Skessuhorn - 10.02.2021, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 2021 13
Safnahús Borgarfjarðar
Myrka Ísland er sögulegt hlaðvarp á vegum Borghreppinganna Sigrúnar
Elíasdóttur og Önnu Drafnar Sigurjónsdóttur. Mánudagurinn 15. febrúar
er upphafsdagur sýningar á verkum eftir Lúkas Guðnason og Sigurjón
Líndal Benediktsson (Jónsa) sem hafa myndskreytt þættina. Verður henni
fylgt úr hlaði með rafrænni sögustund sem hægt verður að nálgast á
kvikborg.is og á Facebook síðu Myrka Íslands.
Sýningin er í Hallsteinssal og er síðasti sýningardagur 19. mars. Ekki verður um formlega opnun
að ræða vegna aðstæðna en gestir boðnir hjartanlega velkomnir til að skoða sýninguna á
opnunatíma, kl. 13 til 18 alla virka daga. Farið verði að reglum um sóttvarnir hvers tíma.
Hallsteinssalur er í Safnahúsinu að
Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Opið er
13.00-18.00 virka daga. Ókeypis
aðgangur en söfnunarbaukur á staðnum.
433 7200 - www.safnahus.is
Sýning á myndskreytingum hlaðvarpsins
15.02. - 19.03. 2021
Lúkas, Jónsi og Myrka Ísland
Afþreyingarsetur
á Akranesi
Upphitun fyrir Öskudaginn
í fjölskyldutímanum sunnudaginn 14. febrúar kl. 11-14
Kl. 14-16: Opið í klifur fyrir 14 +
Klifur í öryggislínu, söngstund, opinn hljóðnemi,
leiktæki, spil, leikföng og litir.
Vegna fjöldatakmarkana er hægt að bóka tíma
gegnum Facebook eða í síma 6239293
Tónlist 3-5 ára nýtt námskeið hefst 14. febrúar
Skráning á smidjuloftid@gmail.com
smidjuloftid.is
Smiðjuvöllum 17
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
(SSV) stóðu síðastliðinn miðviku-
dag fyrir opnum Teams-fundi þar
sem kynntir voru möguleikar í
uppbyggingu smávirkjana á Vest-
urlandi. Á fundinum kynntu þeir
Arnar bergþórsson og Arnar Már
björgvinsson frá fyrirtækinu Arnar-
læk skýrslu sem þeir unnu um smá-
virkjanir á Vesturlandi. Skýrslan
gefur góða mynd af virkjanamögu-
leikum í landshlutanum. Skýrsl-
an er nokkuð yfirgripsmikil er far-
ið er í henni yfir frummat á 70 álit-
legum valkostum fyrir smávirkjanir
á Vesturland en úttektin er almenn
en ekki tæmandi. Í viðauka við
skýrsluna er gerð grein fyrir flokk-
un þessara 70 virkjanakosta í hag-
kvæmniflokka og í hvaða flokk hver
virkjunarkostur fellur.
Þeir félagar fóru í kynningunni
yfir hvernig vali og mati á virkjana-
kostum er háttað svo og hvernig
vatnafar svæða og mat á rennsli hef-
ur áhrif á matið. fram kom meðal
annars að Orkustofnun gerir kröfu
um að lágmarki tveggja ára rennsl-
ismælingar liggi fyrir áður en leyfi
er veitt. Í kynningunni var farið yfir
hvernig undirbúningi þarf að vera
háttað fyrir uppbyggingu smávirkj-
ana en hann getur tekið nokkur ár.
Einnig var fjallað um skrefin sem
þarf að taka í undirbúningsferl-
inu, svo sem samninga við vatns-
réttarhafa, rennslismælingar sem
þurfa að ná yfir tvö ár og fleira. Þá
fóru Arnar og Arnar yfir möguleika
smávirkjana til tengingar við raf-
orkukerfið.
Á Vesturlandi eru nú í rekstri
tíu smávirkjanir sem tengdar eru
dreifikerfi RARIK og er uppsett
afl þeirra samtals um 16 megavött
og árs orkuvinnsla um 87 gíga-
vattsstundir. Þær eru mikilvægar
varaaflstöðvar og skipta því raun-
verulegu máli fyrir raforkukerfið.
Kostnaður við tengingu smávirkj-
ana við raforkukerfið getur ver-
ið mjög mismunandi eftir stærð
virkjana. Stofnkostnaður lækk-
ar hlutfallslega við stærri virkjanir
en kostnaður við tengingu við raf-
orkukerfið vegur þar upp á móti.
fram kom í kynningu þeirra
nafnanna að skipulagsmál vegna
virkjana, hönnun og önnur stjórn-
sýsla eru flókin og þung í vöfum og
í umræðum eftir kynninguna mátti
heyra að fundarmenn vildu ein-
falda og stytta regluverkið og ferlið
og að sveitarfélög og hið opinbera
þurfi að taka sig verulega á í þeim
efnum.
Skýrslan er aðgengileg á vef
Samtaka sveitarfélaga á Vestur-
landi, www.ssv.is
-frg
Arnar Már Björgvinsson og Arnar Bergþórsson kynntu skýrslu um smávirkjanir á
Vesturlandi. Ljósm. úr safni/mm
Tækifæri í smá-
virkjunum á Vesturlandi
Rjúkandavirkjun í Ólafsvík.
Frá lóni Urðarfellsvirkjunar í Húsafelli.