Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.2021, Page 15

Víkurfréttir - 05.05.2021, Page 15
 Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030. Breyting á byggingarheimildum á öryggissvæðinu (svæði B). Utanríkisráðuneytið og Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hafa samþykkt að kynna tillögu að breyu aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting felur í sér auknar byggingar- heimildir á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar. Óskað er e…ir ábendingum vegna tillögunnar fyrir 9. júní 2021. Tillagan er kynnt á heimasíðu Isavia; isavia.is/skipulag-i-kynningu og á samráðsgá stjórnvalda (samradsga­.is), frá og með 28. apríl 2021. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Deiliskipulagssvæðið er um 760 ha að stærð og afmarkast samkvæmt auglýsingu nr. 720/2015 um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða. Helstu breytingar eru m.a. viðbótar byggingarheimildir, breytingar og stækkun á byggingarreitum og nýir byggingarreitir. Þá eru afmörkuð svæði fyrir efnisvinnslusvæði, skotvöll og birgðageymslusvæði, breytingar gerðar á byggingarreitum í því samhengi og byggingarheimild hækkuð. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á samráðsgá stjórnvalda (samradsga­.is), frá og með 28. apríl 2021. Nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar og öryggissvæða, sveinn.valdimarsson@isavia.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila má skriflegum athugasemdum í gegnum Samráðsgáina, með bréfi til Landhelgisgæslu Íslands (b.t. Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur) eða með því að senda tölvupóst á netfangið sveinn.valdimarsson@isavia.is. Frestur til að gera athugasemdir er til 9. júní 2021. AUGLÝSING UM BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI KEFLAVÍKURFLUGVALLAR OG DEILISKIPULAGI Á ÖRYGGISSVÆÐINU Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Lögreglan á Suðurnesjum er með vakt við gosstöðvarnar frá hádegi og til miðnættis. Svæðið er ekki rýmt en lögregla yfirgefur svæðið á mið- nætti og það er látið berast til göngu- manna. „Þetta er okkar verklag og það hefur gefið góða raun síðustu daga,“ segir Úlfar. – Hefur þú farið sjálfur að skoða þetta? „Já, ég hef verið þarna tvisvar. Ég var þarna í fyrstu viku gossins og svo var ég þarna á föstudaginn í þar- síðustu viku. Það er gaman að segja frá því að þetta er mjög ólíkt að vera þarna í upphafi goss og svo núna. Við erum að sjá allt annað landslag. Þetta er stórkostlegur staður.“ – Þegar horft er til baka, er þá hægt að segja að þetta hafi gengið ótrú- lega vel? „Þetta hefur gengið virkilega vel.“ – Þetta er að því er virðist hvergi nærri búið og verður risastór aug- lýsing fyrir Suðurnes. Er eitthvað farið að skoða framhaldið? „Það er vinna sem er í gangi og komin vel á veg. Við eigum eftir að sjá fljótlega landverði þarna við störf. Þessu er sinnt vel og ég bind miklar vonir við það. Þetta er klárlega náttúruperla sem ferða- menn, Íslendingar og útlendingar, munu koma til með að heimsækja á komandi árum, það er ekki nokkur spurning. Þannig að þetta eru tæki- færi fyrir svæðið.“ „Það er spennandi áskorun að koma hingað til Suðurnesja.“ Vegna fjölda ábendinga frá íbúum í Reykjanesbæ tilkynnir byggingarfulltrúi um aukið eftirlit á mannvirkjum. Á næstu mánuðum munu starfsmenn embættisins vera á ferðinni um svæðið þar sem áhersla verður lögð á að skoða hvort viðhaldi mannvirkja og húsa séu viðhlítandi, hvort framkvæmdir hafi tilskilin leyfi embættisins og m.a. hvort smáhýsi og aðrir lausafjármunir á lóðum séu rétt staðsett og hvort þau hafi tilskilin leyfi eins og við á. Með sumarkveðju, Embætti byggingarfulltrúi Reykjanesbæjar Aukið eftirlit á mannvirkjum víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár // 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.