Skessuhorn - 10.02.2021, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 202130
Ef þú þyrftir að skipta um
nafn, hvað nafn myndir þú
velja?
Spurning
vikunnar
(Spurt á netinu)
Jón Þór Jónsson
Ég myndi auðvitað vilja heita
Jón Auðunn eins og pabbi og
sonur minn. Hugmyndaflugið
er nú bara ekki meira en þetta í
fjölskyldunni.
Guðrún Hjaltalín
Ég myndi vilja heita Hallgerður
eftir hinni merku Hallgerði lang-
brók eða Gyða Sól eftir persón-
uninni sem Helga braga lék, hef
verið kölluð það stundum.
Ása Birna Viðarsdóttir
Ég er skírð í höfuðið á ömmu
Ásu og afa bjarna sem mér þótti
svo ákaflega vænt um og myndi
því velja nöfn sem vísaðu í nöfn-
in þeirra, t.d. Ásdís bjarney.
Arinbjörn Rebel Kúld
Rebel sonur byltingarinnar.
Eyþór Óli Frímansson
Mjög sáttur við mitt nafn en
ætli ég myndi þá ekki bara nota
millinafnið Ólafur eða Óli.
Sveinbjörn Eyjólfsson hafði veg og
vanda að ístöltmóti sem haldið var
á spegilsléttu Vatnshamravatni í
Andakíl síðastliðinn sunnudag. Ein-
muna vetrarblíða var og aðstæður
allar hinar ákjósanlegustu. Keppt
var í þremur flokkum á mótinu;
framtíðin - 17 ára og yngri, Skvís-
ur - konur 18 ára og eldri og Töff-
arar - karlar 18 ára og eldri. Dóm-
arar voru Lára Gísladóttir í Stóra-
Ási og Jón Eyjólfsson á Kópareykj-
um. úrslit urðu þessi:
Framtíðin:
1. Kristín Eir Hauksdóttir á Sóló
frá Skáney
2. Hilmar Oddsson á Skildi frá
Steinum
3. Aníta Eik á Rökkurró frá Reykja-
vík
5. Gísli Sigurbjörnsson á Drift frá
Minni-borg
5. Emma Li á Sóley frá Oddstöð-
um.
Skvísur:
1. Elisabeth Marie á Hlökk frá
flagveltu
2. Heiða Dís fjeldsted á Hrafni frá
ferjukoti.
3. Viktoría Gunnarsdóttir og Mír
frá Akranesi
4. Tinna Rut Jónsdóttir Elizondo
og Harpa frá blönduósi
5. Þórdís fjeldsted Þorsteinsdóttir
og Smyrill frá Álftárósi.
Töffarar:
1. Viggó Sigurðsson og björt frá
Akureyri.
2. Ómar Pétursson og Mósa frá Ár-
dal
3. Ólafur Guðmundsson og Eldur
frá borgarnesi
4. bjarki Þór Gunnarsson og Greifi
frá Söðulsholti
5. Heiðar Árni baldursson og Víg-
þór frá Hveravík.
Þess má einnig geta að Guðlaugur
Óskarsson tók fjölmargar skemmti-
legar myndir á mótinu sem finna
má m.a. á facebook síðu hans og
Sveinbjarnar.
mm/se
Í tilefni Alþjóðadags móðurmáls-
ins 21. febrúar næstkomandi var
verkefnið „Íslandskort – leitin að
tungumálaforðanum 2021“ sett af
stað. Um er að ræða vitundarvakn-
ingu um þann fjársjóð sem felst í
tungumálum okkar. Hugmyndin
er að kortleggja öll tungumál töluð
af börnum í leik- og grunnskólum
landsins til þess að vekja jákvæða
umræðu um tungumál og fjöltyngi
í barna- og unglingahópum. Til
þess var send út könnun á alla leik-
og grunnskóla landsins og verð-
ur afrakstur könnunarinnar birtur
gegnum gagnvirkt Íslandskort þar
sem hægt verður að skoða og gleðj-
ast yfir tungumálaforða á hverjum
og einum stað.
„Mikilvægt atriði í verkefninu
er að ýta undir veruleika þar sem
börn og ungmenni finna að það að
tjá sig á fleiri tungumálum en á ís-
lensku getur aukið lífsgæði og til-
finningalíf þeirra og að þau finni
fyrir stolti yfir að hafa fleiri en eitt
tungumál á valdi sínu. Eins og við
öll vitum eykur jákvæð sjálfsmynd
námsgleði og -möguleika. Á sama
tíma verður stuðlað að forvitni og
áhuga á tungumálum almennt,“
segir í tilkynningu en að verkefninu
standa Menntamiðja, Menntavís-
indastofnun HÍ, Menningarmót -
fljúgandi teppi, Tungumálatorg,
Skóla- og frístundasvið Reykjavík-
urborgar, og Móðurmál – samtök
um tvítyngi.
Hægt er að fylgjast með verk-
efninu og fá fróðleiksmola um fjöl-
tyngi og tungumál í fb-viðburðin-
um: “Alþjóðadagur móðurmálsins
2021 - Leitin að tungumálaforða
barna og unglinga”. mm
Skátarnir í Grundarfirði eru vænt-
anlega orðnir þyrstir í ferðalög og
ævintýri eins og aðrir landsmenn
enda lítið verið aðhafst síðasta
árið. Þeir brugðu á það ráð að fara
í óhefðbundna útilegu um liðna
helgi. Þá var tjöldum slegið upp
í íþróttahúsi Grundarfjarðar og
haldin kvöldvaka og gist í tjöldum.
Þetta var hluti af undirbúningi fyr-
ir fimm daga útilegu á úlfljótsvatni
í sumar. Lína Hrönn Þorkelsdótt-
ir smellti af þessari skemmtilegu
mynd þar sem að Aðalsteinn Þor-
valdsson og Marta Magnúsdótt-
ir, skátahöfðingi Íslands, fara fyrir
kvöldvöku með krökkunum.
tfk
Óhefðbundin
útilega
Blés til Matfuglsmóts á
ísilögðu Vatnshamravatni
Frumkvöðullinn með gjallarhornið.
Ljósm. Helga Jónsdóttir.
Lárus Ástmar Hannesson í brautinni. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.
Þessir gerðu brautina klára; Jón Ólafsson, Ómar Pétursson og Helgi Björn Ólafs-
son. Ljósm. Sveinbjörn Eyjólfsson.
Leitin að tungumálaforða barna og unglinga