Víkurfréttir - 17.03.2021, Blaðsíða 8
Brúin félagsmiðstöð í Háaleitisskóla:
Ungmennin
finna sig betur
í eigin umhverfi
Félagsmiðstöðin Brúin í
Háaleitisskóla opnaði form-
lega fimmtudaginn 4. mars.
Félagsmiðstöðin er sam-
starfsverkefni Háaleitis-
skóla og Fjörheima félags-
miðstöðvar.
Starfsmenn sem sinna vöktum í
Brúnni eru starfsmenn Háaleitis-
skóla ásamt starfsfólki Fjörheima.
Alls mættu 33 ungmenni á opnunar-
kvöldið og komu ungmenni frá öllum
bekkjum á unglingastigi skólans.
Gunnhildur Gunnarsdóttir, for-
stöðumaður Fjörheima og 88
hússins, segir í bréfi sem lagt var
fyrir síðasta fund íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjanesbæjar að ung-
mennin virtust skemmta sér vel og
tóku virkan þátt í dagskrá og leikjum
kvöldsins. Ungmennin virtust finna
sig betur í eigin umhverfi heldur en
með ungmennum úr öðrum skólum
Reykjanesbæjar.
„Við erum vongóð um að þetta
verkefni virki félagslíf ungmenna
í Háaleitisskóla. Þetta opnar fleiri
möguleika fyrir ungmennin til þess
að stunda skipulagt tómstundastarf í
sínu nærumhverfi,“ segir Gunnhildur
jafnframt í bréfinu.
Frumkvæði að opnun félags-
miðstöðvarinnar kemur frá skóla-
stjórnendum Háaleitisskóla sem
að rýndu í niðurstöður Rannsókna
og greininga þar sem kom fram að
unglingar í Háaleitisskóla sóttu Fjör-
heima minna en nemendur í öðrum
skólum.
Frístunda- og tómstundabíll til reynslu
í mánuð fyrir innri-Njarðvík og ásbrú
Tillaga frá stýrihópi almenningssamgangna um akstur frístunda- og tóm-
stundabíls til reynslu í einn mánuð sem mun keyra um Innri-Njarðvík og
Ásbrú var lögð fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar í síðustu viku.
Bæjarráð samþykkir tillöguna en kostnaður við verkefnið er rétt tæpar
2,4 milljónir króna.
AÐALSKIPULAG SUÐURNESJABÆJAR
SKIPULAGS- OG MATSLÝSING FYRIR HE ILDARENDURSKOÐUN
BÆJARSTJÓRN SUÐURNESJABÆJAR SAMÞYKKTI ÞANN 3 . MARS 2021 AÐ SKIPULAGS- OG MATSLÝSING
AÐALSKIPULAGS SUÐURNESJABÆJAR VERÐI KYNNT ÍBÚUM OG ÖÐRUM HAGSMUNAAÐILUM.
JAFNFRAMT VERÐI LEITAÐ UMSAGNAR HJÁ SKIPULAGSSTOFNUN OG HJÁ ÞEIM UMSAGNARAÐILUM SEM
TILGREINDIR ERU Í LÝSINGUNNI OG Í SAMRÆMI VIÐ 1 . MGR. 30 . GR. SKIPULAGSLAGA NR. 123/2010 .
Nýtt aðalskipulag Suðurnesjabæjar felur í sér endurskoðun gildandi aðalskipulaga, þ.e.
Aðalskipulags Garðs 2013–2030 og Aðal skipulags Sandgerðisbæjar 2008-2024. Innan
sveitarfélagamarka er einnig í gildi Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013–2030, en það er
ekki hluti af endurskoðuninni.
Í skipulags- og matslýsingu er farið yfir ýmis atriði sem skipta máli við endurskoðun aðal-
skipulaga í Suðurnesjabæ. Skipulags- og matslýsing er verklýsing þar sem m.a. er gerð
grein fyrir ástæðum endurskoðunar, afmörkun, gildistíma, helstu áherslum, forsendum,
fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli og umhverfismati áætlunar.
Skipulags- og matslýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofunni að Sunnubraut 4 og á
heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is frá og með þriðjudeginum 16. mars
2021 til og með miðvikudeginum 31. mars 2021. Kynning á skipulags- og matslýsingu fer
fram fimmtudaginn 25. mars kl 19.30 í Vörðunni, Miðnes torgi 3. Athugið að vegna sótt-
varnareglna þarf að skrá sig á viðburðinn á afgreidsla@sudurnesjabaer.is ef ætlunin er að
mæta á staðinn. Einnig er hægt að tilkynna þátttöku í síma 425 3000.
Fundurinn verður einnig í beinu streymi á Facebook-síðu Suðurnesjabæjar.
Athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna skulu berast til Suðurnesjabæjar á afgreidsla@sudurnesjabaer.
is eða bréfleiðis á skrifstofu sveitarfélagsins Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ undir yfirskriftinni „Aðalskipu-
lag Suðurnesjabæjar“. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 31. mars 2021. Að auki er hægt að
koma á framfæri hugmyndum og ábendingum í inn í gerð aðalskipulagsins í gegnum Betri Suðurnesjabæ á
betraisland.is.
F.h. bæjarstjórnar,
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri.
8 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár