Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2021, Side 25

Skessuhorn - 10.02.2021, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 2021 25 Stóriðjan hefur verið líkt og heit kartafla undanfarin ár, m.a. í opin- berri umræðu. Í vaxandi mæli hef- ur verið togast á um mengunarmál og loftslagsþáttinn en sérstaklega þó um orkuverð. Í því efni er eng- in spurning að landsmenn þurfa og eiga að krefjast eðlilegs verðs fyr- ir selda raforku. Þjóðarbúið þarf á því að halda. Uppbygging á Grundartanga Stóriðjan hefur haft gríðarlega mik- il áhrif á íslenskum vinnumarkað, stuðlað að festu og atvinnuöryggi hjá þúsundum einstaklinga og víða haft úrslitaáhrif, skapað ný störf og verkefni, jafnvel í ólíkum greinum. Á öflugu athafnasvæði á Grund- artanga eru afar mikilvæg fyrirtæki, bæði í þjóðhagslegu tilliti og fyr- ir atvinnulíf á suðurhluta Vestur- lands. Áhyggjur eru hins vegar uppi um að starfsemi þessara fyrirtækja sé ekki tryggð til framtíðar vegna minnkandi samkeppnishæfni orku- sækins iðnaðar. Græn og væn framtíð Þróunarfélag Grundartanga var stofnað fyrir 5 árum en hlutverk þess er að stuðla að þróun og upp- byggingu á atvinnusvæðinu. Á veg- um félagsins er nú unnið hörðum höndum að ýmsum verkefnum í græna og umhverfisvæna átt. Dæmi um það er nýting á glatvarma til uppsetningar á hitaveitu eða jafnvel í raforkuframleiðslu. Sömuleiðis er unnið að þróun og vinnslu á svo- kölluðu rafeldsneyti til notkunar á bílum og skipum sem er áhugavert verkefni sem nýlega hlaut lítilshátt- ar fjárstuðning stjórnvalda. Lykill að lausnum? Á þessum sviðum geta leynst ýmis mikilvæg skref og jafnvel svör við loftslagsvanda Íslands sem verða stöðugt ágengara umfjöllunarefni. Þetta gæti að auki skapað fjölmörg störf með lítið umhverfisspor. Mögulegt yrði ef vel tekst til að hita upp allt að 15.000 hús. Með föngun kolefnis úr útblæstri verksmiðjanna og með framleiðslu á kolefnishlut- lausu eldsneyti væri þannig mögu- legt að minnka kolefnisspor Íslands um jafnvel 12% eða u.þ.b. 450.000 tonn af koltvísýringi. Það er því mikilvægt að stjórn- völd komi með öflugum hætti til móts við sprotastarfsemi og fyr- irtæki sem vinna af kappi í þessa veru. Athafnasvæðið á Grundar- tanga er þarna kjörinn vettvangur, getur orðið fyrirmynd og tryggt starfsemina til langrar framtíðar í sátt við umhverfið. Ábyrgð stjórnvalda Óhreinu börnin hennar Evu og stóriðjan eru oft nefnd í sömu and- ránni, að stóriðjan sé tímaskekkja og þurfi að víkja hið fyrsta. Því skal haldið til haga að þessari mikilvægu starfsemi var komið á fót hér á sín- um tíma með vilja stjórnvalda og jafnvel fyrir áeggjan og að frum- kvæði þeirra. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil og stjórnvöld verða að haga orðræðu sinni og athöfnum með það í huga, það er mikið í húfi. Við eigum hins vegar að vera ein- örð í kröfunni um loftslags- og um- hverfisþættina. Þar eru ófrávíkjan- leg markmið sem vinna verður að, og mörg tækifæri eru enn ósótt. Guðjón S. Brjánsson Höf. er alþingismaður Samfylking- arinnar í NV kjördæmi. borgarbyggð opnaði á mánudag- inn netspjall á heimasíðu sveitar- félagsins. Þegar vefsíðan borgar- byggd.is er opnuð birtist gluggi neðst í hægra horni þar sem hægt er að fara inn í netspjallið. Spjallið verður fyrst um sinn opið alla virka daga frá kl. 9:30-15:00. Á heima- síðu sveitarfélagsins er greint frá því að netspjallið sé liður í því að auka þjónustu þjónustuvers sveitar- félagsins fyrir íbúa og gesti. „Hlut- verk þjónustuversins er að veita há- gæða þjónustu og að vera upplýs- ingaveita fyrir íbúa borgarbyggð- ar og aðra sem leita til þjónustu- versins, óháð þeirri leið sem erindi berast,“ segir á vef sveitarfélagsins. Hægt verður að senda skilaboð í gegnum netspjallið utan opnunar- tíma og verður þeim þá svarað þeg- ar spjallið er opnað aftur. arg Katrín Sif Sigurgeirsdótt- ir, fyrrverandi formaður kjaranefndar Ljósmæðra- félags Íslands, vill leiða Pí- rata í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosn- ingar. Hún er 45 ára hjúkr- unarfræðingur og ljósmóð- ir, gift Aðalsteini Ingólfssyni og samtals eiga þau átta börn. Katrín Sif starfar nú sem ljós- móðir í mæðravernd og sinn- ir heimafæðingaþjónustu. Í tilkynningu kemur fram að Katrín Sif velur að bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi. „Ég býð mig fram í Norð- vesturkjördæmi vegna þess að ég tel að reynsla mín og kraftar muni nýtast því kjör- dæmi einna best á næsta kjör- tímabili. Ég á ættir að rekja vestur og hef starfað þar sem ljósmóðir með hléum undan- farin ár bæði á Patreksfirði og Ísa- firði. Ég veit því hversu mikilvægt það er fyrir íbúa kjördæmisins að fá öflugan talsmann fyrir traustu aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni til liðs við sig. Ég hef komið víða að í heilbrigðiskerf- inu, bæði sem þjónustuveitandi, þjónustuþegi og aðstandandi. Ég hef staðið ölduna í því kerfi í gegn- um súrt og sætt, hrun og faraldur og þannig séð, heyrt og lært. Allt er þetta dýrmæt reynsla sem ég er tilbúin að nýta mér á vettvangi Al- þingis til að vinna að góðu og skil- virku heilbrigðiskerfi.