Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.2021, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 05.05.2021, Qupperneq 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Rúmfatalagerinn opnar í Reykjanesbæ Rúmfatalagerinn opnar nýja verslun seinni hluta maímánaðar að Fitjum í Reykjanesbæ. Nýja verslunin er í húsnæði sem áður hýsti Hagkaup og deilir inngangi með Bónus. Verslun Rúmfatalagersins að Fitjum er sú fyrsta á Íslandi sem byggir á nýju útliti frá JYSK, en þar er notast við ný hillukerfi og uppstill- ingar sem gefa nýjan og ferskan blæ á vel þekkt verslunarrými Rúmfa- talagersins, viðskiptavinum til hags- bóta og hægðarauka, segir í tilkynn- ingu frá Rúmfatalagernum. „Við erum afskaplega ánægð að geta boðið íbúum Reykjanes- bæjar í heimsókn til okkar í nýtt og skemmtilegt verslunarumhverfi. Verslunin er hönnuð með þægindi og notagildi fyrir viðskiptavini í huga og það gleður okkur að verslunin að Fitjum sé sú fyrsta í þessu nýja útliti. Þá bjóðum við nýtt starfs- fólk Rúmfatalagersins velkomið til starfa,“ segir Björn Ingi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Rúmfatalagersins. Isavia og Verkfræðistofa Suður­ nesja hafa undirritað samning um framkvæmdaeftirlit og ráðgjöf vegna nýrrar viðbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fram­ kvæmdir hefjast á næstu vikum og eru hluti af vinnu við ýmis verkefni sem tengjast stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og umbótum á Keflavíkurflugvelli í framhaldi af hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia. Mörg hundruð ný störf verða til í sumar í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir, sem undirbúnar hafa verið á síðustu mánuðum með út­ boðum og verðkönnunum. Viðamesta framkvæmdin er fyrir- huguð stækkun austurbyggingar flugstöðvarinnar. Þrjú tilboð bárust í framkvæmdaeftirlit og tilheyrandi ráðgjöf í tengslum við framkvæmd- irnar. Lægsta tilboðið var frá Verk- fræðistofu Suðurnesja (VSS), 200 milljónir króna. Aðrir sem buðu í verkið voru JT Verk og Hnit. Tilboð VSS var samþykkt og undirrituðu Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri VSS, samninginn. „Þetta er mikilvægt skref fyrir okkur öll sem höfum verið að und- irbúa næstu áfanga í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Segja má að samningurinn við VSS marki viss tímamót. Heimsfaraldurinn hefur haft gríðarlega mikil áhrif á okkur en það er afar ánægjulegt að hafa núna fengið tækifæri til að hefja vinnu við uppbyggingaráætlun flug- vallarins á ný. Við hlökkum til að sjá framkvæmdaumsvifin hefjast á ný og bíðum spennt eftir því að flug- samgöngur komist einnig smám saman í eðlilegt horf,“ segir Svein- björn Indriðason „Við hjá VSS erum mjög ánægð. Samningurinn við Isavia um eftirlit og ráðgjöf vegna framkvæmdanna við austurbyggingu flugstöðvarinnar tryggir mikilvæg störf hér á Suður- nesjum, bæði fyrir verkfræðinga og annað tæknifólk, þetta mun skapa okkur 4-6 störf næstu tvö árin. Þá eru ótalin störf við sjálfar fram- kvæmdirnar. Vonandi fara hjólin að snúast hraðar – ekki síst hér á Suðurnesjum,“ segir Brynjólfur Guðmundsson. Hjá VSS starfa nú 15 manns sem allir nema einn eru bú- settir á Suðurnesjum og hefur verk- fræðistofan aðsetur í Reykjanesbæ. Samningurinn við VSS er ekki eingöngu bundinn við fyrsta áfanga austurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og