Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2021, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 10.02.2021, Blaðsíða 15
Páll varði Reykja- víkurleikatitilinn – Pílukastið hittir í mark í Grindavík Vinsældir pílukasts hafa verið að aukast síðustu misseri og fjöldi manns hefur tekið upp þetta skemmtilega sport. Einn þeirra erGgrindvíkingurinn Páll Árni Pétursson, stýrimaður á Sturlu GK-12, sem varði titil sinn á Reykjavíkurleikunum (Reykjavík International Games, RIG) um þar- síðustu helgi. Hjá Pílufélagi Grindavíkur hefur pílukast verið á mikilli uppleið síðustu ár og Grindavík fengið það orð á sig að vera Mekka pílu- íþróttarinnar á Íslandi. Við tókum tal af Páli Árna, sigurvegara RIG 2021. „Ég er ekki búinn að vera lengi í píl- unni, ekki þannig, ég byrjaði að kasta 2011 en þá var ég á frystitogara sjö til átta mánuði á ári, svo maður hefur ekki alltaf getað kastað,“ segir Páll. „Maður kastar lítið um borð en það var aðeins gert í seinni tíð eftir að við settum upp spjald, þá var hægt að kasta einhverja daga á sumrin.“ – En hvenær byrjaðir þú að keppa? „Ég fór nú bara að keppa fljótlega eftir að ég byrjaði. Ég er kominn af miklu pílufólki. Pabbi minn [Pétur Hauksson] varð Íslandsmeistari ‘88 og Guðjón, bróðir hans, varð marg- faldur Íslandsmeistari.“ – Hefur ekki orðið mikil vakning í þessu sporti? „Jú, alveg svakaleg og hefur aukist mjög mikið síðustu tvö árin. Það kom alger bomba eftir heimsmeistara- mótið og svo aftur núna. Við erum örugglega í kringum hundrað manns sem erum skráð í félagið, m.a. mættu þarna um fjörutíu konur og skráðu sig í félagið fyrir áramót. Félagsstarfið hefur aðeins legið niðri undanfarið enda höfum við ekki getað verið með opin kvöld eða neitt þannig út af þessum tak- mörkunum.“ Fór létt með Íslandsmeistarann Aðspurður segist Páll Árni hafa orðið deildarmeistari með liði Pílu- félags Grindavíkur síðustu tvö ár en hann keppir einnig með landsliði Ís- lands og hefur staðið sig ágætlega á mótum með því. „Ég tók þátt í einmenningsmóti í Rúmeníu og þar komst ég lengst okkar Íslendinganna. Svo fór ég á Skoska opna í febrúar fyrir ári síðan, þá komst ég aftur lengst okkar íslensku keppendanna og datt út í þriðju umferð en það voru eitt- hvað um þúsund keppendur. Ég og Hörður, frændi minn og sonur Guð- jóns, kepptum einnig í tvímenningi í þessu móti og komumst í átta liða úrslit. Það er það lengsta sem Íslend- ingar hafa náð held ég.“ Í úrslitaviðureign Reykjavíkurleik- anna mætti Páll Íslandsmeistaranum frá því í fyrra, Matthíasi Erni Frið- rikssyni sem er einnig frá Grindavík. Úrslitaleikurinn varð aldrei spenn- andi því Páll sigraði auðveldlega, 7:1. „Það gekk bara allt upp hjá mér og ég hleypti honum aldrei almenni- lega í leikinn. Hann átti aldrei séns, þannig.“ – Ef maður ætlar að byrja í pílu, er þetta ekki bara að taka upp pílur og byrja? „Bara setja upp spjald og byrja að kasta. Það eru til fjölmargir leikir sem hægt er að spila, ekki bara 501 heldur fullt af öðrum skemmtilegum leikjum.“ – Er eitthvað ungmennastarf í gangi hjá ykkur? „Já, við erum með unglingapílu heima og vorum með fyrir yngri krakka um daginn. Það var mjög vel sótt, komu einhverjir tuttugu krakkar og voru að kasta í að- stöðunni okkar. Pétur Rúðrik Guð- mundsson hefur verið að halda utan um þessa yngri hópa og gert það vel.