Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn 250 Ummerki jarðskjálfta á Reykjanesskaga Hinn 20. október 2020 kl. 13:43 mældist jarðskjálfti á 3,3 km dýpi með upptök á Núpshlíðarhálsi, um 5 km vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni (1. mynd). Stærð skjálftans* var Mw5,6 en nokkrir eftirskjálftar fylgdu og var sá stærsti Mw4,1. Stóri skjálftinn fannst vel um mestallt land, sér í lagi á suðvesturhorninu. Skjálftinn var sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá því árið 2003. Veðurstofunni bárust nokkrar tilkynningar um skriðuföll á Reykjanesskaga. Innan áhrifasvæðis jarð- skjálftanna eru mörg vel sótt útivistarsvæði og voru ummerki um skjálftann skoðuð í grennd við nokkur þeirra dagana á eftir. Ferðafólki var bent á að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum á meðan líkur voru á áframhaldandi skjálftavirkni. Tilkynningar bárust einnig til Veður- stofunnar um aukna gaslykt í nágrenni Grænavatns á Núpshlíðarhálsi (1. mynd) í tengslum við jarðskjálftana en einnig barst tilkynning um að lækkað hefði í Kleifarvatni. Vatnagróður í flæðarmálinu benti til þess. * (Mw) er kvarði sem mælir vægisstærð, það er hversu mikil orka losnar þegar einn fleki færist framhjá öðrum. Þessi kvarði er talinn sá besti til að mæla stóra skjálfta og henta best til að bera saman mismunandi skjálfta. Richters-kvarðinn mælir mestu sveifluvídd jarðskjálftabylgjunnar en gerir ekki greinarmun á mismunandi jarðskjálftabylgjum. Þess vegna vanmetur sá kvarði jarðskjálfta sem eru langt í burtu frá mælinum, djúpir eða mjög sterkir. Esther Hlíðar Jensen JARÐSKJÁLFTAR Á REYKJANESSKAGA Mikil skjálftavirkni hófst í lok árs 2019 á Reykjanesskaga og hélst hún mestallt árið 2020. Í júlí mæld- ust skjálftar um og yfir Mw5 að stærð við Fagradalsfjall, vestan við upptök skjálftans sem varð 20. október. Saga jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga ber með sér að snarpir skjálftar hafa orðið í tengslum við meiriháttar jarðskjálfta- hrinur og því var ekki hægt að útiloka að stærri jarðskjálftar gætu fylgt þessari hrinu. Stærstu skjálftar á Reykjanes- skaga eru taldir geta orðið um það bil Mw5,5–Mw6 að stærð og gætu þeir valdið tjóni á höfuðborgarsvæðinu. Náttúrufræðingurinn 90 (4–5) bls. 250–258, 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.