Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 10.02.2021, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 202116 Í fyrstu grípum við niður í minn- ingarbrot Sveins Sæmundssonar frá hinum sögulega degi 10. maí þegar breskt herlið kom til lands- ins: „Vormorguninn heilsaði úrs- valur, og þegar fullbjart var orð- ið sást að eitthvað var óvenjulegt um að vera sunnar fjarðar. Hann myndi birta betur upp fyrir hádeg- ið og þegar menn skrúfuðu frá út- varpinu til að heyra veðurfréttir var þar ekkert um að vera, og ekki einu sinni þetta venjulega suð sem gaf til kynna að stöðin væri í gangi og þul- urinn hefði brugðið sér frá. Sum- ir skygndu hönd fyrir augu og var ekki um að villast. Á ytri höfninni i Reykjavík lá skipafloti, sem ekki var þar í gærkvöldi. flugvél sást á flugi og ungir piltar, sem höfðu fylgst náið með vetrarstríði finna og Rússa og söfnuðu stríðsmyndum úr blöðum, héldu því fram í alvöru, að þetta væri flugvél af rússneskri gerð, lítill flugbátur með skrúfuna aftan á hreyflinum: Voru Rússar virkilega komnir til Íslands og bún- ir að hertaka Reykjavík? Þeim var til alls trúandi! Hvað var að gerast í Reykjavík?“ Sambandslaust við Reykjavík Símstöðin á Akranesi var í litlu timburhúsi í miðjum bænum. Þegar fréttist af skipaumferðinni í Reykja- vík voru margir á Akranesi sem lögðu leið sína á símstöðina til þess að leita frétta. „En það var sama hvort komið var eða hringt,“ skrif- ar Sveinn; símastúlkurnar sögðu sambandslaust við Reykjavík. Sama hvernig hringt var, Reykjavík ansaði ekki. Morguninn leið því í mikilli spennu. Menn á Akranesi gengu til starfa og þótt vertíð væri að ljúka var að mörgu að hyggja. Margir fóru til vinnu á reiðhjóli en aðrir gangandi. bílar voru fáir og flestir til vöru- flutninga. Og Skaginn var á þess- um árum rólegur lítill bær, byggð- ur dugandi fólki sem var kröfuhart við sjálft sig og aðra og vinnusamt hvort heldur var til sjós eða lands,“ skrifar Sveinn. Hann rifjar það upp að í stríðinu hafi Akranes ekki verið sá snyrtilegi bær sem menn þekktu síðar, með steyptar götur og torg. „Þá voru malargötur um allan bæ og oft holóttar. Gangstéttir voru engar, en meðfram götunum uxu á sumrin baldursbrár og kartöflu- garðar voru milli húsa. byggðin var víðast hvar dreifð og túnblettir, þar sem hægt var að fara í fótbolta um allan bæ. En nú, hinn 10. maí, voru Skagamenn farnir að hyggja að görðum sínum og önnur vor- verk hafin. Spenna lá í loftinu og hvar sem tveir eða fleiri hittust bar hina brennandi spurningu á góma: „Hvaða stórveldi var það sem hafði sent herskip til Íslands?“ Nokkrir þóttust vissir um að hér væru Þjóð- verjar á ferðinni. Þeir höfðu ráðist inn í Danmörku og Noreg mánuði áður og herir þessara landa, ásamt hjálparliði frá bretlandi, ekki stað- ist þýska hernum snúning. Allir mundu líka eftir heimsókn beiti- skipsins Emden og kröfum Þjóð- verja um flugvelli hér á landi. Aðrir töldu Rússa líklega. Kannske voru þetta bretar? Þeir áttu þó að hafa yfirráð á hafinu.“ Sveinn rifjar það upp að það hafi ekki verið fyrr en eftir hádegi her- námsdaginn sem fréttir af því sem raunverulega hafði gerst í Reykjavík tóku að berast til Akraness. Starfs- fólki Landsímans hafði verið leyft að opna símann upp úr klukkan tvö og var þá ekki að sökum að spyrja. Allir voru þessir atburðir spennandi í hugum unglingspilts. „Við erum hér með hermenn handa ykkur“ Þegar leið á daginn,10. maí, varð Skagamönnum tíðlitið suður fló- ann og loksins sást til Laxfoss, þar sem hann kom siglandi og fór fyr- ir innan Þjót. Gefum Sveini orð- ið: „Enginn vissi hvort hann