Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 10.02.2021, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 20216 Gefa út hrein- dýrakvóta LANDIÐ: Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta fyr- ir 2021 að fengnum tillög- um frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1.220 dýr á árinu, 701 kú og 519 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til 15. septem- ber, en þó getur Umhverf- isstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september. Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar. -mm Synjun á inn- flutningi á not- uðum traktor LANDIÐ: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hef- ur staðfest ákvörðun Mat- vælastofnunar um að synja um innflutning á notaðri dráttarvél frá Danmörku. „Óheimilt er að flytja til landsins notuð landbúnað- artæki. Matvælastofnun get- ur þó heimilað innflutning ef sannað þykir að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum,“ segir í til- kynningu frá MAST. Inn- flytjandinn hélt því fram að dráttarvélin hefði aldrei ver- ið notuð í landbúnaði heldur einungis við slátt á fótbolta- velli erlendis. Matvælastofn- un taldi það ekki sannað auk þess sem vélin væri það ryðguð og illa farin að sótt- hreinsun væri óframkvæm- anleg. Þar við situr. -mm Sýnilega undir áhrifum BORGARF.: Á sunnudag stöðvaði lögregla á eftirlits- ferð för ökumanns í borg- arnesi. Við athugun reynd- ist ökumaður sýnilega und- ir áhrifum. Reyndist munn- vatnssýni jákvætt fyrir ávana- og fíkniefnum og var hann handtekinn og fór málið í hefðbundið ferli. -frg Ökumenn í símanum myndaðir VESTURLAND: Öku- menn sem nota farsíma eða snjalltæki við akstur nást oft á mynd með ökumönnum sem myndaðir eru af hraða- myndavélum. Þannig fá öku- menn sem aka á löglegum hraða en nota slík tæki oft 40 þúsund króna sekt auk punkts í ökuferilsskrá. -frg Kortleggja víðerni LANDIÐ: Alþingi samþykkti í vikunni sem leið frum- varp Guðmundar Inga Guð- brandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um breyt- ingu á náttúruverndarlög- um. Lögin heimila ráðherra að setja reglugerð um kort- lagningu óbyggðra víðerna, en slík kortlagning á að vera til upplýsinga fyrir stjórnvöld við stefnumótun um verndun landslags og aðra landnotkun. „Drög að greiningu víðerna á hálendinu liggja þegar fyrir og rétt þykir að kortleggja með sama hætti óbyggð víðerni annars staðar á landinu. Með því verður til heildstætt yfirlit yfir óbyggð víðerni á Íslandi, sem mun auðvelda alla vinnu við skipulagslegar ákvarð- anir sveitarstjórna, svo sem gerð og breytingu á skipulag- sáætlunum sveitarfélaga, gerð vegaskrár og ákvarðanir um landnotkun. Lögunum er enn fremur ætlað að stytta kynn- ingartíma áforma um frið- lýsingu og umsagnartíma um drög að friðlýsingarskilmál- um til þess að gera friðlýsing- arferlið skilvirkara,“ segir í til- kynningu frá ráðuneyti um- hverfismála. Þá er í lögunum kveðið á um að undanþágu- heimild frá ákvæðum friðlýs- inga verði færð frá ráðherra til Umhverfisstofnunar sem og heimild til að veita undanþágu við banni við akstri utan vega. -mm Ríkiseignir hafa auglýst eftir iðn- meisturum til þess að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar A og b deilda í C-álmu sjúkrahúss- ins á Akranesi. Í auglýsingu segir að verkið felist í því að endurnýja í heild tvær legudeildir sjúkra- hússins. Önnur er 565 fermetrar á 2. hæð hússins og hin er 575 fer- metrar á 3. hæð. Gert er ráð fyr- ir að starfsemi í þessum rýmum verði í algjöru lágmarki á með- an framkvæmdum stendur, deild- ir lokaðar að mestu leyti. Gæta skuli að því að önnur starfsemi í húsinu verði í fullum gangi og skuli taka fullt tillit til þess. Áætl- að er að lok framkvæmdatíma verði 1. mars 2022 og eru kröf- ur til bjóðenda meðal annars að bjóðandi skuli hafa unnið a.m.k. eitt verk svipaðs eðlis og eitt verk stærra að umfangi en 150 millj- ónir króna á síðastliðnum fimm árum. Tilboð í verkið verða opn- uð hjá Ríkiseignum fimmtudag- inn 18. febrúar. Að sögn Halldórs b Hallgríms- sonar, deildarstjóra húsnæðis og tækja hjá Heilbrigðisstofnun Vest- urlands, er löngu orðið tímabært að fara í umbætur á þessum deildum. Lokið er við allan frágang á hús- næðinu utanhúss en A deildin er óbreytt að mestu síðan 1977 og b deildin síðan 1968. Í gegnum tíð- ina hefur ýmislegt verið endurbætt í deildunum og hefur byggingin verið endurnýjuð að utan með nýrri álklæðningu og gluggum auk þess sem skipt var um loftræstisam- stæðu og ofnalagnir. En nú er kom- inn tími til þess að fara í allsherjar endurnýjun. Segja má að allt verði hreinsað út, innréttingar, gólfefni, milliveggir og fleira. framkvæmdirnar eru því mjög umfangsmiklar og óhjákvæmilegt að þær hafi einhver áhrif á starfsemi sjúkrahússins næsta árið. Hins veg- ar sé rými í elstu byggingu sjúkra- hússins þar sem áður var E deild sem getur tekið við hluta starfsem- innar. Það rými hefur þar til nýlega verið nýtt til þess að mæta fráflæð- isvanda Landspítalans. Ýmsar framkvæmdir eru yfir- standandi eða væntanlegar hjá HVE, bæði á Akranesi og öðrum starfsstöðvum en starfstöðvarnar eru eins og kunnugt er átta talsins. Í Ólafsvík er verið að skipta um og lengja þak heilsugæslustöðvarinnar auk þess sem skipt er um glugga og þakrennur, þakkanti breytt og hús- ið málað. fyrirtækið K-16 vinnur að framkvæmdunum en það fyr- irtæki vinnur einnig að verki við þak heilsugæslunnar og skurðstofu HVE á Akranesi. Í Stykkishólmi standa fyrir dyrum talsverðar fram- kvæmdir en þar verður þvottahús á jarðhæð fært niður í kjallara og skapast þá aukið rými fyrir sjúkra- þjálfun á jarðhæðinni. frg Halldór B. Hallgrímsson, deildastjóra húsnæðis og tækja hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Endurnýjun A og B deilda á Sjúkrahúsinu á Akranesi í útboð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.