“ Katrín Sif segir að Píratar á Ís- landi séu ungt afl sem hafi tekið út mikinn þroska og vöxt á stutt- um tíma. „Þetta er afl sem er í stöðugri þróun og getur þar af leiðandi boðið upp á mikil- væga aðlögunarhæfni og lest- ur í nútímaþarfir samfélags- ins. Píratar byggja á góðum þverskurði samfélagsins og grunnstefna þeirra stendur vörð um réttindi allra hópa. Áhersla Pírata á að efla og vernda réttindi jaðarsettra hópa í samfélaginu höfðar sérstaklega vel til mín því ég brenn fyrir samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að sitja við sama borð. Ég trúi því að ef grunnurinn er traustur, þ.e. ef við hlúum vel að börnunum okkar og veitum þeim öryggi og fullnægjandi vaxtar- og þroskaskilyrði, andleg, félags- leg og líkamleg, þá komum við í veg fyrir ansi víðtæka þjón- ustuþörf í heilbrigðiskerfinu þeg- ar fram í sækir. Ég tel að ég sé vel til þess fallin að geta verið þessum málaflokkum góður málsvari, ég hef til þess traustan grunn, reynslu, þekkingu og þroska,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir. mm frestur til að skila framboðum til prófkjörs framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi rann út um mánaðamótin. Póstkosning verð- ur haldin dagana 16. febrúar til 13. mars og verður kosning bindandi um fimm efstu sætin á lista flokks- ins fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Atkvæðisrétt hafa þeir sem skráðir eru í flokkinn. Kjör- stjórn hefur nú kynnt nöfn tíu ein- staklinga sem gefa kost á sér í próf- kjörinu. Ljóst er að nú stefnir í bar- áttu um efstu sætin því þrír berjast um forystusæti listans og fjórir óska eftir öðru sæti. flokkurinn á nú tvo þingmenn í kjördæminu; þau Ásmund Einar Daðason, sem nú hyggst bjóða sig fram í Reykjavík, og Höllu Signýju Kristjánsdótt- ur sem sækist eftir öðru af tveim- ur efstu sætum listans. Nú blanda Stefán Vagn Stefánsson á Sauðár- króki og Guðveig Eyglóardóttir í borgarnesi sér einnig í toppbarátt- una. Eftirfarandi gefa kost á sér: Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði 1. sæti Guðveig Eyglóardóttir, sveitar- stjórnarmaður í borgarbyggð 1.-2. sæti Halla Signý Kristjánsdóttir, al- þingismaður í bolungarvík 1.-2. sæti Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUf 2. sæti Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð 2.-3. sæti Gunnar Tryggvi Halldórsson, sveitarstjórnarmaður blönduósi 3. sæti friðrik Már Sigurðsson, verkefna- stjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Húnaþingi vestra 3.-4. sæti Gunnar Ásgrímsson, háskólanemi á Sauðárkróki 5. sæti Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarmaður í Strandabyggð 5.-6. sæti Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri frá flatey 3.-5. sæti. mm Þrjú landshlutaráð Viðreisnar af fimm hafa tekið ákvörðun um hvaða leið verði farin við röðun á framboðslista fyrir kosningar í haust. Landshlutaráð Reykjavíkur, Suðvesturkjördæmis og Suðurkjör- dæmis hafa öll fundað og ákveð- ið að nota uppstillingu við skip- an á lista þessara fjögurra kjör- dæma að þessu sinni. Landshluta- ráð Norðvestur- og Norðaustur- kjördæma munu fljótlega funda til að taka ákvörðun um leið við röð- un á framboðslista. Viðreisn á ekki þingmann í Norðvesturkjördæmi en bauð fram fyrir fjórum árum. Ekki liggur fyrir hverjir sækist eftir að komast í framboð að öðru leyti en því að Guðmundur Gunnars- son fyrrverandi bæjarstjóri á Ísa- firði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Það var stað- fest í desember síðastliðnum. „Hvert landshlutaráð fyrir sig tekur ákvörðun um hvaða aðferð verður beitt við skipan framboðs- lista, í samræmi við samþykkt- ir flokksins. Verði uppstilling fyr- ir valinu skal landshlutaráð skipa uppstillingarnefnd sem starfar samkvæmt reglum sem stjórn Við- reisnar setur. framboðslistar verða bornir undir landshlutaráð og stjórn Viðreisnar til samþykktar. Viðreisn gætir fyllsta jafnréttis kynjanna og vill endurspegla fjölbreytni mann- lífs í framboðslistum sínum. Stjórn Viðreisnar hefur ákveðið að auglýsa eftir áhugasömu fólki til að starfa með flokknum og taka sæti á listum hans. Þessar auglýsingar munu líta dagsins ljós á næstu dögum,“ segir í tilkynningu. mm Tíu gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknar í NV kjördæmi Viðreisn velur uppstillingu og auglýsir eftir áhugasömum Katrín Sif vill leiða lista Pírata Pennagrein Stóriðjan og ábyrgð stjórnvalda Hér má sjá hvar hægt er að fara inn í netspjallið. Borgarbyggð hefur opnað netspjall

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.