Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2021, Qupperneq 12

Skessuhorn - 10.02.2021, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 202112 Þróunarfélagið breið var stofnað á Akranesi síðastliðið sumar þeg- ar fulltrúar 17 fyrirtækja og stofn- ana skrifuðu undir samkomulag um stofnun félagsins. Síðan hefur fé- lagið opnað nýsköpunar- og rann- sóknasetur í gamla Hb húsinu þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta deilt vinnuaðstöðu. Mikil upp- bygging hefur nú þegar átt sér stað í húsinu en margt er enn á teikni- borðinu. blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn í breið nýsköpun- arsetur og ræddi við Gísla Gíslason, stjórnarformann Þróunarfélagsins breiðar, og Valdísi fjölnisdóttur framkvæmdastjóra, um starfsemina í húsinu og næstu verkefni. Störf án staðsetningar Valdís og Gísli segja starfsemina í nýsköpunarsetrinu hafa farið mjög vel af stað þrátt fyrir ástandið í samfélaginu. „Það var kannski ekki besta hugmyndin að opna sam- vinnurými í miðjum samkomutak- mörkunum vegna heimsfaraldurs,“ segir Valdís. Þau segja þó margt já- kvætt hafa komið út úr heimsfar- aldrinum fyrir starfsemi nýsköpun- arsetursins. Meðal annars hafa störf án staðsetningar orðið að veruleika hjá mörgum fyrirtækjum og fram- boð af styrkjum til nýsköpunar hef- ur aukist. „Það er líka aukin meðvit- und um nýsköpun almennt og fólk sem hefur kannski haft hugmyndir í kollinum lengi hefur loksins núna haft tíma til að koma þeim í fram- kvæmd,“ segir Valdís. „Þessi tími hefur líka sýnt okkur að það er ekk- ert mál að vera í fjarvinnu og það er núna orðinn raunverulegur mögu- leiki hjá mörgum fyrirtækjum. fólk vill kannski vinna nær heimili sínu en ekki endilega inni á heimilinu og þá er hægt að vera með aðstöðu hjá okkur. Þannig losnar fólk sem vinn- ur til dæmis í Reykjavík við þann tíma og kostnað sem felst í akstri en getur samt mætt til vinnu og unnið með öðru fólki,“ segir Valdís. „Þessi aðstaða sem við erum með er kjör- in fyrir störf án staðsetningar. Ég er líka viss um þetta nýsköpunarset- ur styrki Akranes sem áhugaverðan stað að búa á,“ bætir Gísli við. Fjölbreytt starfsemi í húsinu Í dag eru á bilinu 30 til 35 manns sem starfa í nýsköpunarsetrinu, ýmist í sér skrifstofurými eða sam- vinnurými þar sem hægt er að leigja skrifborð. „Það er mjög lifandi og skemmtileg stemning á þessum vinnustað,“ segir Valdís og bætir við að starfsemin í húsinu sé alls- konar. Þar eru starfsmenn stærri fyrirtækja í Reykjavík með skrif- stofuaðstöðu, SSV og Símenntun- armiðstöð Vesturlands er komin með skrifstofur í húsinu og KPMG er einnig með aðstöðu þar auk þess sem smærri fyrirtæki og einyrkj- ar starfa þar. „Hér er fjölbreytt og spennandi starfsemi. Hjá okkur er til dæmis Grammatek máltækni- fyrirtæki sem er að vinna í forritun á íslensku talmáli fyrir tölvur. Það er hér fyrirtæki að gera rannsóknir á nýtingu grjótkrabba og Sigríður Kristinsdóttir er hjá okkur að vinna að þróun á þara og þangi til að nýta í matvælaplast. Svo var að bætast fyrirtækið Algó sem er að vinna með þang og þörunga, sem virð- ist vera vaxandi hráefni sem fólk er að beina spjótum sínum að við ýmsa þróun, en hann er að vinna með sjávarfangið til manneldis. Svo er hún Kolbrún Sigurðardóttir að byrja að skoða hagnýtan leir til leir- brennslu. Hér eru líka kvikmynda- gerðar- og fjölmiðlafólk og fleiri,“ segir Gísli. Fab Lab smiðja Verið er að undirbúa framkvæmd- ir á annarri hæð hússins í tengslum við fab Lab smiðju og fleiri verk- efni. fab Lab er smiðja með tækjum og tólum sem hægt er að nota til að búa til nærri því hvað sem er. fab Lab smiðjan á breiðinni á að hafa þann tilgang að gera öllum kleift að framkvæma sínar hugmyndir, hvort sem það eru nemendur, ein- staklingar eða fyrirtæki. „Við vilj- um að til okkar geti allir komið sem hafa hugmyndir og notað aðstöð- una til að framkvæma verkefnin eða láta framkvæma fyrir sig,“ seg- ir Valdís og bætir við að einnig sé lögð áhersla á að eldra fólk geti leit- að til þeirra og þar verður sérstak- lega unnið með verkefni sem kall- ast Karlar í skúrnum. „Við verð- um með ákveðinn tækjabúnað og erum með væntingar um samstarf við fyrirtæki sem er með tæki hér á Akranesi. Við ætlum að vera með öfluga fab Lab smiðju sem verð- ur nokkur skonar móðurstöð fyrir allt Vesturland en það eru nú þeg- ar smærri smiðjur í landshlutanum. Við viljum samt geta þjónað öllum og ekki binda okkur við landshluta eða hreppamörk,“ segir Gísli. Samtal við háskóla Þróunarfélagið er nú í samtali við Háskóla Íslands, sem er einn af að- ilunum sem skrifuðu undir