því mun VSS mögu- lega einnig koma að eftirliti og ráð- gjöf vegna annarra verkefna sem eru á döfinni á Keflavíkurflugvelli á komandi mánuðum. Skapar mörg störf hjá Verkfræðistofu Suðurnesja Verkfræðistofa Suðurnesja mun sinna framkvæmdaeftirliti og ráðgjöf vegna nýbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri VSS, á framkvæmdasvæðinu við flugstöðina eftir undirritun samningsins. VF-mynd/pket. Atvinnuleitendur munu fá frítt í sund í Sundmiðstöð Reykjanes­ bæjar frá 15. maí til 1. ágúst. Beiðni um frítt í sund fyrir atvinnuleit­ endur barst frá íbúa í Reykjanesbæ þar sem ráðið er hvatt til að veita atvinnuleitendum frítt í sund tíma­ bundið. Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- nesbæjar ráð tók undir erindið og fól íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða málið nánar. Mjög misjafnt er milli bæjarfélaga hvort boðið sé upp á frítt í sund fyrir atvinnuleitendur. Færa má veigamikil rök fyrir því í ljósi heimsfaraldurs og mikils at- vinnuleysis á svæðinu að æskilegt sé að bjóða atvinnuleitendum í Reykja- nesbæ frítt í sund tímabundið. Tímabilið sem að íþrótta- og tóm- stundaráð leggur leggur til er 15. maí til 1. ágúst 2021, svo fremi sem sam- komutakmarkanir hindri ekki fram- kvæmdina. Áætlaður kostnaður er 250.000 kr. og rúmast innan fjár- heimilda íþrótta- og tómstundaráðs. Um verður að ræða samstarf við Vinnumálastofnun og hefur íþrótta- og tómstundafulltrúi átt fund með forstöðumanni stofnunarinnar. At- vinnuleitendur munu geta nálgast staðfestingarblað þar og framvísað í Vatnaveröld og þurfa að greiða 1.000 kr. og fá frítt frá 15. maí til 1. ágúst nk. Íþrótta­ og tómstundaráð Reykja­ nesbæjar hefur að undanförnu fengið fjölmargar áskoranir um að lengja opnunartímann í Sundmið­ stöð Reykjanesbæjar. Á síðasta fundi ungmennaráðs Reykjanes­ bæjar vöktu þau einnig athygli á opnunartímanum. Aukinn opnunartími verður í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar frá og með 1. maí. Opnunartíminn verður frá 06:30 – 21:30 virka daga og frá 09:00 – 18:00 um helgar. Sami opn- unartími verður á veturna sem þýðir lengri opnun um eina klukkustund virka daga og hálftíma um helgar. Á síðasta fundi íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjanesbæjar var Hafsteini Ingibergssyni forstöðu- manni íþróttamannvirkja falið að kanna hver kostnaðurinn myndi vera að auka opnunartímann enn frekar, þannig að hann samræmist opnunartíma hjá sambærilegum sveitarfélögum. Hafsteini er falið að skila tillögum þess efnis til íþrótta- og tómstundaráðs sem fyrst. Lengri opnun- artími í sund í Reykjanesbæ Frítt í sund fyrir atvinnuleitendur – Framvísa staðfestingarblaði og greiða einu sinni þúsund krónur Frístunda­ og menningar­ nefnd Sveitarfélagsins Voga leggur til að ærslabelgur verði staðsettur við gafl íþrótta­ miðstöðvar. Óskað var eftir tillögum nefndarinnar að staðsetningu á ærslabelg en nokkrir staðir þóttu koma til greina. Ærslabelgurinn verði við gafl íþróttamiðstöðvar Laugafiskur ehf óskar eftir starfsfólki í almenn störf, lyftararéttindi kostur Vinnutími er 7–15 virka daga og einnig mögu- leiki á eftirvinnu þegar þess þarf. Mötuneyti er á staðnum og boðið er upp á ferðir til og frá vinnustaðar. Upplýsingar veitir Víðir í póstfangi vidir@laugafiskur.is 2 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.