Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2021, Qupperneq 23

Skessuhorn - 10.02.2021, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 2021 23 Um fjórðungur launafólks á erf- itt með að ná endum saman sam- kvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumark- aðarins. Erfiðleikarnir eru mest- ir hjá atvinnulausum og inn- flytjendum. Varða lagði nýver- ið könnun fyrir félaga í aðild- arfélögum Alþýðusambands Ís- lands og bSRb þar sem spurt var um stöðu launafólks og at- vinnulausra. Ákveðið var að ráð- ast í gerð könnunarinnar meðal annars vegna þeirra miklu erfið- leika sem hluti launafólks býr við vegna heimsfaraldur kórónuveir- unnar, sérstaklega sá stóri hópur sem misst hefur vinnuna. Niðurstöðurnar sýna veru- legan mun á fjárhagsstöðu félags- fólks aðildarfélaga ASÍ og bSRb eftir kyni. Alls sögðust 23,7% þeirra sem tóku þátt í könnun- inni að þeir ættu frekar erfitt eða erfitt með að láta enda ná saman. Hlutfallið var mun hærra með- al kvenna, 27,2% en hjá körlum mældist það 19,5%. Staða atvinnulausra var mun verri en staða launafólks. Rétt rúmlega helmingur atvinnulausra sagðist eiga frekar erfitt eða erfitt með að láta enda ná saman. At- vinnulausir eru líka mun líklegri til að þurfa að leita til sveitar- félaga eða vina og ættingja eft- ir fjárhagsaðstoð, þiggja aðstoð hjálparsamtaka eða fá matarað- stoð. Atvinnuleysi er mun hærra meðal innflytjenda en inn- fæddra, um 24% samanborið við 15,2% samkvæmt tölum Vinnu- málastofnunar sem vitnað er til í skýrslu Vörðu og því ljóst að um viðkvæman hóp er að ræða. Alls sögðust um 34,9% innflytj- enda eiga erfitt eða frekar erfitt með að láta enda ná saman. Það er mun hærra hlutfall en meðal innfæddra, þar sem 26,2% voru í sömu stöðu. Innflytjendur líða frekar efnahagslegan skort og hafa í meira mæli þurft að þiggja matar- og/eða fjárhagsaðstoð. Í könnun Vörðu var einnig spurt um andlega og líkamlega heilsu. Niðurstöðurnar sýna að andleg og líkamleg heilsa at- vinnulausra er verri en þeirra sem eru í vinnu og þeir eru lík- legri til að hafa neitað sér um að sækja heilbrigðisþjónustu. And- leg heilsa atvinnulausra mælist einnig mun verri hjá konum en körlum en athygli vekur að um fjórðungur kvenna á vinnumark- aði, þeirra sem eru í vinnu, sagð- ist búa við slæma andlega heilsu. mm Síðastliðinn föstudag var kvikmynd- in Hvernig á að vera klassa drusla frumsýnd og var myndin söluhæsta mynd helgarinnar. Myndin var tek- in upp í Hvalfirði og á Akranesi 2019. Handritið skrifaði Ólöf birna Torfadóttir, en þetta er fyrsta kvik- mynd hennar í fullri lengd. Myndin fjallar um vinkonurnar Karen, sem er þrælvön sveitastelpa, og Tönju, sem er mikið borgarbarn. Þær fara í saman út á land að vinna á stórum sveitarbæ yfir sumarið. Þar reyn- ir Tanja að heilla sveitarsták upp úr skónum en gengur það heldur illa. Hún biður þá Karen að kenna sér að vera frakkari og hvernig eigi að vera klassa drusla. Þetta hefur ýms- ar spaugilegar afleiðingar sem kitla hláturtaugarnar. