Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2021, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 17.03.2021, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Nýjustu gervihnattamyndir af umbrotasvæðinu á Reykja- nesskaga sýna aflögun vegna stóra skjálftans sem varð klukkan 14:15 á sunnudag. Myndirnar sýna líka tognun á jarðskorpunni vegna þess að kvika flæðir inn í kvikugang- inn. Á einni viku hefur orðið gliðnun á landinu milli Keilis og Nátthaga sem nemur um tuttugu sentimetrum, þ.e. landið hefur færst um tíu sentimetra í hvora átt. Með hverjum deginum sem líður eru taldar meiri líkur á eldgosi á Reykja- nesskaga og öll gögn Veðurstofu Íslands benda til þess að gos muni koma upp suður af Fagradalsfjalli, í eða við Nátthaga við Borgarfjall. Mesta virknin er ennþá bundin við svæðið í kringum Nátthaga, en einnig hefur mælst smávægileg virkni um 4 km norðan við það svæði. Nýjustu gögn benda áfram til þess að mesti þrýstingur vegna kviku sé í syðsta enda kvikugangsins undir Nátthaga og þar sé því líklegast staðurinn að kvika komi upp nái hún að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Yfir 50.000 skjálftar Þegar þetta er skrifað síðdegis þriðjudaginn 16. mars hafa orðið fleiri en 50.000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga frá því hrinan hófst 24. febrúar en nú eru liðnar þrjár vikur frá því að jarðskjálfti upp á M5,7 reið yfir á svæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. Það er stærsti skjálftinn í allri hrinunni en skjálftinn síðasta sunnudag var upp á M5,4. Áhrif hans voru þó meiri í Grindavík þar sem upptökin voru nær bænum. Vörur féllu úr hillum í verslunum í Grindavík og á heimilum féllu hlutir úr hillum, myndir duttu af veggjum og jafnvel innréttingar féllu um koll. Sprungur hafa víða komið í veggi og gólf. Ekki sofið heila nótt Íbúar í Grindavík finna mest fyrir áhrifum skjálftana og hafa margir hverjir ekki sofið heila nótt án þess að hrökkva upp við skjálfta. þannig hafa þónokkrir íbúar Grindavíkur notað hvert tækifæri sem gefst til að fara í sumarbústaði eða hótelgistingu utan Suðurnesja. Þá hefur Grind- víkingum verið boðinn aðgangur að sumarhúsum til að hvílast frá tíðum skjálftum. Einnig hefur verið biðlað til hótela og gististaða að bjóða íbúum Grindavíkur uppá hag- stæða gistingu. Bent hefur verið á að ónógur nætursvefn getur verið skað- legur fyrir heilsuna. Fylgst er með framvindu mála og náttúruöflum á Reykjanesskaganum á vef Víkurfrétta þar sem nýjustu fréttir eru uppfærðar allan sólar- hringinn. Yfir 50.000 jarðskjálftar og gos líklegt í Nátthaga Ísólfsskáli Festarfjall Kvikugangurinn er kominn í Nátthaga Það rauk úr fjöllunum austan við Grindavík eftir jarðskjálftann sem varð síðasta sunnudag. Skjálftinn var M5,4. Ljósmynd: Styrmir Geir Jónsson Kvikugangurinn er kominn í Nátthaga og færist hægt og rólega til suðurs. Frá Nátthafa er stutt til sjávar og líklegast að ef það gýs á þessum stað muni hraunið renna yfir Suðurstrandarveg og til sjávar í Hraunsvík, sem þá mun standa undir nafni. Til að setja staðsetninguna í samhengi við staðhætti sem margir þekkja, þá er Ísólfsskáli á þessum slóðum, sem og Festarfjall. Gott útsýni er til svæðisins frá Hópsnesi við Grindavík. Horft til fjalla þar sem líklegast er að eldgos geti komið upp. Nátthagi er dalurinn inn á milli fjallanna á myndinni. VF-mynd: Hilmar Bragi FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Ákveðið hefur verið að opna frí- stundaheimili grunnskólanna í Reykjanesbæ fyrir börn fædd 2015 frá 9. ágúst til skólasetningar. Um leið verður ekki í boði fyrir þann hóp að koma aftur inn á leikskólann sinn eftir að sumarleyfi lýkur. Markmiðin með þessari opnun eru meðal annars að brúa bilið milli leik- og grunnskólagöngu nemenda, að aðlögun nýrra leikskólabarna geti farið fram fyrr en verið hefur og að aðlaga tilvonandi fyrstu bekk- inga í grunnskólann sinn. Farið var af stað með tilraunaverk- efni í þremur skólum haustið 2020 og var almenn ánægja foreldra með framkvæmdina. Að fenginni reynslu þessa tilraunaverkefnis var ákveðið að bjóða upp á þessa þjónustu í öllum grunnskólum sveitarfélagsins og koma þannig til móts við þarfir fjölskyldna en einnig til að jafna stöðu íbúa sveitarfélagsins meðal annars með tilliti til baklands sem er hluti af stefnu Reykjanesbæjar, Í krafti fjölbreytileikans og verk- efnisins Allir með! Opna frístunda- heimilin frá 9. ágúst fyrir börn fædd 2015 Íþrótta- og tóm- stundaráð Reykja- nesbæjar tekur vel í erindi frá íbúa í Reykjanesbæ þar sem ráðið er hvatt til að veita atvinnu- leitendum frítt í sund tímabundið. Ráðið felur íþrótta- og tómstunda- fulltrúa að skoða málið nánar. Tekur vel í erindi um frítt í sund fyrir atvinnuleitendur 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.