Skessuhorn - 10.02.2021, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 2021 17
brátt var Laxfoss bundinn við
bryggjuna á Akranesi og hermenn-
irnir tíndust í land. Þeir voru eitt-
hvað um fjörutíu, að sögn Sveins,
og einn foringi virtist fyrir lið-
inu, sem fylkti sér á garðinum. Þar
lögðu þeir riffla sína á hafnargarð-
inn og nú upphófst uppskipun. Ein-
hvern veginn náðu þeir í vörubíl og
annan. Svo þegar hafurtaskið var
komið frá borði bakkaði Laxfoss frá
en stríðsmenn breska heimveldisins
tóku hólka sína, skriðu upp á vöru-
bíla ofan á dótið og héldu upp úr
bænum. Hernám var hafið á Akra-
nesi.
Herinn flytur í líkhúsið
Á hinu forna prestssetri að Görð-
um stendur elsta steinhús landsins.
Það hafði um þessar mundir verið
dubbað upp. Var notað sem líkhús,
og stendur enda hið næsta kirkju-
garðinum. „Til Garðahússins hélt
nú breski herinn,“ skrifaði Sveinn.
„Strákunum á Akranesi, sem voru
vitni að landgöngu breska hersins
þennan dag þótti mikils um vert að
fylgjast náið með því sem fram fór
uppi í Görðum um kvöldið. Næstu
dagar voru viðburðaríkir á Akra-
nesi. fleiri hermenn komu og líka
bílar, og tjöld risu upp á túnun-
um í bænum hér og þar. Við veg-
inn gegnt fögrugrund settu þeir
upp varðstöð og hermenn voru
langtímum saman á Langasandi
og mokuðu sandi í litla poka. Þeir
hlóðu vegatálmanir úr þessum pok-
um og líka virki og nú kom að því
að breski herinn gerði sig heima-
kominn og hernam ýmis hús hvort
sem eigendum og umráðamönnum
líkaði betur eða verr. bóndi sem
nýlega var fluttur á Akranes átti
litla hlöðu og útihús við tún neðar-
lega á Skaganum. Enskir hermenn
fluttu drasl í hlöðuna og bóndi fékk
ekki að gert. Líkaði að vonum stór-
illa og sagði með þunga: „Hefði
ég kunnað málið hefðu þeir aldrei
tekið hlöðuna.“ Svo var barnaskól-
inn hertekinn og Skátahúsið og nú
fóru hermenn daglega eftir götun-
um í löngum röðum og foringinn
fremstur með skammbyssu í belti.“
Sambýlið reyndi á
Að mati Sveins og unga fólksins á
Akranesi voru hermennirnir sum-
ir orðið kunningjar þeirra og virt-
ust meinleysisskinn. Þeir hafi flest-
ir verið ánægðir með að vera á Ís-
landi fyrsta sumarið þeirra í stríði.
Þó leiddist mörgum dátunum og
lágu dögum saman utan við tjöld-
in og skrifuðu löng bréf heim eða
lásu bréf sem bárust frá bretlandi.
„Sumarið leið og haustið kom.
Sambýlið, sem hafði á marga lund
verið gott og tiltölulega laust við
árekstra í upphafi versnaði þegar frá
leið. Nýir herflokkar komu á Skag-
ann og aðrir fóru. Nú fór að kastast
í kekki við unglingana, og stundum
kom til slagsmála. Skagamenn hafa
aldrei verið fyrir að láta hlut sinn
og eitt sinn þegar drukknir sjólið-
ar gerðu aðsúg að þrem strákum á
Vesturgötunni var barist upp á líf
og dauða. Þetta spurðist út daginn
eftir og þeir sem voru viðstaddir og
tóku þátt í slagnum voru kallaðir
fyrir. Menn höfðu átt hendur sín-
ar að verja og sluppu með skrám-
ur. Þórhallur lögreglustjóri áminnti
strákana um að komast hjá vand-
ræðum og allir samsinntu því.“
Lýkur hér tilvitnunum í hluta
frásagnar Sveins Sæmundssonar úr
Helgarpóstinum.