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og komið áhorfendum skemmtilega á óvart. Með aðalhlutverk fara þær Ásta Júlía Elísdóttir og Ylfa Marín Har- aldsdóttir auk þess sem Steinunn Ólína Þorvaldsdóttir, Þorsteinn bachmann og Ólafía Hrönn Jóns- dóttir fara með hlutverk í mynd- inni. Gerð myndarinnar er sjálf- stætt framtak, unnið án styrkveit- inga úr Kvikmyndasjóði. Myndin fær þó 25% endurgreiðslu frá at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu. arg/ Ljósm. aðsendar Rannsóknanefnd samgöngu- slysa skilaði 29. janúar síðastlið- inn lokaskýrslu um atvikið þegar blíða SH-277 sökk á breiðafirði 5. nóvember 2019. Skipið hafði verið á beitukóngsveiðum. Í atvikaskrán- ingu af óhappinu kemur fram að skipið hafi sokkið mjög skyndilega en orsakir lekans liggja ekki fyrir. Þrír skipverjar komust á kjöl björg- unarbáts og var bjargað um borð í Leyni SH-120. Í skýrslu Rannsókn- arnefndar samgönguslysa kem- ur fram að staðsetning skipsflaks- ins sé þekkt og liggur það á um 40 metra dýpi norður af Langeyjum. Í tönkum skipsins er talið að séu um þrjú þúsund lítrar af gasolíu auk 400 lítra af glussaolíu. Rannsókn- arnefndin telur afar mikilvægt, m.a. vegna rannsóknarhagsmuna, að í tilfellum sem þessum sé skipsflak tekið upp og vísar í því samhengi til atviks þegar Jón Hákon bA sökk á Vestfjarðamiðum í byrjun júlí 2015. mm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra samþykkti fyrir helgi til- lögur Þórólfs Guðnasonar sótt- varnalæknis um tilslakanir á sam- komutakmörkunum. Tillögurnar tóku gildi síðastliðinn mánudag og gilda til og með 3. mars. Almenn- ar fjöldatakmarkanir eru áfram 20 manns en undantekningar eru rýmri en áður. Enn gilda reglur um tveggja metra reglu og grímu- skyldu. börn fædd 2005 eða síð- ar eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmarkanir, nálægðarmörk og grímuskyldu. Skemmtistaðir og krár mega nú hafa opið að nýju og einnig spila- salir og spilakassar. Veitingastað- ir með áfengisveitingar, þar með talin veitingahús, kaffihús, krár og skemmtistaðir, mega hafa opið til kl. 22:00 og það sama gildir um spilasali og spilakassa. Ekki er heimilt að hleypa nýjum gestum að á veitingastöðum eftir kl. 21:00 og veitingar skulu aðeins afgreidd- ar gestum í sæti. fjöldatakmörkun gesta í sviðslistum fór úr 100 í 150 manns og hámarksfjöldi í versl- unum og á söfnum er 150 manns að uppfylltum skilyrðum um fer- metrafjölda. Leyfilegt er að opna að nýju búningsaðstöðu í heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Æfingar í tækjasal eru heimilaðar með þeim skilyrðum að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátttöku sína fyrirfram. Leyfi- legur hámarksfjöldi gesta er helm- ingur af þeim fjölda sem kveðið er á um í starfsleyfi. Allur búnaður skal vera sótthreinsaður eftir hverja notkun og tryggt að einstaklingar fari ekki á milli rýma. Trú- og lífs- skoðunarfélög hafa undantekningu á 20 manna fjöldatakmörkunum og mega vera 150 fullorðnir ein- staklingar við athafnir en virða þarf tveggja metra regluna og grímu- skyldu. arg Æfingar í tækjasal eru nú heimilaðar með þeim skilyrðum að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátttöku sína fyrirfram. Slakað hefur verið á samkomutakmörkunum Fjórðungur launafólks á erfitt með að láta enda ná saman Skjáskot úr myndinni Hvernig á að vera klassa drusla var söluhæst um helgina Frá frumsýningu myndarinnar um helgina. Handritshöfundur myndarinnar er Ólöf Birna Torfadóttir. Ljósm. úr safni/ arg Úr kvikmyndasal um helgina. Fjórum árum áður en Blíða SH sökk hafði hún í október 2015 steytt á skeri og var þessi mynd tekin þá. Ljósm. úr safni/ sá. Skýrsla um þegar Blíða sökk á Breiðafirði

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.