Skessuhorn - 10.02.2021, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 202128
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
fasteignagjöld í borgarbyggð hafa um árabil verið einhver
þau hæstu á landinu. Í ár er engin breyting þar á, enda líklega
þörf á sem mestum tekjum til sveitarfélagsins til þess að kosta
óreiðuna í fjármálum undir stjórn núverandi meirihluta.
Ég hef áður í greinum sýnt mismuninn á fasteignasköttum,
annarsvegar á mínu húsi í borgarnesi, og húsi vinar míns í
Grafarvogi sem er aðeins minna en mitt í fermetrum talið, en
fasteignamat þess er hærra.
Mismunurinn á gjöldum í Borgarbyggð
og Reykjavík er sláandi
Samkvæmt grein í Skessuhorni nú nýlega þá talaði einn
fulltrúi meirihlutans í borgarbyggð fjálglega um að fasteinga-
skattar hækkuðu ekki þar sem álagningarprósentan hækkaði
ekki. Veruleiki íbúanna sem þurfa að greiða fasteignaskatta
er þessi:
Hækkun fasteignatengdra gjalda borgarbyggðar er tæplega
tvöföld verðlagshækkun milli ára.
Skoðum aðeins hvaða tekjur þarf að hafa til þess að greiða
fasteignagjöld af húsi eins og mínu:
Það er því dýrt spaug að eiga og reka íbúðarhúsnæði í borg-
arbyggð!
Skv. pistli fulltrúa meirihlutans hækka skuldir sveitarfélags-
ins lítið sem ekkert. Hann tekur hækkun milli áranna 2022 og
2024 sem dæmi. Raunveruleikinn er sá ef miðað er við síðasta
þekkta uppgjör borgarbyggðar 2019 og síðasta ár langtíma-
áætlunar núverandi meirihluta þá eru horfurnar þessar:
Áætlunin gerir því ráð fyrir að skuldir og skuldbinding-
ar hækki um tæplega 1,3 milljarða króna. Og þar sem fram-
kvæmdir á tímabilinu eru áætlaðar 1,4 milljarðar króna og
hafa gjarnan farið 50% til 80% fram úr áætlun þá er líklegra
að skuldaaukningin verði nær 2 milljörðum króna þegar upp
verður staðið.
flest bendir til þess að núverandi meirihluti hafa litla sem
enga stjórn eða yfirsýn yfir fjármál og rekstur sveitarfélagsins.
Ef til vill er það ástæðan fyrir feluleiknum um skýrslu KPMG
um innra eftirlit og fjárhagskerfi sveitafélagsins.
Borgarnesi, 3. febrúar 2021.
Guðsteinn Einarsson.
Af fasteignagjöldum og fleiru
Norðvesturkjördæmi spannar stórt
landsvæði með fjölbreytt landslag,
fallega náttúru, mikla möguleika og
áskoranir. Kjördæmið býður upp á
margbreytileg atvinnutækifæri og
sóknarfærin eru mörg. Í þessari yf-
irferð langar mig aðeins að tala um
landbúnað, sem er ein af grunnstoð-
um atvinnulífs og byggðar í kjör-
dæminu.
Landbúnaður er á margan hátt
undirstaða dreifðari byggðar og mik-
ilvægi hans í byggðarþróun landsins
er sjaldan ofmetið. Það er staðreynd
að atvinnumöguleikar eru fjölbreytt-
ari í þéttbýli. Þess vegna verður öfl-
ugur landbúnaður að vera lykill að
góðum búsetuskilyrðum í dreifbýli.
Undanfarin ár hefur þessi forna og
mikilvæga atvinnugrein átt undir
högg að sækja. Oft eru t.d. ekki for-
sendur fyrir komandi kynslóðir að
taka við búrekstri. Afurðaverð bænda
er í mörgum tilfellum ekki nægilega
gott til að standa straum af kostn-
aði við búrekstur og sérhæfð láns-
fjörmögnun af skornum skammti.
Staða sauðfjárbænda er sérstaklega
erfið og margir sjá það sem sinn eina
kost að vinna utan heimilis samhliða
búskap. Nautgriparækt hefur heldur
ekki skilað miklum tekjum, umfram
framleiðslukostnað, undanfarin ár
og stendur tæplega undir búrekstri
án þess að vera hliðargrein mjólkur-
framleiðslu. Íslenskur landbúnaður
stendur því á tímamótum og óljóst
hvert leiðin liggur.
Þó að ferðamannastraumur hafi
aukist umtalsvert undanfarin ár, þá
sérstaklega sunnanmegin á landinu,
eru þessar landbúnaðargreinar ekki
að njóta góðs af. Þróun afurðaverðs
sauðfjárbænda árin 2013-2020 tók
stóra dýfu. Þannig fengu bændur
hærra verð fyrir framleiðslu sína árið
2013 en haustið 2020. Það sjá allir að
slík þróun getur ekki gengið á sama
tíma og launa- og rekstrakostnaður
hækkar. Ef ekki er brugðist við þess-
ari þróun á íslensk sauðfjárrækt sér
enga framtíð.
Tollalækkanir hjálpa til við að
halda verði niðri gagnvart bændum
og viðheldur þessari þróun. Inn-
flutt nautakjöt árið 2019 var rúm
800 tonn og sama ár var innflutt
svínakjöt rúm 1200 tonn. Á það skal
bent að innflutt kjöt er að stórum
hluta úrbeinað kjöt, sem rýrnar um
30 - 35% við úrbeiningu, svo raun-
samanburður við íslenska kjötfram-
leiðslu með beini hækkar þessar inn-
flutningstölur enn frekar. Það er al-
veg ljóst að elsta atvinnugrein lands-
ins fær enga viðspyrnu með þessu
regluverki. Þessa vegferð þarf að
stoppa og það strax.
Við viljum sterkari innlendan
landbúnað og öflugan matvælaiðn-
að. Jafna þarf sam-
keppnisstöðu hans
með sanngjörnum
tollum á innflutn-
ing. Við viljum
skapa atvinnu við
matvælaframleiðslu úr gæða hráefn-
um frá íslenskri sveit. Við viljum að
matvæli fari í gegnum okkar gæða-
kerfi til að tryggja hreinleika og gæði
frá upphafi til enda. Ég treysti bænd-
um landsins best til að anna þörf-
um innanlandsmarkaðar. Móta þarf
rétta stefnu og framkvæma. Það get-
ur ekki verið okkar eini möguleiki
að selja ferðamönnum hamborgara
með innfluttu nautakjöti og beikoni.
Það er hagsmunamál allra íbúa
Norðvesturkjördæmis að leggja ríka
áherslu á að styrkja stöðu landbún-
aðar og íslenskrar matvælafram-
leiðslu.
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Höf. er frambjóðandi í 3. sæti
Framsóknarflokks í Norðvesturkjör-
dæmi.
Íslensk kjötsúpa, Já takk!
Pennagrein