Var á bryggjunni
við komuna
Hafsteinn Sigubjörnsson var átta
árum yngri en Sveinn Sæmunds-
son þegar hernám breta hófst, var
níu ára. Skessuhorn ræddi við Haf-
stein sem nú er á nítugasta aldurs-
ári en hann á fjölmargar minning-
ar frá þessu örlagaríka ári. „Hópur
breta kom siglandi yfir faxaflóann
um borð í Laxfossi. Ég var þá níu
ára gamall og úlli vinur minn, Júl-
íus Júlíusson, var átta ára. Við vor-
um niðri á bryggju þar sem við lék-
um okkur iðulega og sáum þeg-
ar þeir komu. Þegar farþegarn-
ir og vörurnar voru komnar í land
var á afturdekki skipsins stór hóp-
ur manna með stálhjálma á höfði
og byssur. Við göptum af þessari
sjón strákarnir. Þeir komu í land
og skipuðu sér upp í tvöfaldri röð
á bryggjunni. Einn þeirra öskraði;
„left – right“ og marseraði hóp-
urinn þá upp bryggjuna. Við vor-
um orðnir skíthræddir og hlupum
heim og sögðum frá hvað við höfð-
um séð. Þóttu þetta mikil tíðindi,“
rifjar Hafsteinn upp.
Þakklátir nýmetinu
Dagana á eftir var stöðugur straum-
ur af allskonar vöruflutningum á
Akranes; byggingarefni og her-
gögn sem var fylgifiskur hernáms-
ins. fleiri hermenn bættust í hóp-
inn. „byrjað var á að reisa húsnæði
fyrir hermennina, bragga. Þeir voru
reistir á nokkrum stöðum í bænum;
niðri á breið, vestur á Grenjum,
upp við skógrækt en aðal bragga-
hverfið var við Vesturgötu, norðan
við þar sem Norðanfiskur er í dag
og upp að neðstu húsunum við göt-
una. Þar voru 8-9 braggar hver við
hlið annars. Samfara svona stórri
sveit hermanna kom nokkrum dög-
um síðar sjúkraliðasveit; sjö manna
hópur og þar af tveir læknar. Þessi
hópur setti upp búðir; fjögur tjöld,
eitt mjög stórt sem þakti 15-18 fer-
metra og þrjú tveggja manna tjöld.
Risu þau á bakkatúninu, rétt fyrir
neðan Deildartún 7. Ég átti heima
þar, en þá hét gatan reyndar fáfn-
isvegur. Voru sjúkratjöldin rétt hjá
húsinu okkar. Ég minnist þess að
pabbi gaf hermönnunum stund-
um ýsuspyrðu eða lúðulok sem
þeim þótti herramannsmatur. Voru
sjálfsagt aðallega með dósamat og
þakklátir nýmetinu sem að þeim
var gaukað.“
Fyrsta súlfatið
Hafsteinn rifjar upp að Margrét
móðir hans hafi um þetta leiti
brennt sig illa á handlegg þegar
hún var að steikja kleinur. „Kallað
var á lækni sem Hallgrímur hét og
setti hann vaselín á sárið og sagð-
ist koma aftur eftir þrjá daga og
skipta um umbúðir. Daginn eftir
þegar hún var að hengja upp þvott
sjá sjúkraliðarnir að hún er með
umbúðir á handleggnum. Komu
þá læknarnir, ég man að þeir hétu
Tony og Red, til hennar og vildu
fá að skoða hvað hefði komið fyr-
ir. Mamma vildi það ekki því hún
skildi ekki ensku en þar sem henni
leið mjög illa í hendinni ákvað hún
að leyfa þeim að líta á sárið. Klippa
þeir umbúðirnar af og sáu þá að
þetta var mjög slæmt brunasár. Þeir
náðu strax í hvítt duft og stráðu því
yfir sárið og bjuggu svo um það aft-
ur. Þegar Hallgrímur læknir kom til
hennar daginn eftir sagði mamma
honum hvað hefði hent. „frú Mar-
grét,“ sagði Hallgrímur sem var
alltaf mjög formlegur. „Þeir hafa
sett þetta nýja efni sem heitir súlfa
og er sagt mjög gott við bruna, en
hefur ekki komið til landsins fyrr en
nú.“ Sennilega var móðir mín því
fyrst til að njóta þessa nýja súlfalyfs
hér á landi.“
Braggabyggð reis
Enginn vafi er á að fyrir íbúa á
Akranesi var koma dátanna stórvið-
burður og töluverð röskun á dag-
legum högum fólks í sjávarþorp-
inu. Reist voru tjöld á túnum og
braggar byggðir. Hafsteinn rifj-
ar upp að hann hafi verið í hópi
tápmikilla krakka sem þá voru að
alast upp á Skaganum. „Mínir leik-
félagar voru meðal annars Egg-
ert Vigfússon, Þorvaldur Sigurðs-
son, bakkabræður og fleiri. Hlut-
verk bresku hermannanna var að
sinna varðgæslu einkum með flug-
umferð inn á Hvalfjörð og voru
settar upp varðstöðvar, útsýnisskíf-
ur, skothylkjapönnur og birgi til að
geta sinnt loftvörnum. Á þessum
varðstöðvum gátu dátarnir fylgst
með skipa- og flugumferð. Tvisvar
sáum við krakkarnir þýska herflug-
vél fljúga í njósnaleiðangur inn á
Hvalfjörð og vafalítið hefur blóðið
í æðum bretanna farið á mikla ferð
við það. Annars voru bretarnir ekki
eiginlegir hermenn í mínum huga.
