Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.2021, Page 19

Víkurfréttir - 05.05.2021, Page 19
Elmar Þór Hauksson verkstjóri og starfsmaður í móttöku hjá Nýsprautun ehf. vill að Ljósanótt verði sú stærsta og flottasta í ár með tilheyrandi gleði í hjarta hvers bæjarbúa. – Hvað er efst í huga eftir veturinn? Allar utanlandsferðirnar og litlu krúttlegu stundirnar með fjölskyldu, maður hefur lítið farið út fyrir boxið síðastliðið ár. – Er eitthvað eftirminnilegt í per- sónulegu lífi frá vetrinum? Svo sem ekki frá síðasta vetri, en það sem lifir hvað skærast í huga mínum er afmælisferð sem ég fór með for- eldrum mínum til New York í mars- mánuði á síðasta ári, þar fögnuðum við 70 ára afmæli pabba. Sumir segja að ég hafi verið síðasti Íslending- urinn sem slapp til New York. — Hversu leiður ertu orðinn á Covid? Maður er náttúrulega orðin mjög þreyttur á því og sem betur fer hefur maður sloppið ennþá og von- andi sleppur maður alveg fram að stungunni. Þetta er ekki eitthvað sem maður ræður við og ekki hægt að pirra sig á þessu. — Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. ætlarðu til útlanda? Já það er svona aðeins farið að huga að þessu, búið að fá úthlutað orlofs- húsi og svo kíkir maður vonandi eitthvað á Þórshöfn, heimahaga pabba. Einnig er stefnan tekin á að keppa í Íslandsmótinu kvartmílu og slá persónulega met. Svo væri al- gjör draumur að komast til útlanda, stefnan er að skreppa til Þýskalands, Ítalíu og Flórída. – Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid-frír í næstu viku? Hrópa þrefalt húrra og drífa sig að panta flug. Svo væri gaman að henda í smá kveðju Covid tónleika. – Uppáhaldsmatur á sumrin? Grillmatur er voðalega góður, svo væri gaman að fjárfesta í Uni pizzaofn eða sambærilegu og prófa sig áfram á þeim bænum. Mér finnst pizzur voðalega góðar. – Ertu mikill grillari? Hvað finnst þér best á grillið? Því miður þá hef ég ekki náð tökum á grillinu, en það stendur til bóta. En það besta sem ég fæ á grillið er svínahnakki a la Mamma. Hennar töfrabragð er leyni marineringin sem slær öllu við. – Uppáhaldsdrykkur á sumrin? Það er bara þetta hefðbundna, Coca Cola eða Pepsi. Ég hef ekki ennþá náð þeim aldri að mega smakka áfengi og er ég stoltur af því. – Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu (fyrir utangosslóðir)? Reykjanesið er algjör perla í heild sem gaman er að skoða. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Ég myndi sýna völlinn þar sem mikil saga er, heilt samfélag til áratuga sem var sópað í burtu á einu augnabliki. Einnig er hægt að taka dagstúr sem byrjar í Kúagerði og endar í Krýsuvík, þar sem stígvélið væri alveg þrætt. – Hver var síðasta bók sem þú last? Lífið á vellinum eftir Dagný Mag- gýjar er sú síðasta. Ég er ekki mikill lestrarhestur því miður. – Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? Þau eru svo mörg, ekki hægt að festa puttann á eitt, en það sem ég hlustaði síðast á var Shine a light með Rolling Stones. – Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjar- félagi á þessu ári? Að ljósanótt verði sú stærsta og flottasta í ár, með tilheyrandi gleði í hjarta hvers bæjarbúa. Þetta var hlutlaust svar, ekki satt? Sindri Kristinn Ólafsson, háskólanemi, þjálfari og fótbolta- maður, er bæði orðinn þreyttur á Covid en líka þakklátur. Hann gat varið meiri tíma með kærustunni. Hann hefur engin sérstök plön fyrir sumarið önnur en að vinna og spila fótbolta. – Hvað er efst í huga eftir veturinn? Að sumarið sé framundan. – Er eitthvað eftirminnilegt í per- sónulegu lífi frá vetrinum? Þakklæti. – Hversu leiður ertu orðinn á Covid? Ég er orðinn frekar leiður á því, viðurkenni það. Það er samt margt sem ég get persónulega verið þakk- látur fyrir í Covid, eyddi meiri tíma með kærustunni minni heldur en hefði verið möguleiki. Sýnum smá Covid-þakklæti í allri neikvæðninni. Er samt orðinn þreyttur á því svo því sé haldið til haga. – Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. Ætlarðu til útlanda? Engin sérstök plön fyrir sumarið sjálft annað en að vinna og spila fótbolta. Annars er plönuð utan- landsferð í október þegar tímabilið er búið. – Hvað myndir þú gera ef heim- urinn yrði Covid-frír í næstu viku? Þá myndi ég boða í eitt gott partý og knúsa alla sem myndu mæta. – Uppáhaldsmatur á sumrin? Erfið spurning, ætla að segja pizza þar sem ég er sökker fyrir góðri pizzu. – Ertu mikill grillari? Hvað finnst þér best á grillið? Já ég er alltaf að komast meira og meira á grillvagninn. Folaldasteikin er langbest á grillinu svo það sé á hreinu. – Uppáhaldsdrykkur á sumrin? 7up free á þennan leik. – Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu (fyrir utan gosslóðir)? Keflavíkurvöll og Blue-höllina. Til vara myndi ég fara Bláa lónið lík- legast. Hver var síðasta bók sem þú last? Hvíti Dauði eftir Ragnar Jónasson – Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? Þarf að nefna nokkur lög hérna en það er Ég var að spá með Rakel og JóaPé, Ástrós með Bubba Morthens og svo Walking in Memphis með Marc Cohn. Síðan er Fleiri í takinu með Gumma Tóta sturlað gott lag. – Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjar- félagi á þessu ári? Hvar á ég að byrja? Fyrst og fremst væri ég til í að sjá bætingu á aðstöðu íþróttafélagana í Reykjanesbæ. Við erum fjórða stærsta bæjarfélag landsins og íþróttafélögin okkar eru með aðstöðu vítt og dreift um bæinn í stað þess að mynda kjarna fyrir hvert og eitt félag. Setja meira púður í íþrótta- og æskulýðsstarf. Höldum síðan áfram að fegra bæinn okkar með listaverkum og gera upp götur og hús. ELMAR ÞÓR HAUKSSON VÆRI TIL Í DAGSTÚR SEM BYRJAR Í KÚAGERÐI OG ENDAR Í KRÝSUVÍK SÍÐASTI ÍSLENDINGURINN SEM SLAPP TIL NEW YORK Myndi boða í eitt gott partý ef Covid væri búið víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár // 19

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.