Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2021, Qupperneq 19

Skessuhorn - 10.02.2021, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 2021 19 Langá á Mýrum er núna öll í hörku klakaböndum. Um helgina tók Jó- hannes Viggósson meðfylgjandi mynd af klakabunkum við Skugga- foss. Á myndinni er dóttir hans Arna Maren en hún stendur við einn klakann. Þar sést vel hvað þetta er mikið ísmagn sem er í ánni og á bökkum árinnar. mm Hafrannsóknastofnun hefur nú lagt til að loðnukvóti á vertíðinni 2020/21 verði aukinn í 127.300 tonn. Kemur sú ráðgjöf í stað þeirrar sem gefin var út 24. janúar síðastliðinn. bygg- ir ráðgjöfin á summu tveggja leið- angra sem fóru fram seinni part janú- ar og gáfu mat á stærð hrygningar- stofns loðnu upp á samtals 650 þús- und tonn. „Dreifing loðnu ásamt forsendum um göngustefnu og tímasetningar var lögð til grundvallar á ákvörðun um samlagningu mælinganna með þessum hætti. Heildaryfirferð þess- ara tveggja leiðangra er talin ná yfir allt útbreiðslusvæði hrygningar- loðnu. Það gilti ekki um mælingar í desember og fyrri hluta janúar og því voru niðurstöður þeirra ekki notað- ar í þessari lokaráðgjöf. Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum að teknu tilliti til afráns. Samkvæmt því leiðir þessi heildarmæling til veiðiráðgjafar upp á 127 300 tonn veturinn 2020/21 og kemur í stað fyrri ráðgjafar frá því í janúar,“ segir í tilkynningu frá Hafró síðastliðið fimmtudagskvöld. Kristján Þór Júlíusson sjávarút- vegsráðherra beið ekki boðanna og undirritaði morguninn eftir reglu- gerð um veiðar á loðnu. Hún heimil- ar íslenskum skipum að veiða 69.834 tonn. Taka þarf tillit til gildandi samninga við önnur ríki áður en til úthlutunar á loðnukvóta kemur til ís- lenskra skipa. Annars vegar er samn- ingur við Norðmenn vegna þorsk- veiða íslenskra skipa í barentshafi og hins vegar tvíhliða samningur við færeyjar. mm Nokkur umræða hefur undan- farið verið hér á Vesturlandi um skort á vindmælum við þekkta, sviptivindasama kafla á þjóðveg- um landshlutans. Meðal annars var fjallað um málið í Skessuhorni vegna tveggja óhappa þegar bílar fóru nýverið út af veginum við Skorholtsmela í Hvalfjarðarsveit. Vegagerðin á og rekur þá vind- mæla sem eru við þjóðveg lands- in en stundum getur veður verið ágætt nákvæmlega þar sem mælir er staðsettur en hreinlega kolvit- laust stutt þar frá. Því er ljóst að fjölga þarf vindhraðamælum. Tók málin í sínar hendur Elmar Snorrason er ábúandi á Leirá í Leirársveit og áhugamað- ur um veðurmælingar. Hann hef- ur síðan í ársbyrjun átt tvær veð- urstöðvar við heimili sitt að Leirá. Eftir umferðarslys sem varð nýlega neðan við Skorholt setti hann inn færslu á facebook síðuna Vöru- og flutningabíla um veður og veður- stöðvar. Þar greindi hann frá því að á svipuðum tíma og slys varð á Skorholtsmelum sló vindmælir- inn á Leirá í 49 metra á sekúndu. Í þeirri NA vindátt sem ríkti þeg- ar slysið átti sér stað er sami vind- strengur á Leirá og slysstaðnum þar sem bíllinn fauk útaf. Á sama tíma var skaplegra veður við stöð- ina frá Vegagerðinni sem staðsett er vest-norðvestan við Hafnarfjall. „Í framhaldi af þessari færslu höfðu