Sumir þeirra voru miðaldra menn
og vafalítið verið hluti af heima-
varnaliði sem fékk það hlutverk að
fara til Íslands og verja landið. Þeir
aðhæfðust lítið þegar þeir voru hér
á Akranesi, voru meira svona varð-
menn en sumir sinntu lækningum,“
segir Hafsteinn. „Við vorum hópur
krakka sem ólumst upp skammt hjá
Krókalóninu og fylgdumst grannt
með þegar braggar og tjaldbúðir
voru reistar. Þeir komu sér m.a. fyr-
ir vestur á Grenjum þar sem slipp-
urinn er í dag og svo niður á breið.
Það voru byggðir 10-15 braggar á
Skaganum; átta þeirra voru m.a.
á Vesturgötunni og einn á breið-
inni þar sem steyptur var veggur í
kring. Þá var loftvarnabirgi í end-
anum á húsinu þar sem nú er nytja-
markaður búkollu. Siggi Vikk hafði
svo það hlutverk að vakta svæðið og
átti að reka okkur krakkana í birgi
ef gerð yrði loftárás.“
Tjaldað við bæinn
Hafteinn segir að bretarnir hafi
verið tillitssamir við íbúa og jafnvel
tilbúnir að leika sér við krakkana í
þorpinu. „Í mínum huga voru þetta
allt mjög vandaðir menn og ég á
einungis góðar minningar um þessa
stuttu veru þeirra hér. Þeir meira að
segja léku við okkur börnin. festu
til dæmis segldúk við vegg og létu
okkur krakkana standa á dúknum
miðjum og kipptu svo í hinn end-
ann. Við flugum hátt í loft upp og
þótti þetta mjög skemmtilegt.“
böðvarstún og bakkatún við
Krókalónið voru þegar þetta var
óbyggð græn svæði og þar voru
reist tjöld sem þjónuðu sem lækn-
ingaskýli. Þar voru tveir læknar og
fjórir til aðstoðar. „Þessi tjöld voru
rétt við heimili mitt. Mamma mín
var með vinnuborð í kjallaranum.
Þar fengu bretarnir stundum að
sitja þegar þeir skrifuðu bréf til ást-
vina sinna á bretlandi. Þeir gauk-
Í meðfylgjandi frásögn er m.a. stuðst
við grein sem Sveinn Sæmundsson
ritaði 1979 um hernámsvorið 1940
á Akranesi. Sveinn var fæddur 1923
en lést 2017. Hann var menntaður
rafvélavirki, starfaði sem blaðamaður,
skrifaði bækur og var m.a. blaða-
fulltrúi Flugleiða. Sem slíkur stóð hann
að margvíslegri landkynningu fyrir
Ísland.
Breskir hermenn marséra ofan Skólabraut 1940. Á myndinni sjást Vinaminni og
Akraneskirkja. Ljósmyndasafn Akraness/ Ljósmyndari óþekktur.
„Við vorum hópur krakka sem ólst upp skammt frá Krókalóninu og fylgdumst
grannt með þegar braggar og tjaldbúðir voru reistar,“ rifjar Hafsteinn Sigur-
björnsson upp. Böðvarstún og Bakkatún við Krókalónið voru þegar þetta var
óbyggð græn svæði en þar voru reist tjöld sem þjónuðu hlutverki lækningaskýla.
Ljósm. mm.