábær undir- búningur fyrir komandi tíma.“ Már Gunnarsson ásamt Steindóri Gunnarssyni, yfirþjálfara sunddeildar ÍRB. Myndir: ÍRB Árangur Evu Margrétar Falsdóttur á Reykjavíkurleikunum tryggði henni þátttökurétt á Evrópumót unglinga. Þróttarar sigurvegarar b-deildar Fótbolta.net-mótinu í knatt- spyrnu lauk um helgina. Þrótt- arar sigruðu Selfyssinga 6:2 eftir að hafa komist á ævintýralegan hátt í úrslitaleik B-deildar en til þess þurftu þeir sjö marka sigur gegn Vestra í síðasta leik riðilsins. Þróttur lék gegn Selfossi síð- asta föstudag á Fylkisvellinum í úrslitaleik B-deildar. Þróttarar byrjuðu betur og komust yfir á 18. mínútu með marki Hauks Leifs Eiríkssonar. Selfyssingar jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks en í upp- hafi þess síðari kom Arnar Sig- þórsson Þrótti aftur yfir með marki úr vítaspyrnu auk þess sem Selfyssingar misstu mann af velli með rautt spjald. Þótt Þróttarar væru manni fleiri jafnaði Selfoss leikinn aftur þegar Örn Rúnar Magnússon varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark (‘60). Við að fá á sig sjálfsmark settu Þróttarar í fluggírinn og skoruðu fjögur mörk á síðasta hálftímanum til að tryggja sigur í deildinni. Mörk Þróttar: Haukur Leifur Eiríksson (‘18), Arnar Sigþórsson (‘45, víti), Unnar Ari Hansson (‘63), Alexander Helgason (‘78, ‘87) og Eyjólfur Arason (‘85). Njarðvík 2:2 Haukar (3:4 í vítaspyrnukeppni) Haukar unnu Njarðvík eftir vítaspyrnukeppni í leik um þriðja sæti B-deildar Fótbolta. net mótsins þegarliðin mættust í Reykjaneshöllinni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2:2 og því þurfti vítaspyrnu- keppni til að knýja fram úrslit. Haukar höfðu betur þar og unnu vítakeppnina 4:3 og brons- verðlaunin því þeirra þetta árið. Reynismenn hársbreidd frá því að komast í úrslitaleik C-deildar Elliði vann Reyni Sandgerði á Würth-vellinum í Árbænum og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleik deildarinnar með sigri í riðli 1. Reynir endar í 2. sæti og leikur um bronsið. Keflavík tapaði fyrir Gróttu Grótta vann Keflavík 3:2 í leik um fimmta sæti Fótbolta.net-mótsins en leikurinn fór fram á Vivaldi- vellinum síðasta föstudag. Gróttumenn skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Fyrra markið kom á 20. mínútu og það síðara á 25. mínútu áður en Keflvíkingum tókst að jafna með mörkum frá þeim Jóhanni Þór Arnarssyni og Ara Steini Guðmundssyni í þeim síðari. Gróttumenn skoruðu sigur- markið þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Keflavík endar því í sjötta sæti A-deildar. Keflvíkingar eiga því harma að hefna þegar liðin mætast á laugardaginn í fyrsta leik þeirra í Lengjudeildinni. Grindvíkingar léku ekki í úrslit- unum þar sem þeir lentu í fjórða sæti 2. riðils en aðeins þrjú lið voru í 1. riðli. Grindavík lenti því í sjöunda sæti. Kvennalið Keflavíkur vann Gróttu í æfingaleik Undirbúningur fyrir knatt- spyrnutímabilið er líka á fullu hjá stelpunum en stelpurnar í knattspyrnuliði Keflavíkur unnu góðan sigur, 4:0, á Gróttu í Reykjaneshöllinni á laugar- daginn. Markaskorarar Keflavíkur voru þær Eva Lind Daníelsdóttir (2), Dröfn Einarsdóttir og Natasha Anasi. Þetta var síðasti æfingaleikur liðsins fyrir Lengjubikarinn sem hefst næstu á laugardag þegar Keflavík leikur gegn Selfossi í Reykjaneshöllinni. Lengjubikarinn hefst um helgina Keppni í Lengjubikarnum hefst um næstu helgi þegar fyrstu leikir í A-deildum karla og kvenna verða spilaðir, allir leikir Suður- nesjaliðanna fara fram á laugar- deginum. Leikir í B-deildum hefjast viku síðar og svo loks í C-deildum um þriðju helgi. Grindavík mætir HK í Kórnum og hefst sá leikur klukkan 11:30. Þá mætir karlalið Keflavíkur Gróttu á Vivaldi-vellinum kl. 14:00. Kvennalið Keflavík tekur svo á móti Selfossi í Reykjaneshöllinni klukkan 12:00 á laugardaginn. Gummi Steinars hættur Fyrrum markahrókur Keflvík- inga, Guðmundur Steinarsson, tilkynnti það í vikunni að hann hygðist taka sér frí frá þjálfun en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar hjá Gróttu. „Verður meiri tími fyrir golfið, það er klárt,“ sagði Gummi þegar blaðamaður Víkurfrétta spurði út í tíðindin. Alexander skoraði tvö fyrir Þrótt. Eva Lind, Dröfn og Natasha. FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Miðvikudagur 10. febrúar 2021 // 6. tbl. // 42. árg.sport

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.