Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.2021, Síða 20

Víkurfréttir - 05.05.2021, Síða 20
Gerum flott prófkjör! Í lok mánaðarins, 29. maí, verður prófkjör Sjálfstæð­ isflokksins í Suðurkjör­ dæmi vegna Alþingskosn­ inganna 25. september næstkomandi. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti á lista flokksins og bið um stuðning í það sæti. Ég hef setið á Alþingi síðan í apríl 2013 og látið helst til mín taka á vettvangi atvinnu­ og velferðarmála og setið í þeim nefndum frá fyrsta þingdegi. Það þekkja mig flestir fyrir festu í málum og dugnaði við að halda sambandi við kjósendur í mínu kjördæmi og reyndar um land allt. Það skiptir miklu fyrir okkur sem tökum þátt í prófkjörinu að það fari vel fram og verði flokknum og þátt- takendum til sóma og framdráttar í kosningunum í september. Ekkert er betra fyrir góð kosningaúrslit Sjálf- stæðisflokksins en fjölmennt og vel sótt prófkjör í aðdraganda kosninga. Það er fjölbreyttur hópur góðra frambjóðenda í prófkjörinu og engin ástæða önnur en að niðurstaðan verði góður listi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Það er merkileg upplifun að vera elstur þátttakenda en ég finn ekki að krafturinn hafi minnkað fyrir vikið. Ég legg mikið upp úr að vinna vel með öðrum frambjóðendum og vera fyrirmynd í öllu samstarfi við þau öll. Ég hef síðustu vikur farið með öðrum frambjóðendum í heimsóknir um kjördæmið og lagt mig fram um að kynna okkar frábæru frambjóðendur. Ég óska eftir stuðningi ykkar í 2. sætið og hvet fólk til þátttöku í próf- kjörinu. Við skulum kjósa af ábyrgð svo listinn endurspegli vilja kjósenda í öllu kjördæminu og dragi þá á kjör- stað í kosningunum að hausti. Með vinsemd og virðingu, Ásmundur Friðriksson alþingismaður. Matthildur Ingvarsdóttir frá Bjargi í Garði – minning Matta á Bjargi Ég hitti Möttu á Bjargi í fyrsta skipti á Flösinni þegar hún rak veitingastaðinn sem var í eigu sveitarfélagsins í Garði. Ég, nýlega ráðinn bæjarstjóri, kom til að kynna mér starfsemina. Mjúk en svo hressileg röddin sem gat líka verið hryssingsleg eins og norðanáttin sem tók á móti mér. Sagan segir að Lýðveldis- vitinn skýli lágreistri byggðinni við ysta nes Skagans fyrir kaldri norðanáttinni sem kemur askvaðandi yfir Flóann. Þar skellur hún á land þar sem fyrirstaðan er engin og þá þarf konan sem skýlir mörgum fyrir norðannepjunni að vera það bjarg sem aldrei bifast. Hún tók ekki sérstaklega hátíðlega á móti nýjum bæj- arstjóra. Sagði honum að hún hefði nóg annað að gera að sitja á rassgatinu í einhverju óþarfa spjalli þegar nóg væri að gera í vinnunni. Bæjarstjórinn gæti bara komið þegar róaðist um og viðskiptavinirnir farnir. Það er svona fólk sem allir vilja hafa í vinnunni hjá sér. Starfsfólk sem tekur starfið fram yfir spjall við bæjarstjóra sem kemur á röngum tíma og nóg að gera. Matta var líka þeirrar gerðar að horfa beint í augun á bæjarstjóranum og þeim sem hún talaði við og sagði alltaf sína meiningu. Kona með bjargfasta meiningu og trú. Það er kostur við starfsmann sem vinnur sér inn traust með slíkum hætti. Samstarf okkar Möttu varð gott og þróaðist í vináttu og virðingu í garð hvors annars. Tíminn var ekki nýttur í meiningar- laus samtöl en við áttum góðar stundir þegar við hittumst. Í veikindum hennar fylgdist ég vel með en Covid-fjandinn kom í veg fyrir heimsóknir til hennar. Við heyrðumst reglulega í síma og í þeim samtölum upplifði ég þessa sterku konu sem var óbifanlegt bjarg í veikindum sínum sem öðru. Þar upplifði ég þennan sterka grunn og arf- leið sem hún reisti líf sitt á. Matta sagði mér í hispursleysi frá veikindum sínum. Gerði ekki mikið úr stöðunni en ég vissi betur. Matta endaði alltaf stutta yfirferð af veikindum sínum með því að segja á sinn einlæga hátt: „Það eru nú margir Ási minn sem hafa það verr en ég.