Skessuhorn - 10.02.2021, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 2021 31
Á miðnætti á sunnudagskvöld tóku gildi rýmri samkomu-
takmarkanir og máttu heilsu- og líkamsræktarstöðvar opna
tækjasali á ný, með skilyrðum. Ekki mega fleiri en 20 manns
vera í hverju rými og þeir skulu skrá þátttöku sína fyrir-
fram. Á heimasíðu ÍA sagði á mánudaginn að engar breyt-
ingar hefðu verið gerðar á opnun þreksala á Jaðarsbökk-
um þann daginn. „Til að framfylgja sóttvarnarreglum og
reglum um skráningu og fjölda þarf ÍA að fá, í samstarfi við
Akraneskaupstað, lengri tíma til þess að skoða útfærslu á
framkvæmd opnunar,“ sagði á vef ÍA. Vonast er til þess að
lausn finnist á næstu dögum svo hægt verði að opna.
arg
finnski vinstri bakvörðurinn Eli-
as Tamburini gekk nýlega til liðs við
Skagamenn frá Grindavík. Elias sem
er 25 ára gamall hefur leikið 54 leiki
á Íslandi síðustu þrjú tímabil með
Grindvíkingum áður en hann gekk til
liðs við Skagamenn.
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálf-
ari Skagamanna segist í samtali við
Skessuhorn vera ánægður með það að
fá Elias til liðs við félagið. „Ég var bú-
inn að fylgjast með honum um tíma
og hann hentar okkar leikstíl mjög
vel. Hann er krafmikill og fljótur leik-
maður og getur farið upp kantinn og
á góðar fyrirgjafir. Ég er ekki í nokkr-
um vafa um það að hann á eftir að
styrkja hópinn,“ segir Jóhannes Karl.
Spurður um frekari styrkingar
inn í hópinn fyrir tímabilið sagði
Jóhannes Karl: „Við erum auðvi-
tað að líta í kring um okkur. En það
er ekkert fast í hendi. En við erum
að skoða leikmenn bæði hér heima
og erlendis. Tíminn verður bara að
leiða í ljós hvernig tekst til. En við
megum ekki gleyma því samt að við
erum með unga og efnilega stráka
sem verða að fá sín tækifæri og ég
treysti þeim. Nú nýlega voru níu
leikmenn frá okkur valdir til æf-
inga með U-16, U-18 og U-19 ára
landsliðum Íslands. Það segir okkur
að efniviðurinn er tl staðar,“ segir
Jóhannes Karl.
se/ Ljósm. kfia.
Keppt var í sundi á alþjóðlegu
móti Reykjavík International Ga-
mes – RIG 2021 um síðustu helgi.
Keppt var í Laugardalslauginni.
Ellefu keppendur komu frá Sund-
félagi Akraness og stóðu sig vel.
Guðbjörg bjartey Guðmundsdótt-
ir tryggði sér áfram sæti í ung-
lingalandsliði Sundsambands Ís-
lands með því að synda tvisvar und-
ir lágmarki. Nokkur breyting var
á mótinu sökum heimsfaraldursins
og mátti til að mynda hver kepp-
andi aðeins keppa í þremur grein-
um. Keppendur í Sundfélagi Akra-
ness náði góðum árangri á mótinu
og voru margir sem syntu sig inn í
úrslit. úrslit keppenda frá SA voru
eftirfarandi:
2. sæti
Guðbjörg bjartey Guðmundsdóttir
– 100m skriðsund
3. sæti
Enrique Snær Llorens Siguðrsson
– 200m og 400m fjórsund
Guðbjörg bjartey Guðmundsdóttir
– 50m skriðsund
Karen Karadóttir – 50m bringu-
sund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir –
100m bringusund
Sindri Andreas bjarnasson – 100m
skriðsund
4. sæti
Erlend Magnusson – 50m baksund
Enrique Snær Llorens Sigurðsson
– 400m skriðsund
5. sæti
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir –
400m fjórsund
Sindri Andreas bjarnasson – 50m
skriðsund
Ingibjörg Svava Magnusardóttir –
200m skriðsund
Karen Karadóttir – 100m bringu-
sund
6. sæti
Sindri Andreas bjarnasson – 200m
skriðsund
7. sæti
Ragnheiðiur Karen Ólafsdóttir –
200m fjórsund
Guðbjörg bjartey Guðmunsdóttir
– 200m skriðsund
Guðbjarni Sigþórsson – 100m
skriðsund
8. sæti
Einar Margeir Ágústsson – 50m
skriðsund, 100m skriðsund og 200m
skriðsund
Karen Karadóttir – 200m bringusund
arg/Ljósm. Sundsamband íslands
Skagamenn töpuðu 1:5 gegn
breiðabliki í úrslitaleik fótbolta.net
æfingamótinu síðastliðið föstudags-
kvöld. Leikurinn fór fram á Kópa-
vogsvelli. Það var Ingi Þór Sigurðs-
son sem skoraði mark Skagamanna
í leiknum.
blikar byrjuðu leikinn af miklum
krafti og voru komnir með þriggja
marka forystu eftir um 15 mínútna
leik, og leiddu 4:0 í hálfleik. Leik-
urinn var síðan mun jafnari í síðari
hálfleik. Það vantaði nokkra fasta-
menn í lið Skagamanna en blik-
ar virtust tefla fram sínu sterkasta
liði. En það jákvæða var að nokkrir
ungir leikmenn Skagamanna fengu
mikilvæga leikreynslu í leiknum.
Á leið sinni í úrslitaleikinn sigr-
uðu Skagamenn Gróttu 2:0 á Sel-
tjarnarnesi með mörkum þeirra
Gísla Laxdal Unnarssonar og Hlyns
Sævars Jónsson og HK 2:1 í Akra-
neshöllinni með mörkum þeirra
brynjars Snæs Pálssonar og Gísla
Laxdal Unnarssonar.
Skagamenn sigruðu á fótbolta.
net mótinu í fyrra og unnu þá
breiðablik 5:2 í úrslitaleik.
se
Elias Tamburini til liðs við Skagamenn
Biðu með að
opna tækjasalinn
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks hampaði bikarnum í leikslok eftir
5-1 sigur á Skagamönnum. Ljósm. Fótbolti.net/ Hulda Margrét.
Skagamenn léku til úr-
slita í fótbolta.net mótinu
Góður árangur Skagamanna á RIG 2021
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir eftir
sund.
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir gerir sig klára fyrir keppni.
Ingibjörg Svava Magnusardóttir stingur sér til sunds.
Enrique Snær Llorens Sigurðsson í miðju sundtaki.
Sindri Andreas Bjarnasson er klár í laugina.
Stungið sér til sunds. Fremst í mynd er Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir.