Víkurfréttir - 17.03.2021, Page 5
Björgunarsveitin Þorbjörn í
Grindavík hvetur Grindvíkinga til
samstöðu í þeim hamförum sem
nú ganga yfir en margir bæjar-
búar eru orðnir langþreyttir á
ástandinu en jarðhræringar
eru mjög nálægt byggðinni í
Grindavík og jörðin hefur nú
nötrað nær látlaust í um þrjár
vikur.
„Nú sem aldrei fyrr reynir á sam-
stöðu Grindvíkinga þar sem margir
bæjarbúar eru orðnir langþreyttir á
ástandinu eða jafnvel hræddir. Það
er hlutverk okkar allra að hjálpast
að við að róa taugar þeirra sem
eiga erfitt þegar svona hamfarir
ganga yfir og við getum verið fegin
því að ekki hefur orðið tjón á fólki.
Óvissan er okkar versti óvinur
þessa dagana og þess vegna er
svo mikilvægt að standa saman og
upplýsa hvort annað. Ef fólki líður
illa heimavið vegna skjálftanna
bendum við fólki á að skella sér
aðeins út og fá sér frískt loft. Það
er t.d. mjög sniðugt að fara í göngu-
ferð eða bíltúr svona aðeins til þess
að dreifa huganum. Ef þið þekkið
einhvern sem á erfitt þessa dagana
og kemst jafnvel illa út úr húsi þá
hvetjum við ykkur til þess að kíkja
í heimsókn eða bjóða viðkomandi
út í stutta stund,“ segir í færslu sem
björgunarsveitin Þorbjörn birtir á
Facebook-síðu sveitarinnar.
Björgunarsveitin ítrekar í sömu
færslu þau skilaboð til Grindvík-
inga að ef hættuástand skapast
þá verða allir látnir vita með mjög
áberandi hætti. Fyrst með skila-
boðum, svo með hljóðmerkjum
og að lokum verður gengið í hvert
einasta hús í Grindavík.
„Ef til eldgoss kemur hér í nág-
reninu þá stöndum við Grindvík-
ingar saman eins og svo oft áður
og tæklum verkefnið af æðruleysi,“
segir að lokum en með færslunni.
„Við höfum heldur betur fundið fyrir skjálftunum hér
á Bessastöðum. Að sjálfsögðu verðum við þó ekki vör
við þá í sama mæli og Grindvíkingar í næsta nágrenni
við upptökin. Ég hugsa áfram áfram hlýtt til þeirra sem
þurfa að þola ónæði og ugg vegna þessara jarðhræringa,
og í ofanálag nokkrar skemmdir eftir harðasta skjálftann
í gær,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í
færslu á Facebook.
Í pistlinum rekur hann verkefni síðustu viku sem voru
fjölbreytt að vanda. Pistill forsetans endar svo á þessum
orðum:
„Ég ítreka góðar óskir og kveðjur til Grindvíkinga,
Vogabúa og annarra á Suðurnesjum sem finna mest
fyrir skjálftunum sem nú dynja yfir. Einnig óska ég ykkur
öllum velfarnaðar.“
Keilir hefur í samstarfi við Sam-
band sveitarfélaga á Suðurnesjum
tekið að sér að leiða stofnun flug-
klasa á Íslandi. Undirbúningsvinna
er hafin og er áætlað að halda stofn-
fund klasans á fyrri helmingi ársins
2021. Framundan er kortlagning og
samskipti við hagsmunaaðila í flug-
geiranum og hafa samband við þá.
Ásamt Keili verður starfandi fagráð
um stofnun klasans sem hefur fag-
lega umsjón með verkefninu þar til
stjórn flugklasans verður skipuð.
Lagt er upp með að markmið með
stofnun klasans verði tvíþætt: Ann-
arsvegar að efla samkeppnishæfni
Íslands og íslenskra fyrirtækja í flug-
tengdum greinum; og hinsvegar að
styrkja samstarf innviði og nýsköpun
í flugtengdum greinum á Íslandi.
Klasafélagar munu sjálfir setja sér
stefnu og markmið um áframhald-
andi starfsemi klasans. Áætlað er
að halda stofnfund flugklasa á fyrri
hluta ársins 2021 þar sem fyrstu
drög að stefnu og klasakorti verða
kynnt.
Aukin áhersla á
klasasamstarf
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir atvinnu- og nýsköpunarráð-
herra kynnti á dögunum klasastefnu
fyrir Ísland en þar kom fram mikil-
vægi klasa sem hreyfiafl ný sköp un ar
í þeim geira sem hann myndast um.
Með Flugklasanum verður þannig til
nýr sam starfs vett vang ur með þátt-
töku aðila úr flugtengdum greinum
með það að markmiði að styrkja
tengslanet og samstarf þeirra.
„Ég er sann færð um að í framtíð-
inni muni hlut verk klasa í ný sköp un-
ar vist kerfi at vinnu lífs ins verða enn
fyr ir ferðarmeira og mik il væg ara.
Þeir þurfa að fá það súr efni eld móð
og kraft sem nauðsyn leg ur er til að
knýja áfram verðmæta sköp un og
toga ís lenskt at vinnu líf áfram upp
stig ann í átt að auk inni sam keppn-
is hæfni“ sagði Þór dís.
Allar ábendingar í tengslum við
stofnun klasans eru vel þegnar sér-
staklega um aðila í flugtengdum
greinum og þá sem hafa áhuga á að
leggja klasanum lið. Umsjónarmaður
verkefnisins fyrir hönd Keilis er
Brynjólfur Ægir Sævarsson (brynj-
olfurs@keilir.net) . Nánari upplýs-
ingar má nálgast á heimasíðu Flug-
klasans á slóðinni www.flugklasi.is.
Nýjum flugklasa ætlað að efla
flugtengdar greinar á Íslandi
Mynd: Keilir - Flugakademía Íslands
„Nú sem aldrei fyrr
reynir á samstöðu
Grindvíkinga“
Kveðjur til Suðurnesjafólks frá forseta Íslands
Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn
Allt frá konfektmola
í fullbúna veislu
Allar nýjungar á Instagram: kokulistbakari. Erum með vegantertur og brauðtertur. Pantanir og tilboð: kokulist@kokulist.is
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 5