“ Þannig stóð hún sjálf af sér norðanáttina í sínu lífi, það voru nefnilega alltaf einhverjir sem höfðu það verr en hún. Líknandi meðferðin gaf henni gleðistund daginn fyrir andlátið. Helga Tryggvadóttir, nágranni hennar frá Laufási, sat hjá henni. Það var kærleiksstund fyrir vinkon- urnar frá Laufási og Bjargi að hittast eftir allt Covid- farganið. Þær sátu í sólhúsinu og vissu báðar að þetta gat verið síðasti sólardagurinn þeirra á æskuslóðum. Maggi bakaði vöfflur og kom með rjóma og sultu. Þær sátu saman og spjölluðu en Guð hlustaði. Þær eru báðar í hans liði og að handan biðu margir sem þær söknuðu. Matta dó innan sólarhrings og tók með sér kveðjuna til Eyjólfs og hún mun kasta kveðjum á fleiri gamla vini í Garðinum við sjónarrönd. Bjargið sem skýldi svo mörgum fyrir napri norðanáttinni hafði gengið frá öllu á lokadegi. Talað við prestinn, valið sálmana í útförina og gert sjóklárt fyrir síðustu siglinguna gegn norðanáttinni þegar Matta sigldi út Flóann á ný mið. Votta Magnúsi og fjölskyldunni hjartans samúð. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður. Matthildur Ingvarsdóttir – minning Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Látin er kær vinkona Matta á Bjargi. Matta hefur verið mér afar kær allt mitt líf í leik og ráðleggingum. Við skautuðum á síkinu, renndum okkur á skíða- sleðum, sippuðum um allan Garð svo fínu hvítu sportsokkarnir urðu allir í slettum. Við gerðum líka smá prakkarastrik stundum en gleymdum þeim mjög fljótt, fórum þann sama dag að sníkja servettur og vorum þá teknar og skammaðar. En Matta var fljót að svara fyrir okkur. Hún var ráðgjafi minn er ég eignaðist frumburðinn, hafði hún eignast sinn fjórum árum áður. Gat ég endalaust hlustað á hennar góðu ráð og frá- sagnir. Minning þín sem stjarna skær skín í huga mér svo kær. Ég sendi út í húmið hljótt hundrað kossa-góða nótt. (Íris Dungal) Blessuð sé minning þín elsku vinkona. Guðveig Sigurðardóttir (Veiga í Brautarholti) Úr myrkrinu í ljósið 2021 Búðu til þinn eigin viðburð 8. maí næstkomandi í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðunar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða. Þinn viðburður er til styrktar Píeta samtökunum, sem bjóða ókeypis úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshug- leiðingum, við sjálfsskaða og veita aðstoð fyrir aðstandendur og þá sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Við hvetjum alla til að búa til sinn eigin viðburð en undanfarin ár höfum við gengið fimm kílómetra víða um land við sólarupprás, sem er um miðja nótt. Í ár verður ekki hefðbundin ganga vegna samkomu- takmarkana og því biðjum við fólk að taka þátt með öðruvísi hætti. Hvað er hægt að gera 8. maí? Við hvetjum alla til að fara út að ganga, hlaupa eða hjóla, fara á rúntinn og skoða sólarupprásina, kíkja á gosið og jafnvel ganga á fjöll. Sérstaklega hvetjum við unga fólkið okkar í framhaldsskólum og háskólum að taka þátt en einnig fyr- irtæki, starfsmannafélög og hlaupa- hópa. Við hvetjum alla landsmenn til að stíga fram 8. maí, fara í gula bolinn, búa til sinn eigin viðburð og fara inn á tix.is og styrkja Píeta samtökin. Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðu samtakanna www.pieta.is en skráning fer fram á www.tix.is. Upplýsingar veitir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri, benni@pieta.is Píeta samtökin eru sjálfsvígsfor- varnasamtök sem reka gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu, sem glímir við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra. Píeta á Baldursgötu 7 var opnað i byrjun 2018 til mæta þeirri miklu þörf í samfélaginu fyrir úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfs- skaða. Fólk getur alltaf leitað til Píeta og þjónustan er öllum opin, ókeypis. Hægt er að hringja í síma 552-2218 allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þeir