Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2021, Síða 15

Skessuhorn - 10.02.2021, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 2021 15 Lagnaþjònusta Vesturlands ehf. Alhliða þjónustufyrirtæki á sviði pípulagna Sendu okkur verkbeiðni à lagnavest@gmail.com eða hafðu samband við okkur í síma 787-2999 Lilja Sigurðardóttir rithöfundur er mörgum að góðu kunn en bæk- ur hennar hafa notið vinsælda og komið út á fjölmörgum tungumál- um um heim allan. Þríleikur henn- ar um kókaínsmyglarann Sonju og bankakrimmann Öglu; Gildran, Netið og búrið, er nú í vinnslu fyr- ir sjónvarp og nýi bókaflokkurinn sem hófst með bókinni Helköld sól, hélt áfram fyrir þessi jól með blóð- rauðum sjó. bækurnar þekkja marg- ir en hins vegar vita færri að Lilja er fædd og uppalin fyrstu árin sín á Akranesi. „Það er rétt. foreldrar mínir; Sigurður Hjartarson og Jón- ína Kristín Sigurðardóttir, fluttu á Akranes með þrjú börn árið 1969 þegar pabbi tók við skólastjórastöðu í gamla gagnfræðaskólanum. Hann var þar skólastjóri þangað til 1977 þegar við fluttum burt. Mamma var húsmóðir og brá sér í síld og annað tilfallandi öðru hverju en var aðal- lega að hugsa um heimilið og okkur börnin og hafði önnur börn í pöss- un sem dagmamma. Meðal annars prakkaralega tvíbura sem áttu eftir að gera það gott í fótboltanum. Það var oft gaman hjá okkur á æskuár- unum á Akranesi,“ segir Lilja. Fríkkaði fljótlega „Ég fæddist 1972 með naflastreng- inn þrívafinn um hálsinn, blá í framan og fremur ljót ef eitthvað er að marka lýsingar pabba. En svona ef ég skoða myndir frá æsku minni þá fríkkaði ég fljótlega. Allar mín- ar fyrstu minningar eru frá Akra- nesi og það eru góðar minningar. Við bjuggum á horni Vesturgötu og Stillholts, umkringd góðu fólki þar sem samgangur var mikill og krakkar rápuðu milli húsa og fóru í útileiki á kvöldin. bærinn og nátt- úran í kring á stað í hjarta mínu og persónuleika. Mér finnst sérstak- lega gaman núna þegar Eva björg er að ryðja sér til rúms sem höfund- ur að Akurnesingar eigi tvær glæpa- konur!“ Gul-svörtu gallarnir flottastir Þegar Lilja var fimm ára fluttist hún ásamt fjölskyldunni og bjuggu þau í framhaldinu í nokkrum lönd- um m.a. vegna rannsóknarstarfa föðurs hennar. „Við fluttum fyrst til Svíþjóðar og svo til Reykjavíkur og síðan aftur til Svíþjóðar og það- an til Mexíkó. Eftir Mexíkó bjugg- um við í Kópavogi í nokkur ár en svo þegar ég var unglingur fluttum við til Spánar. Þetta er svo skrýt- in fjölskyldu- og flutningasaga að ég lendi alltaf í erfiðleikum með að svara þegar fólk spyr mig hvað- an ég sé.“ En er hún kannski bara Skagakona? „Já, í rauninni ætti ég bara að fara að svara því þannig. Mér hefur fundist að ég ætti varla rétt á því að kalla mig Skagamann þar sem ég flutti burt fimm ára og gekk aldrei í skóla þar eða svoleiðis. En ég held ennþá með ÍA og finnst gulu og svörtu gallarnir alltaf flott- astir, svo kannski er ég Skagamað- ur. Ef það dugar að vera Skagamað- ur í hjartanu.“ Á heima þar sem hún er stödd Sjálf segir Lilja að ferðalögin hafi gert margt fyrir sig. Hún hafi kynnst mörgu skemmtilegu fólki og þar af leiðandi átt í litlum erfið- leikum með að aðlagast nýjum að- stæðum. „Það er skringilegt hvað það að flytja oft á milli staða sem barn gerir mann aðlögunarhæfan. Mér finnst ég eiginlega eiga heima allsstaðar. bara þar sem ég er stödd þá stundina. Ég á auðvelt með að kynnast fólki og læt hvorki ólíka menningu eða lífssýn standa í vegi fyrir því. Ég hef líka mikinn áhuga á dýrum og plöntum og náttúru og er fremur forvitin um nýja staði og staðhætti.