Skessuhorn - 10.02.2021, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 20218
Neyðar-
blys reyndist
stjörnuhrap
HVALFJ: Á sunnudagskvöld
barst Neyðarlínu tilkynning
frá Grundartanga við Hval-
fjörð um að grænt neyðar-
blys hefði sést bera við Esj-
una. Lögreglumenn ræddu
við tilkynnanda og bentu
á að neyðarblys væru ekki
græn. Í sömu mund barst
lögreglu tilkynning frá lög-
reglunni á Keflavíkurflug-
velli um að stjörnuhrap hefði
sést frá flugvellinum bera við
mynni Hvalfjarðar. -frg
Kappakstur
AKRANES: Seint á sunnu-
dagskvöld barst Neyðarlínu
tilkynning um kappakstur
á Ægisbraut á Akranesi. Að
sögn tilkynnanda var um að
ræða ökumenn tveggja bíla
sem voru að spyrna og höfðu
þeir farið nokkrar ferðir. Til-
kynnandi gat gefið greinar-
góðar lýsingar á bifreiðun-
um og taldi hann að hraði
bílanna hefði verið um 150
kílómetrar á klukkustund.
-frg
Aflatölur fyrir
Vesturland
30. janúar - 5. febrúar
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 2 bátur.
Heildarlöndun: 35.679 kg.
Mestur afli: Eskey Óf-80:
31.072 kg. í einni löndun.
Arnarstapi: 3 bátar.
Heildarlöndun: 177.060 kg.
Mestur afli: Kristinn
HU-812: 47.511 kg. í tveim-
ur löndunum.
Grundarfjörður: 8 bátar.
Heildarlöndun: 595.365 kg.
Mestur afli: Harðbakur
EA-3: 119.992 kg. í tveimur
löndunum.
Ólafsvík: 11 bátar.
Heildarlöndun: 371.410 kg.
Mestur afli: Hafdís SK-4:
48.687 kg. í þremur lönd-
unum.
Rif: 17 bátar.
Heildarlöndun: 843.560 kg.
Mestur afli: Örvar SH-777:
149.540 kg. í tveimur lönd-
unum.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 12.868 kg.
Mestur afli: fjóla SH-7:
3.905 kg. í fimm löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Tjaldur SH-270 RIF:
93.509 kg. 1. feb.
2. Örvar SH-777 RIF:
84.166 kg. 4. feb.
3. Áskell ÞH-48 GRU:
82.484 kg. 31. jan.
4. Sigurborg SH-12 GRU:
76.872 kg. 1.feb.
5. Vörður ÞH-44 GRU:
76.581 kg. 31. jan.
-frg
Gelkerti fannst
eftir sinubruna
AKRANES: Sinubruni varð
við rætur Akrafjalls á föstu-
dag í liðinni viku. Slökkvi-
liðsmenn voru í nokkra
klukkutíma að ráða niður-
lögum eldsins. Ekkert tjón
varð á öðru en sinu vegna
brunans. Við skoðun á vett-
vangi fundu slökkviliðsmenn
svokallað gelkerti en það er
ekki í fyrsta skipti sem slíkt
finnst á vettvangi bruna í
umdæminu. Síðar kom í
ljós að starfsmaður á Garða-
velli hafði séð bjarma um
kl. 07:45 um morguninn og
nokkru síðar aðila á reiðhjóli
bruna fram hjá. Ekki er vitað
hver sá aðili var en nokkuð
öruggt þykir að sinubruninn
hafi verið af mannavöldum.
-frg/ Ljósm. ki.
Mikið um
hraðakstur
VESTURLAND: Að sögn
lögreglu á Vesturlandi var
mikið um hraðakstur í lands-
hlutanum í liðinni viku. Sá
sem hraðast ók mældist á
132 kílómetra hraða þar sem
leyfilegur hraði er 90 km.
Eru viðurlög við slíku broti
120 þúsund króna sekt og
tveir punktar í ökuferilsskrá.
Er líklegt að bjarni bene-
diktsson, fjármálaráðherra
kætist yfir þessum framlög-
um þeirra sem aka of hratt
í ríkissjóð en að öllum lík-
indum minna yfir brotunum
sjálfum. -frg
Undir mörkum
en bannað að
keyra
SNÆFELLSNES: Aðfarar-
nótt sunnudags stöðvuðu
lögreglumenn ökumann á
sunnanverðu Snæfellsnesi.
