Skessuhorn - 10.02.2021, Page 1
Ert Þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 6. tbl. 24. árg. 10. febrúar 2021 - kr. 950 í lausasölu
MATSTOFA
GAMLA
KAUPFÉLAGSINS
HÆGT AÐ BORÐA HJÁ
OKKUR OG TAKA MEÐ
Opið alla virka
daga frá 11:30 - 14:00
Sími: 431 4343
Kirkjubraut 11
www.vogv.is
KÍKTU VIÐ
Í HJARTA BÆJARINS
Máltíð
1.795 kr.
Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes:
Akranes:
Tilboð gildir út febrúar 2021
Eins og lesendur geta gert sér í hugarlund er mynd þessi gömul. Hana tók Árni Böðvarsson ljósmyndari sumarið 1940 þegar bresk hersveit hafði hertekið Akranes. Í blaðinu
í dag er koma og vera Bretanna rifjuð upp og stuðst við frásögn og skrif tveggja heimildamanna; Sveins Sæmundssonar og Hafsteins Sigurbjörnssonar. Fyrir tvo unga
menn, annan sautján og hinn níu ára, var þetta að vonum mikið ævintýri eins og gefur að skilja. Þeir urðu vitni að heimsviðburði, eins og það var orðað. Sjá bls. 16-18.
Öll tíu sveitarfélögin á Vesturlandi
hvetja í yfirlýsingu, sem þau senda í
sameiningu frá sér í gær, til þess að
þegar verði hafist handa við und-
irbúning að framkvæmdum við
Sundabraut. „Sveitarfélögin á Vest-
urlandi fagna nýrri skýrslu um lagn-
ingu Sundabrautar þar sem skýrðir
eru helstu valkostir um legu henn-
ar og þverun Kleppsvíkur. Skýrsl-
an er vel unnin og greinargóð og
ljóst að hún er góður grunnur fyrir
ákvörðunartöku um að hefja und-
irbúning að lagningu Sundabraut-
ar nú þegar.“
Þá segir í yfirlýsingu sveitarfélag-
anna að samkvæmt niðurstöðum
skýrslunnar sé hábrú yfir Klepps-
vík talin mjög vænlegur valkostur,
bæði hvað varðar kostnað og einn-
ig myndi hún nýtast betur fyrir al-
menningssamgöngur, hjólandi og
gangandi umferð. „Það er von
okkar að þessi lausn höggvi á þann
hnút sem verið hefur varðandi val
á samgöngumannvirki til þverun-
ar Kleppsvíkur. Hins vegar er afar
mikilvægt að fara á sama tíma í allt
verkefnið, þannig að framkvæmd-
ir við þverun Kollafjarðar og vega-
lagningu á Álfsnesi, Gufunesi og
Geldinganesi verði ekki látnar bíða
efir því að þverun Kleppsvíkur
verði lokið. Jafnvel mætti hugsa sér
til að flýta framkvæmdum eins og
kostur er að hefja lagningu Sunda-
brautar að norðanverðu.
Engin vafi er um mikilvægi
Sundabrautar og ljóst er að hún
verður ekki aðeins mikilvæg sam-
göngubót fyrir íbúa höfuðborgar-
innar, hún verður ekki síður stór
samgöngubót fyrir Vestlendinga,
Vestfirðinga, Norðlendinga og
jafnvel Austfirðinga. Sundabraut
styttir vegalendir, eykur umferðar-
öryggi, bætir almenningssamgöng-
ur og tryggir greiðari umferð. Það
felur síðan í sér sterkari og heild-
stæðari vinnumarkað á suðvest-
urhorni landsins sem og að bæta
aðgengi Vesturlands og annarra
landshluta að Reykjavík og styrkja
þar með hlutverk hennar sem mið-
stöð viðskipta og stjórnsýslu. Sveit-
arfélögin á Vesturlandi hvetja því
samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytið og Reykjavíkurborg að hefja
nú þegar undirbúningsvinnu við
lagningu Sundabrautar þannig að
verkefninu verði lokið eigi síðar en
árið 2030.“
Sjá nánar frétt um skýrslu
starfshóps Vegagerðarinnar á
bls. 2.
mm
Hér má sjá frumhönnun um hvernig Sundabraut frá Reykjavík gæti litið út frá
Gufunesi og yfir Kollafjörð. Teikning: Skýrsla starfshóps Vegagerðarinnar um legu
Sundabrautar.
Sveitarfélög á Vesturlandi vilja flýta
undirbúningsvinnu við Sundabraut
Arion appið
Lífeyrismálin eru
komin í Arion appið
Nú getur þú fylgst með stöðu lífeyrissparnaðarins
í appinu, skoðað stöðu og greitt inn á lán og sótt
um viðbótarlífeyrissparnað.