nokkrir aðilar samband við mig og æstu mig upp í þeirri hugdettu að koma upp veðurstöð á þessum slóðum,“ segir Elmar. Hann tók sig því til, setti saman sólarknúna og nettengda veðurstöð og setti upp á Skorholtsmelum, skammt frá fyrrgreindum slysstað. Hann fékk leyfi landeigenda fyrir upp- setningu stöðvarinnar og jafnframt var þess gætt að stöðin væri utan veghelgunarsvæðis Vegagerðar- innar. Vakið hefur nokkra athygli að einstaklingur skuli geta sett upp slíka veðurstöð en að Vegagerð- in skuli eiga í erfiðleikum með að tryggja að vindur og vindhviður séu mældar á þekktum vindastöð- um og upplýsingum komið á fram- færi. Elmar segir að hann muni láta stöðina standa á Skorholtsmelum eitthvað áfram en hann segir jafn- framt að hann geti ekki staðið í að fjármagna slíka stöð því þó kostn- aðurinn sé ekki mjög hár, eða 275 þúsund króna stofnkostnaður við umrædda stöð, sé ekki hægt að ætlast til þess að einstaklingar taki fjármagn út úr heimilisbókhaldinu sínu til þess að fjármagna verkefni sem varðar almannaheill. Vekur athygli Elmar segist vilja sjá sveitarfélög og fyrirtæki koma að verkefninu ef Vegagerðin gerir það ekki því að ljóst sé að kostnaður við slíka veðurstöð sé mjög lágur ef hægt er að koma í veg fyrir óhöpp og slys vegna vindstrengja á vegum landsins. Tilgangur hans með því að setja stöðina upp hafi eingöngu verið sá að sýna fram á hve einfalt og ódýrt það væri í raun og veru og á hvers manns færi að gera slíkt. Mikill áhugi hefur verið á þessu verkefni Elmars eftir að hann setti ofangreinda færslu inn á facebook og hafa fjölmargir haft samband við hann til þess að afla frekari upplýsinga. Elmar hefur flutt sínar veðurstöðvar inn frá bandaríkjun- um og sett þær saman hér heima. Hann hyggst flytja stöðvarnar inn í auknum mæli og selja stakar eða samsettar með þeim búnaði sem þarf, svo sem sólarsellu, rafgeymi og stjórnbúnaði. Þá hyggst hann einnig vera með á lager alla vara- hluti sem þarf í stöðvarnar. Stöðv- arnar eru knúnar af sólarrafhlöðu og hafa einnig símkort og tengjast netinu í gegnum 4G kerfið. Elmar setur fyrirvara bæði um nákvæmni stöðvanna og hámarks vindþol. „Þær eiga að þola 100 mph vind sem eru 44 m/s en mín stöð hefur lifað af 49 m/s og verður forvitni- legt að vita hvað þarf mikinn vind til að hún fari í fýlu.“ Vill sjá vindmæla setta upp Í framtíðinni segist Elmar sjá fyrir sér að vegfarendur geti kynnt sér veðurfar á fyrirhugaðri akstursleið, annað hvort í gegnum vef eða app í síma. Hann segist vilja sjá vind- mæla á þekktum hviðustöðum, svo sem við berjadalsá og Kvígsstaði í Andakíl svo einhverjir staðir séu nefndir. Hægt er að sjá veðurupplýs- ingar í gegnum heimasíðu Elm- ars, www.jeppafelgur.is/vedur Kerfið er þó amerískt og þarf hver notandi að breyta stillingum í Cel- cius og metrakerfið en einfaldar leiðbeiningar til þess eru á ofan- greindri síðu. frg Setti upp veðurstöð á Skorholtsmelum Elmar Snorrason. Veðurstöðin Elmars við Skorholtsmela. Loðnukvótinn tvöfaldaður miðað við síðustu tillögur Dreifing loðnu í leiðangrinum 26.-30. janúar síðastliðinn. Graf: Hafró. Langá í klakaböndum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.