“ Páll, sem situr í stjórn pílu- félagsins, segir alla aðstöðu í Grindavík til að stunda pílukast vera mjög góða. Hann er þegar þetta er skrifað kominn á sjóinn en er hættur á frystitogurunum og kominn á ís- fisktogara. Þar eru landlegurnar fleiri þó þær séu styttri en á frysti- togurunum. „Íslandsmótið er í maí og ég ætla að stíla inn á að taka þátt í því – fyrst maður tók Íslandsmeistarann núna er annað eiginlega ekki hægt. Stíla inn á að vera í fríi og koma í land aðeins fyrir mót, ná úr sér mestu sjóriðunni og koma sér í gírinn.“ Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is AUGLÝSING UM TILLÖGU AÐ BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI MIÐSVÆÐIS Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 27. janúar 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir að svæði á núgildandi deiliskipulagi merkt „Þjónustustarfsemi“verði breytt í íbúðasvæði. Gert verður ráð fyrir 2, tveggja hæða fjölbýlishúsum á svæðinu, öðru með 8 íbúðum og hinu með 6 íbúðum. Að auki verður einnig gert ráð fyrir einni einbýlis- húsalóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti og vísast til hans um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum frá og með mánudeginum 8. febrúar 2021 til og með mánudagsins 22. mars 2021. Tillagan er einnig að- gengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en mánudaginn 22. mars 2021. Vogum, 8. febrúar 2021 Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi. Frændurnir Páll Árni og Hörður Þór Guðjónsson ásamt Martin Adams og Ross Montgomery sem þeir mættu í 8 liða úrslitum á Scottish open 2020 í tvímenningi, það er það lengsta sem Íslendingar hafa náð á þessu móti. Martin og Ross höfðu unnið Hollenska opna í tvímenningi tveimur vikum áður. Í brúnni á ísfisktogaranum Sturla GK-12 sem Þorbjörn hf. gerir út. Páll með Wayne Warren á Scottish open 2020. Warren varð heimsmeistari BDO 2020. Með hinni heimsþekktu Fallon Sherrock sem varð fyrst kvenna til að vinna leik í PDC heimsmeistarakeppninni árið 2019. Hún vann tvo fyrstu leikina og datt úr í þriðju umferð. Grindvíkingurinn Jón Axel Guð- mundsson skoraði tólf stig í góðum sigri Fraport Skyliners í þýsku úr- valsdeildinni um síðustu helgi. Lokatölur urðu 72:96. Jón Axel og fé- lagar hans í Skyliners eru í 8.–9. sæti deildarinnar með sjö sigra og níu töp. Elvar Már Friðriksson hefur heldur betur fundið sig í LKL-deildinni í körfubolta í Litháen en liðinu sem hann leikur með ekki eins vel. Siauliai tapaði fyrir Vilnius Rytas 85:98 um síðustu helgi. Njarðvík- ingurinn lék í 29 mínútur og skoraði átján stig og tók fimm fráköst. Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústs- dóttir stundar nám í Bandaríkjunum og leikur með háskólaliði Ball State Cardinals. Liðið tapaði í vikunni fyrir Norhern Illinois Huskies í háskóla síðasta mánudag 78:74. Thelma Dís Körfuboltafólk frá Suðurnesjum í eldlínunni í útlöndum lék í 38 mínútur og skoraði átta stig, tók fjögur fráköst, gaf tvær stoðsend- ingar og stal boltanum einu sinni. Tvíburasysturnar úr Keflavík, Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur og Emilía Ósk Gunnarsdóttir léku með landsliðinu í undankeppni EM í körfubolta kvenna um síðustu helgi. Ísland tapaði báðum leikjunum, gegn Grikkjum og Slóvenum. Sara Rún, einn besti leikmaður liðsins, meiddist í upphafi seinni leiksins gegn Grikkjum. Ljósmyndir úr safni Páls Mynd: Karfan.is vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.