Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2021, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 10.02.2021, Blaðsíða 8
Mikið svakalega er gott að kúpla sig út úr hversdagslegu amstri eina kvöldstund og skella sér í leikhús. Við Suðurnesjamenn erum líka svo heppin að eiga eitt flottasta áhuga- leikfélag landsins, Leikfélag Kefla- víkur, sem á undanförnum árum hefur unnið hvern leiksigurinn á fætur öðrum í uppfærslum sínum. Félaginu hefur tekist vel upp í vali sínu á leikverkum og þar hafa gamanleikir verið hvað vinsælastir. Frumsamdar revíur og svo þekktir farsar þar sem allt er einn misskiln- ingur og tóm lygi. Frumleikhúsið er líka frábær um- gjörð utan um starfsemi Leikfélags Keflavíkur og Jóel Sæmundsson, leikstjóri, sagði í samtali við Víkur- fréttir á dögunum að það væru mikil forréttindi fyrir félag eins og Leik- félag Keflavíkur að hafa Frumleik- húsið. Jóel leikstýrir farsanum Beint í æð sem frumsýndur var um nýliðna helgi. Æfingaferlið var langt en síð- asta haust var lagt upp í þá vegferð að setja Beint í æð á svið. Þá kom önnur bylgja kórónuveirunnar og svo þriðja bylgjan og allir draumar um leiksýningar voru lagðir á hilluna en farsinn æfður áfram á Zoom. Það er jú allt hægt á netinu í dag. Þegar það var ljóst að hundrað gestir mættu vera á leiksýningu var allt sett á fulla ferð og farsanum komið á svið. Leikfélagi Keflavíkur tekst virki- lega vel upp með þessu verki. Beint í æð er eftir Ray Cooney og í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er Jóel Sæmundsson eins og áður segir en hann hefur áður leikstýrt söng- leiknum Mystery Boy sem hlaut titilinn athyglisverðasta áhugaleik- sýningin árið 2018 og fór á fjalir Þjóðleikhússins. „Hvað gerir taugaskurðlæknir þegar gömul hjásvæfa hans mætir, óumbeðinn, rétt áður en hann á að flytja mikilvægasta fyrirlestur ferilsins og tilkynnir honum að hann eigi fullvaxta son? Af hverju er löggan komin í málið? Af hverju grettir Grettir Sig sig? Hvað ætli Súsanna, konan hans, segi? Hvað er Páll Óskar að gera þarna? Hver er Loftur? Hvað er málið með Mann- freð og Gróu? Hvar er yfirdeildar- hjúkrunarfræðingurinn?,“ segir í auglýsingu fyrir farsann og segir allt sem segja þarf. Það er góður hraði í sýningunni og lygavefurinn og misskilningurinn vex hratt. Það var stemmning í loftinu og gestir á frumsýningu sprungu úr hlátri hvað eftir annað. Það er hreinlega hægt að komast í það ástand að kafna næstum úr hlátri, því það er jú grímuskylda í leik- húsinu og allt flæðandi í spritti. Það er einvala lið leikara á sviðinu sem margir hverjir eru með áralanga reynslu í Frumleik- húsinu. Öll stóðu sig með mikilli prýði. Það getur jú verið erfitt að halda andliti á sviði þegar salurinn skellihlær að uppátækjum þínum. Það er full ástæða til að hverja fólk til að skella sér í leikhús á Beint í æð. Hláturtaugarnar munu ekki sjá eftir því. Það er svo hressandi að geta hlegið hraustlega eina kvöldstund. Næstu sýningar eru næstu fimmtudaga, föstudaga og sunnu- daga. Nánar um sýningartíma og miðasölu á tix.is. Takk fyrir frábæra kvöldstund í Frumleikhúsinu. DVK, Hilmar Bragi Bárðarson. Gleði beint í æð Ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei heyrt eins mikið hlegið í leikhúsi eins og í kvöld. Ég hugsa að einhverjir leikhúsgesta verði jafnvel með strengi í kviðnum á morgun eftir hláturkviður kvöldsins. Snilldin sem vakti þessi sterku gleðiviðbrögð hjá fólki var sýningin Beint í æð eftir Ray Cooney sem er leikstýrt af Jóel Sæmundssyni og Leik- félagi Keflavíkur er að sýna í Frumleikhúsinu. Ég var svo heppinn að fá miða á frumsýninguna og þessi orð eru skrifuð þegar ég rétt nýkominn heim af henni. Unga fólkið sem stendur að sýn- ingunni geislar svo af krafti og gleði að leikhúsgestir geta ekki annað en hrifist með. Verkið sjálft er klassískur farsi með til- heyrandi misskilningi og flækjum, allt saman sprenghlægilegt og einstaklega skemmtilegt. Leikar- arnir standa sig allir mjög vel en þó verð ég að nefna Sigurð Smára Hansson sérstaklega sem túlkar lækninn Jón Borgar. Hann hefur einstak lag á því að koma sér í vandræði og er miðpunktur í öllum hvirfilvindinum. Frábær frammistaða hjá aðalleikaranum. Ég trúi ekki öðru en að fólk komi til með að fjölmenna á þessa skemmtilegu sýningu. Hún er frábær skemmtun og eitthvað sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Svo er bara svo gaman að geta farið í leikhús eftir allar þær takmarkanir sem hafa lagst á okkur öll síðustu mánuði og um leið að lagt sitt af mörkum til að styðja menningarstarf heima í héraði. Ég skora því á þau ykkar sem lesið þessi orð að finna Leik- félag Keflavíkur á netinu eða á samfélagsmiðlum eða á tix.is og tryggja ykkur miða. Það skiptir máli að gera það fyrr en seinna því fólk þarf að mæta til að sýningin haldi áfram. Ólafur Þór Ólafsson. Kardemommubærinn í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar Í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar stendur nú yfir sýning á myndum úr Kardemommubænum eftir Thorbjørn Egner. Karde- mommubærinn er fyrir margt löngu orðin klassík sem hefur fylgt ís- lenskum fjölskyldum í texta, myndum og tónlist um árabil. Ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan þekkja flest börn ásamt Soffíu frænku, Bastían bæjarfógeta og börnunum Kamillu og Tomma. Sýningin mun standa til 1. apríl næstkomandi. Í tilefni 65 ára afmælis bókarinnar í fyrra var þessi sama sýning sett upp í Norræna húsinu í samstarfi við norska sendiráðið. Nú fá gestir Bókasafns Reykja- nesbæjar tækifæri til að skoða sýninguna og taka þátt í getraun. Til þess að taka þátt þarf að skoða sýninguna, svara spurningum á getraunaseðli og fylla út nafn og símanúmer. Dregið verður úr réttum svörum og hljóta vinnings- hafar bókargjöf. Vegna sóttvarna eru gestir beðnir að gæta þess að einungis fjórir fullorðnir séu inni á sýn- ingunni samtímis, með tveggja metra millibili og muna grímur og spritt. Athugið að þessar reglur gilda ekki fyrir börn fædd 2005 og síðar. Hver veit nema Soffía frænka fylgist með þeim sem ekki kunna að fara eftir reglum? Að kafna næstum úr hlátri á bak við grímuna 8 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár Svipmyndir frá frumsýningunni. VF-myndir: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.