færði Akurnesingum hersetu, en blöðin komu daglega með skipinu og nú var fréttaþorsti meiri en venjulega. Þegar skipið kom upp með hafn- argarðinum mátti sjá að hér var nokkuð óvenjulegt. brúngrænar hrúkur á þilfari og á hvalbak skips- ins. Óvenju mikið dót á dekkinu og brátt mátti sjá að hér voru vopnaðir hermenn um borð. Pétri Ingjalds- syni skipstjóra sást bregða fyrir í brúarglugga og um leið og háseti gekk framá og gerði sig líklegan til þess að kasta línu í land kallaði Valdimar stýrimaður: „Við erum hér með hermenn handa ykkur.“ Við strákarnir sem stóðum þarna á hafnargarðinum horfðum á allan útbúnaðinn í orðlausri undrun. Oft höfðum við séð fylludáta og aðra sjóliða. Þeir voru vopnlausir og venjulega í stelpuleit. Þessir menn voru hins vegar alvöruhermenn í stríði með byssur og hjálma og belti og töskur í bak og fyrir. Við vorum vitni að heimsviðburðum.“ Þegar breski herinn hernam Akranes Gripið niður í frásögn tveggja manna sem ungir upplifðu hernámið Breskur herflokkur þrammar eftir Vesturgötu á Akranesi en forvitnir krakkar horfa á. Hér eru á ferð liðsmenn úr fimmta herfylki Vestur Jórvíkurskíris-hersveitarinnar (1/5 Batallion, West Yorkshire Regiment) en þetta herfylki fékk það verkefni að hersetja Akranes fyrir hönd breska heimsveldisins. Myndin er tekin á móts við þar sem Rakarstofa Hinriks er í dag. Á bak við hermennina er hús gamla barnaskólans sem brann 1948. Skólahúsið var tekið yfir af hernámsliðinu og notað sem ein af bækistöðvum þess á Akranesi. Ljósmyndasafn Akraness/ Auður Sæmundsdóttir. Breskir hermenn stilla sér upp til myndatöku á einum af hertrukkunum sem þeir komu með til landsins. Myndin er tekin við gamla barnaskólann við Vesturgötu. Ljósmyndasafn Akraness/ Árni Böðvarsson. Hernám Íslands er það tímabil kallað frá því þegar landið var her- numið af Bretum vorið 1940 og fram að því því þegar bandarísk- ir hermenn yfirgáfu landið 1947, tveimur árum eftir lok stríðsins. Ekki kom til átaka vegna hernámsins enda voru Íslendingar hlið- hollir bandamönnum og tóku þeim almennt vel. Þegar Bretar her- námu Ísland aðfararnótt 10. maí 1940 voru átta mánuðir frá því að heimsstyrjöldin síðari hófst. Um 2000 hermenn tóku þátt í hernám- inu sem hófst í Reykjavík og áttu mikið fleiri eftir að bætast í þann hóp. Úr hópi fyrstu bresku hermannanna voru um fimmtíu þeirra sendir sama dag með Laxfossi, yfir Faxaflóann, og upp á Akranes. Komu þeir úr fimmta herfylki Vestur-Jórvíkurskíris sem fékk það hlutverk að tryggja Akranes. Íbúar í kauptúninu voru þá 1.840 tals- ins og eins og við mátti búast voru þetta stórtíðindi í þorpinu. Bret- arnir voru á Akranesi í innan við eitt ár og var hlutverk þeirra eink- um að fylgjast með flugumferð inn á Hvalfjörð. Hermennirnir lögðu sig fram um að eiga gott samneyti við íbúa og er þeim borin vel sag- an. Hér í meðfylgjandi frásögn er vera Breta á Akranesi 1940 rifjuð upp. Stuðst er við frásögn og skrif tveggja heimildamanna. Annars vegar við minningarbrot Sveins Sæmundssonar, sem var sautján ára vorið 1940, en varð síðar blaðamaður og fjölmiðlafulltrúi Flugleiða. Hann ritaði minningarbrot frá komu Bretanna sem birtist í Helg- arpóstinum 1979. Sveinn flutti alfarinn frá Akranesi um svipað leiti og Bretarnir kvöddu haustið 1940. Hins vegar er stuðst við frásögn og minningarbrot Hafsteins Sigurbjörnssonar pípulagningameistara sem var níu ára gutti á Akranesi þegar herseta Breta stóð yfir. Fyrir tvo unga menn, annan níu en hinn sautján ára, var þetta mikið ævin- týri eins og gefur að skilja.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.