Ökumaður var látinn blása
í áfengismæli og reyndist
hann undir mörkum. Þar
sem hann hafði neytt áfeng-
is var ökumanni bannað-
ur frekari akstur en þar sem
hann var ekki með ökuskír-
teini hlaut hann 10 þúsund
króna sekt. -frg
Ekið greitt í
gegnum Borg-
arnes
BORGARNES: Mikið hef-
ur verið um hraðakstur í
borgarnesi undanfarna daga.
Þar sem þjóðvegurinn ligg-
ur í gegnum bæinn virð-
ast ökumenn ekki gæta sín
nægilega. Þarna er mikið um
gangandi vegfarendur og að
sögn lögreglu hefur verið
lögð áhersla á hraðamæling-
ar á umræddum kafla. -frg
fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur
sett upp hleðslustöð við húsnæði
skólans. Hleðslustöðin, sem er frá
Ísorku, er staðsett á bílaplani austan
megin við skólann og er opin öllum.
fjölbrautaskólinn sótti um styrk til
Orkusjóðs fyrir stöðinni. fjöldi
rafmagnsbíla á eftir að aukast en
styrkurinn sem fékkst var í gegnum
verkefnið Orkuskipti 2020 sem er
átaksverkefni stjórnvalda. Þónokkr-
ir starfsmenn fSN aka um á raf-
bílum og geta nýtt hleðslustöðina
á meðan þeir stunda vinnu. Þetta
er fyrsta hleðslustöðin í Grundar-
firði og sú fyrsta á Snæfellsnesi sem
er frá Ísorku samkvæmt korti á vef
fyrirtækisins.
tfk
Húsnæði Öldunnar, vinnu- og hæf-
ingarstaðar í brákarey í borgar-
nesi, var lokað síðastliðinn föstu-
dag. borgarbyggð tók þá ákvörð-
un í ljósi athugasemda eldvarna-
eftirlits. Aldan hefur verið til húsa í
fyrrum matsal sláturhússins. Gerð-
ar voru athugasemdir við bruna-
varnir í húsinu m.a. sökum þess
að vatn hefur komist í rafmagns-
töflu og skortur er á flóttaleiðum
ef eldsvoði kemur upp. Samkvæmt
tilkynningu frá borgarbyggð verð-
ur starfsemin nú flutt tímabundið á
6. hæð fjölbýlishússins við borgar-
braut 65. Þá verður dósamóttöku
Öldunnar lokað tímabundið þar til
annað verður ákveðið.
Í kjölfar úttektarinnar á Öldunni
ákvað eldvarnaeftirlitið að ráðast í
úttekt á öllu húsnæði sveitarfélags-
ins í brákarey, en þar er ýmis starf-
semi til húsa, bæði í fyrrum fjárrétt
og sláturhússbyggingunni. Niður-
staðna úr þeirri úttekt er að vænta
fljótlega, samkvæmt tilkynningu
borgarbyggðar, en hugsanlega þarf
að gera breytingar og munu starfs-
menn sveitarfélagsins verða í sam-
skiptum við þá leigjendur sem þar
eru þegar niðurstöður liggja fyrir.
„Ákvörðun um framtíðarhúsnæði
Öldunnar mun liggja fyrir þegar
nánari greiningarvinna hefur átt
sér stað,“ segir í tilkynningu borg-
arbyggðar síðastliðinn föstudag.
mm
Auður Inga Þorsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri UMfÍ, afhenti síð-
astliðinn mánudag nemendum við
Grundaskóla á Akranesi ávísun upp
á 50.000 krónur sem skólinn hlaut
í brenniboltaáskorun Hreyfiviku
UMfÍ og Kristals í byrjun sumars
í fyrra. Vegna Covid-faraldursins
og ýmissa takmarkana var ávísunin
ekki afhent fyrr en nú, en betra er
seint en aldrei.
Verðlaununum í Hreyfiviku
UMfÍ fylgir sú krafa að hana á að
gefa félagi að eigin vali. Sigurður
Arnar Sigurðsson skólastjóri segir
stefnt að því að gefa ÍA ávísunina
og styðja þannig íþróttafélagið til
að finna leiðir til að bjóða upp á
íþróttir án aðgreiningar svo allir
geti verið með í íþróttum.
mm/ Ljósm. umfí.
Starfsmenn Fjölbrautaskóla Snæfellinga voru fyrstu notendur stöðarinnar. f.v.
Guðrún Jóna Jósepsdóttir, Ólafur Tryggvason, Lilja Magnúsdóttir og Hrafnhildur
Hallvarðsdóttir skólameistari.
Fyrsta hleðslustöðin sett
upp í Grundarfirði
Húsnæði Öldunnar í Brákarey
hefur verið lokað
Nemendum við Grundaskóla
afhent verðlaun