Víkurfréttir - 05.05.2021, Side 22
er þemað í nýjum varabúningi
Grindvíkinga sem var kynntur til
sögunnar í vikunni
Það er óhætt að segja að Grind-
víkingum hafi tekist einstaklega
vel til með hönnun nýju búninganna
en þeir tengjast því sjónarspili sem
náttúruöflin hafa leikið í nánasta
umhverfi Grindvíkinga að undan-
förnu.
Grindvíkingar kynna búninginn
í samvinnu við Jóa Útherja nú rétt
fyrir fyrstu leiki liðanna í Lengju-
deildinni. Meistaraflokkur kvenna
hefur leik á fimmtudag á útivelli
gegn Aftureldingu en meistara-
flokkur karla mæta Eyjamönnum á
Grindavíkurvelli á föstudaginn.
Grindavík hefur til fjölda ára
leikið í bláum varabúningum en í
tilefni af eldsumbrotunum sem hafa
átt sér stað í nálægð við Grindavík
var ákveðið að tengja nýjan búning
við náttúruöflin sem eru þar allt um
kring.
Í tilkynningu sem knattspyrnudeild sendi
frá sér við tilefnið segir m.a.:
„Þeman í búningnum er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan
kvikugang beggja vegna. Bleiki liturinn vísar til rauðglóandi skýjaþoku
sem hvílir yfir bænum að næturlagi. Búningurinn rammar vel inn þann
nýja veruleika sem blasir daglega við okkur Grindvíkingum en veitir okkur
Kraft, Eldmóð og Hugrekki.
Við vonum að nýr búningur falli vel í kramið hjá stuðningsmönnum,
bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um land allt. Hér er aðeins
stigið út fyrir þægindarammann og vonum við að nýr varabúningur færi
okkar liðum gæfu á vellinum í sumar!“
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Þeir eru sannarlega stórglæsilegir
nýju varabúningarnir hjá Grindavík.
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
Fjölmargir nýta
sér Bikarpallinn
Knattspyrnudeild Keflavíkur réðist í það verkefni nú
í vetur að byggja veglegan pall við vesturenda stúku
Nettóvallarins. Pallurinn var formlega vígður á dög
unum þegar KSÍ loks afhenti Keflvíkingum, Lengju
deildarmeisturum karla í knattspyrnu 2020, verð
launagripina fyrir sigurinn í deildinni. Við það tilefni
sagði Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnu
deildarinna, að héðan í frá yrði pallurinn nefndur
Bikarpallurinn.
Stjórn knattspyrnudeildarinnar tók að sér að byggja
pallinn í sjálfboðavinnu og naut við það stuðnings frá
Húsamiðjunni, EJS verktökum og Grjótgörðum. Sigurður
Garðarsson segir að stjórnin hafi litið á pallasmíðina sem
gott samfélagsverkefni en það eru ekki einungis knatt-
spyrnuáhorfendur sem njóta góðs af þessu framtaki.
„Við urðum fljótt varir við það að pallurinn var ekki
aðeins fyrir fótboltaáhorfendur, heldur einnig trimm-
arana sem nota göngubrautina í kringum völlinn,“ segir
Sigurður og tiltekur jafnframt að pallurinn hafi alfarið
risið með framlagi knattspyrnudeildar Keflavíkur. Hann
sagðist einnig vera búinn að senda erindi til Reykjanes-
bæjar til að reyna að fá bæinn í lið með sér með hellulögn
og frágang í kringum pallinn.
Hlaupabrautin í kringum knattspyrnuvöll Keflvíkinga
er mikið notuð af göngu- og hlaupafólki allt árið um kring
og því er nokkuð ljóst að fjölmargir njóta góðs af þessu
framtaki knattspyrnudeildarinnar og njóta betri aðstöðu
til að stunda sína útivist.
Keflavíkingar eru með karla og kvennalið í Pepsi
Maxdeildunum. Í karlaflokki tapaði Keflavík fyrir
Víkingi í fyrstu umferðinni en fyrsti heimaleikurinn
er á sunnudag gegn Stjörnunni. Kvennaliðið leikur
sinn fyrsta leik miðvikudaginn 5. maí. Nánar um þessa
leiki á vf.is og leiki Suðurnesjaliðanna í öðrum deildum
næstu daga.
Keflvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Domio’s-deild karla í körfubolta þegar
þeir unnu KR 95:87 í Blue-höllinni á föstudaginn.
Nú er komið á lokametra deildarkeppninnar og úrslitakeppnin framundan en hjá körlunum hefst hún þann
15. maí næstkomandi. Grindvíkingar eru um miðja deild með tuttugu stig og búnir að tryggja sig áfram í úrslita-
keppnina. Njarðvíkingar mega ekki við því að misstíga sig í síðustu leikjunum en þeir eru óþægilega nærri fallsæti.
KEFLVÍKINGAR DEILDARMEISTARAR
TIL 7.JÚNÍ
Heimavist MA og VMA
8 MÍ
NÚT
UR
3 MÍNÚTUR
7 MÍ
NÚT
UR
3 MÍNÚTUR
15
M
ÍN
ÚT
UR
2
M
ÍN
ÚT
UR
8
M
ÍN
ÚT
UR
MENNINGARHÚS
SU
ND
RÆ
KT
IN
ÍÞ
RÓ
TT
AH
ÚS
M
IÐBÆ
RINN
VERSLANIR
BÍÓHÚS
LYSTIGARÐURINN
KAFFIHÚS
HL
ÍÐ
AR
FJ
AL
L
VE
IT
IN
GA
RS
TA
ÐU
R
MA
HE
IM
AV
IST
MA
OG VMA Á AKUREYRI
VMA
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNIR
HEIMAVIST.IS
FRAMHALDSSKÓLANEMENDUR
ALLS STAÐAR AÐ AF LANDINU
Pallurinn er notaður af fjölmörgum sem
leggja stund á heilsueflingu í bænum.
Keflvíkingar fengu tækifæri til að lyfta
sigurverðlaunum síðasta árs skömmu
áður en Íslandsmótið hófst í ár.
Miðvikudagur 5. Maí 2021 // 18. tbl. // 42. árg.sport