sem vilja styrkja Píeta Ísland geta lagt inn á reikning: 301­26­ 041041 ­ kennitala: 410416­0690 – framkvæmdastjóri Píeta samtak­ anna er Kristín Ólafsdóttir. Jafningjastuðningur karla sem greinst hafa með krabbamein Þann 8. maí ætlar Krabbameinsfélag Suðurnesja að bjóða upp á karla­ hitting fyrir karlmenn á öllum aldri sem hafa greinst með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvar þú ert staddur í ferlinu né hvenær þú greindist með krabbamein, þú ert velkominn. Þetta verkefni er partur af stuðn- ingsneti þar sem krabbameins- greindir einstaklingar geta spjallað saman og deilt reynslu sinni að greinast með krabbamein. Mark- miðið með jafningjastuðning er að það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur skilning og gengið í gegnum svipaða reynslu. Rannsóknir sýna að þeim sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Þeir eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnir í því að takast á við viðfangsefnið. Fyrsti hittingur verður þann 8. maí kl. 11.00 á þjónustuskrifstofu Krabbameinsfélags Suðurnesja, sem er staðsett í húsi Rauða krossins á Smiðjuvöllum 8. Umsjón með hópnum er Árni Björn Ólafsson en hann greindist með ristilskrabbamein 10. september 2020 „Krabbi hefur tvær klær, ef þú hunsar aðra þeirra þá verður þú klipinn í rassinn“ „Skömmu eftir að ég greindist, þá leitaði ég til konu minnar eftir huggun og öxl til að gráta. Þetta var sjálfsögð viðbrögð af okkar hálfu, þegar annað okkur á bágt þá kemur hinn helmingurinn að hjúkra. Í fyrra lenti ég í nokkrum hremm- ingum, uppsögn, móðurmissi og greindist með krabbamein. Þegar ég missti atvinnuna mína leitaði ég til konunnar minnar og hún hjálpaði mér í gegnum það. Þegar ég missti mömmu, þá leituðu við til hvors annars og saman fórum við í gegnum það. Þegar ég greindist með krabba- mein, þá gekk gamla formúlan ekki upp og hversu mikið sem tárin féllu þá fengu við enga huggun. Svo að formúlan virki þá þarf annar aðilinn að vera í andlegu jafnvægi en ef báðir aðilar eru á botninum, þá er ansi erfitt að komast á yfirborðið. Ég veit að konan mín vill vera sterki aðilinn því ég var sá sem veiktist en ég vil ekki leggja á hana meira en ég þarf því ég veit að hún er sjálf að glíma við andlegu hliðina sem aðstandandi krabbameins- sjúklings. Ég þarf að hugsa um að ef illa fer hjá mér, ef ég fyllist reiði eða dett í þunglyndi þá vil ég ekki að hún taki við því. Við huggum hvort annað með því að leita aðstoðar út á við, með því að vinna í okkur sjálfum og fá aðstoð frá öðrum. Ég greindist en við fengum bæði sama krabbameinið sem við þurfum að tækla á sitt hvorum hætti: * Ég fékk fréttir að það eru líkur á að ég lifi þetta ekki af og að lík- aminn minn verður kannski aldrei eins þó ég sigri líkurnar, framtíðar- plön og starfsframi eru sett ofan í skúffu. * Konan mín fékk fréttir að það eru líkur að hún sé að fara að missa manninn sinn, að standa ein eftir 22 ára samband, ábyrgð, óvissan og óöryggi. Ég get ekki rætt við hana um suma hluti, t.d. hversu ánægður ég er með allt sem ég hef upplifað, gamlar minningar og takmörkuð framtíð- arsýn. Það minnir hana á að missa manninn sinn og þegar hún talar um líkurnar, endur meinvarp og fallna félaga, það minnir mig á dauðann. Mér finnst þetta vera mjög mikil- vægur tjáningamáti þar sem báðir aðilar geta tjáð sig á þennan hátt og sagt þetta upphátt á uppbyggilegum vettvangi. Þetta er allavega mín sýn á stuðningsneti krabbameins- greindra og aðstandenda, að hver og einn hafi einhvern sem hlustar, skilur Og hefur gengið í gegnum það sama. Allir velkomnir og heitt á könnunni. Grímur og sóttvarnir á staðnum. Sigríður Erlingsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsfélags Suðurnesja. Árni Björn Ólafsson, sjálfboðaliði og umsjónarmaður hópsins. 20 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.