“ Deila húmor og lífsviðhorfi „Ég bý nú við Elliðavatnið ásamt Margréti Pálu konunni minni en við höfum verið saman í 29 ár. Hún er frumkvöðull í menntamál- um og mikill orkubolti á meðan ég er rólegri týpan í þessu sambandi. Við erum mjög ólíkar, bæði í pers- ónuleika og svo er líka 15 ára ald- ursmunur á okkur en við eigum skringilega vel saman. Við deilum húmor og lífsviðhorfi, sem virð- ist vera það sem skiptir máli. Svo býr með okkur gamall hundur sem heitir Dr. Árni því hann er með doktorsgráðu í hundafræðum, ægi- lega gáfaður og góður vinur. Og síðasta sumar lét ég drauminn ræt- ast og fékk mér hænur. Þær eru svo skemmtilegar og það er mikil dá- semd að fá ný egg á hverjum degi og Magga Pála er kolfallin fyrir þeim líka.“ Skilgreinir sig sem spennusagnahöfund En nú að rithöfundaferlinum. Lilja gaf út sína fyrstu bók árið 2009 og nú eru bækur hennar orðnar átta talsins. „Ég skrifaði mína fyrstu glæpasögu 2009, eftir að bókaforlag auglýsti eftir handritum að glæpa- sögum, og síðan eru þær orðnar átta talsins, þar af ein á ári undanfarin sex ár. Ég hef líka skrifað dramatískt sviðsverk; Stóru börnin, sem varð býsna vinsælt verk og fékk Íslensku sviðslistaverðlaunin sem leikrit árs- ins 2014. Ég hef líka skrifað talsvert af sjónvarpshandritum og bráð- lega fer það fyrsta af því að birtast á skjám landsmanna. En glæpasög- Segist vel geta skilgreint sig sem Skagakonu Rætt við Lilju Sigurðardóttur sem gengur hefur vel á ritvellinum Íslensku glæpasagnaverðlaunin hefur Lilja fengið tvisvar sinnum; fyrir Búrið 2017 og fyrir Svik 2020. Hér er hún með nýjustu bókina; Blóðrauðan sjó. urnar eiga hug minn og hjarta. Það er einhver sérstök lestraránægja sem fylgir því að lesa glæpasögur. Ég veit ekki hvort það er heilaleik- fimin sem ráðgátan skapar manni eða hvort það er spennan sem lað- ar. Ég hef skilgreint mínar bækur sem spennusögur eða það sem kall- ast á ensku Thriller. Þá fylgist mað- ur með framvindunni jafnóðum og hún gerist og frásagnarmátinn er yfirleitt hraður og mikið í húfi.“ Elskar að segja sögur bækur Lilju hafa notið mikilla vin- sælda. Hún hefur einnig skrif- að leikrit. fyrir þessi verk sín hef- ur hún fengið fjölda verðlauna og bækur hennar verið gefnar út er- lendis. En er hægt að lifa af því að sitja við skriftir? „Já, ég er ein af þeim heppnu sem hefur gengið vel. bækurnar mínar hafa fengið afskap- lega góðar viðtökur og gagnrýni og koma nú út á tólf tungumálum. Það eru mikil forréttindi að geta skrifað á því örtungumáli sem íslenskan er en um leið haft aðgang að lesend- um í fleiri löndum. Það gerir mér kleift að vinna eingöngu við rit- störf. Ég er afskaplega þakklát fyrir það og minni mig oft og iðulega á að það er ekki sjálfsagt.“ Er mikill munur á að skrifa fyrir leikhús og sjónvarp annarsvegar og háspennusögur hins vegar? „Já og nei. Tæknin er ólík og þegar mað- ur skrifar fyrir sjónræna framsetn- ingu er ekkert rými til að lýsa innra lífi eða hugsunum persónanna og því verður allt að koma fram í því sem þær segja á meðan að í skáld- sögu er allt rými heimsins til að lýsa hugsunum og tilfinningum. En svo eru aðrir hlutir sameiginlegir með því að skrifa leikrit, sjónvarpsþætti og glæpasögur eins og til dæmis strúktúrinn eða formið sem verð- ur að vera sterkt og sagan verður að lúta því. Annars virkar sagan ekki fyrir áhorfandann eða lesand- ann. Ég hef mjög gaman af strúktúr vegna þess hve hann er mikil glíma. fólk talar stundum um að glæpa- sögur séu formúlubókmenntir. Það er að hluta til rétt en þeir einir tala um það af fyrirlitningu sem ekki hafa prófað að skrifa glæpasögu. Það er nefnilega ekki mjög auðvelt að láta söguna lúta strúktúr sem gengur upp. En að skrifa er það skemmtilegasta sem ég geri og þá er mér eiginlega sama fyrir hvaða miðil það er. Ég einfaldlega elska að segja sögur,“ segir Lilja Sigurð- ardóttir að endingu. se Lilja Sigurðardóttir rithöfundur. Glæpasagnahöfundar, þar á meðal tveir af Akranesi. F.v. Eva Björg Ægisdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.