sam- starfsviljayfirlýsinguna síðasta sum- ar, um að styðja við starfsemi breið- arinnar með þrónarverkefnum en Háskólinn á bifröst og Landbún- aðarháskóli Íslands eru einnig að- ilar að samstarfinu á breiðinni. „Það er ekki spurning að slíkt væri mjög gott fyrir Skagann. Við höf- um bara séð það síðan fjölbrauta- skóli Vesturlands var fyrst opnað- ur að það hefur færst í vöxt að fólk haldi í langskólanám. Nú er bara næsta skref að færa rannsóknir og þróun á háskólastigi nær Akranesi, og styrkja enn frekar háskólaum- hverfið á öllu Vesturlandi,“ seg- ir Gísli. „Það má líka segja að við Skagamenn og breiðin eigi góða tengingu við HÍ en hann Sigmund- ur Guðbjarnason, fyrrum rektor, kemur úr Ívarshúsum hér á Akra- nesi og á ættir að rekja hingað. Svo gaf hann Guðmundur bjarnason á Sýruparti, sem var hér á Pörtun- um sem kallað er, mikla fjármuni til HÍ og voru þeir fjármunir uppi- staðan í einum stærsta styrk sem verkfræðideildin veitir til nemenda. Við vonum að verk þessara tveggja góðu manna skili sér núna í sprota háskólans hér á Skaganum,“ segir Gísli og brosir. Hugmyndir taka ekki pláss Aðspurð segja þau nóg pláss í hús- inu til að halda uppbyggingu áfram næstu árin. Það þurfi bara að að- laga aðstæður að þeirri starfsemi sem kemur í húsið. „Við viljum vinna í aðstöðunni í takt við þró- unina, sjá hverjir leita til okkar og spila þetta samhliða því. Eftir- spurnin sýnir okkur hvernig að- stöðu við þurfum,“ segir Valdís og bætir við að þetta fyrirkomu- lag hafi gengið mjög vel. „Það er ekki skortur á plássi, svo þurfa hug- myndir líka ekki pláss og við tök- um vel á móti öllum hugmyndum sem fólk hefur. Við erum bara rétt búin að taka fyrstu skrefin að búa til hér lítið hreiður fyrir allskonar starfsemi og það hefur gengið vel. Núna taka svo við stóru verkefnin eins og heildarskipulag á breiðinni, uppbygging í Hafbjargarhúsinu og svo að sjálfsögðu að halda áfram að vinna í þeirri aðstöðu sem við erum hér með í þessu húsi. Það er okkur ekkert óviðkomandi,“ segir Gísli. Þróunarfélagið vinnur nú að undirbúningi fyrir stofnun vetinga- staðar í Hafbjargarhúsinu á breið. „Þar er hugmyndin um að nýta þá staðarkosti og staðarandann sem myndast í svona nálægð við hafið og með útsýni í allar áttir og opna veitingastað með allskonar sjávar- fangi,“ segir Gísli. „Þetta er eins og er í frumskoðun en mjög spennandi verkefni.“ Breytingar í atvinnulífinu Undanfarin ár hefur mikil breyt- ing orðið í atvinnulífi á Akranesi og kalla þessar breytingar á nýja nálgun til að byggja upp atvinnu- tækifæri í bænum og skiptir þar ný- sköpunarsetrið miklu máli. Þang- að geta allir sem hafa hugmynd að verkefnum, nýsköpun eða rann- sóknum leitað eftir aðstoð við að koma því í framkvæmd eða að sækja um styrki. „Þessar breytingar á atvinnulíf- inu hér á Skaganum hafa sett okkur í þá stöðu að þurfa að snúa blaðinu við og byggja upp nýja starfsemi. Við sjáum merki þess að fólk hér sé að taka við sér í þeim efnum og að hér sé stuðlað að uppbyggingu smærri fyrirtækja sem byggja á ný- sköpun,“ segir Valdís og Gísli tek- ur undir það. „Ég er sannfærður um að við Skagamenn eigum eft- ir að ná góðum árangri í nýsköp- un,“ bætir hann við. Þá segja þau að nýsköpunarsetrið ætli að taka markvisst þátt í þeirri uppbygg- ingu. „Matís, sem er einn af þeim aðilum sem skrifuðu undir viljayf- irlýsinguna, komu til okkar í síð- ustu viku og voru með fyrirlestur um sjóðakerfið og hvernig frum- kvöðlar taka þátt í því. Þessum fyr- irlestri var streymt á facebook síð- unni okkar. Þetta er eitthvað sem við höfum hug á að gera meira af, bjóða upp á fræðsluefni til að hjálpa fólki að taka fyrstu skrefin í að koma sínum hugmyndum í framkvæmd,“ segir Valdís. „Við hvetjum alla sem hafa hugmyndir að koma til okkar og við munum aðstoða á þann hátt sem við getum, hvort sem það er með húsnæði, aðstoð við að sækja um styrki eða annað,“ segja þau Valdís og Gísli hjá Þróunarfélag- inu breið. Hægt er að fylgjast með starfsemi í nýsköpunarstetrinu á facebook síðu setursins breið ný- sköpunarsetur. arg Undirbúningur fyrir framkvæmdir á annarri hæð hússins er í fullum gangi. Lifandi og skemmtileg stemning í Nýsköpunarsetrinu Breið Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri og Gísli Gíslason stjórnarformaður Þrónuarfélagsins Breiðar, í fundarsal í nýsköpunarsetrinu þar sem útsýni er glæsilegt. Horft yfir samvinnurýmið í nýsköpunarsetrinu. Þau Anna Björk Nikulásdóttir og Daniel Schnell hjá Grammatek að störfum. Hjálmur Dór Hjálmsson, starfsmaður KPMG, að störfum á skrifstofunni sinni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.