Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 45
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 265 ummerki eftir starana í skítahrúgunum. Mikið er um skít í beitarhólfinu þar sem hestarnir halda sig mest. Þeir hvíla sig gjarnan í kringum hádegið og margir skíta að því loknu. Hádegið er því góður tími fyrir starana að vera nálægt hestunum. Hross á Íslandi hafa einn ytri sníkil, hrossalús, en aðrir sníklar eru innvortis, ein bandormstegund og 29 tegundir af þráðormum.16 Þar af eru 24 dreyraormar, sem eru hvað hættuleg- astir. Þeir stærstu eru 2–5 cm að lengd. Stærstu þráðormarnir, hrossaspólu- ormar, geta náð yfir 20–30 cm. Í sumum hestum verður mjög mikið af ormum. Algengast er að það séu fyrst og fremst eggin sem berast með saurnum en lirfur og fullorðna stigið geta gert það líka.16 Auk sníklanna hefur bitmý lengi sótt í að sjúga blóð úr hrossum og nýlega hefur lúsmýið bæst við. Það sama á við um hross og okkur mennina, einstaklingar eru misnæmir fyrir þessum plágum. Það er áhugavert að vita hvort hegðun staranna breytist eftir því hve fjöldi þeirra er mikill. Svör við þessu nálgaðist ég með því að skoða fylgni á milli hóp- stærðar (fjölda einstaklinga í skimunum) og hlutfallstölu hegðunarmynsturs (sjá 1. töflu) í hverri skimun. Fylgnipróf á milli stærðar hóps og hlutfalls stara sem voru að pikka, að standa og snyrta sig, voru langt frá því að vera marktæk (r=0,14, 0,09 og 0,20). En þegar skoðuð var sem ein heild sú fæðuleitarhegðun sem lýsti sér með því að pota í skít, að flögra og hoppa, þá var fylgnin við stærð hóps neikvæð og marktæk (10. mynd). Þetta er áhugavert og bendir til að þegar ekki er þröng á þingi og samkeppnin þar með minni sé auðveldara fyrir fuglana að afla sér auðsærrar fæðu (hoppa um, ná skor- dýrunum á flugi, ná í orma úr skít o.s.frv.). Eins og áður segir urðu vandkvæði við skráningu þegar reynt var að skima yfir stóra hópa, og voru slík gögn ekki höfð með í útreikningum. Ég tók hins vegar eftir því að hjá stóru hópunum var meira um það að fuglarnir snyrtu sig og hvíldu sig, sem er í samræmi við það að þeir séu öruggari með sig í stórum hópi.3 Með góðum aðdrætti og upplausn væri hægt að safna mun meiri gögnum um hegðun staranna, en slíkt bíður betri tíma. 7. mynd. Myndin sýnir að það er ekki tilviljunarkennt á hvers konar hesta stararnir setjast á ( χ2= 202,6, p< 0,001, frítala 5). Þeir setjast mark- tækt oftar á gráa ( χ2 = 119,07, p< 0,001, frítala 1) og bleika (χ2 = 42,06, p < 0,001, frítala 1) hesta og marktækt sjaldnar á brúna (χ2= 35,57, p < 0,001, frítala 1). – The picture shows that the starlings do not settle on the back of the horses of different colours randomly (χ2= 202,6, p< 0,001, d.f. 5). They choose the grey and pink colours but avoid the black. 9. mynd. Nýleg hrossaskítshrúga sem starar höfðu setið við og potað mikið í. – Fresh horse dropping where starlings had been squabbling while probing after prey. Ljósm./Photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. 10. mynd. Hlutfall stara sem hoppa, flögra og pota í skít í fæðuleit er háð fjölda stara í hóp. Tengslin eru marktæk og neikvæð (r=-0,54, p<0,05, n=21). – Proportions of starlings probing into dung, jumping and hawking when foraging in relation to size of group. The correlation is significant and negative (r=-0,54, p<0,05, n=21). Litur hestsins skiptir máli / The colour of the horse matters 0,45 0,40 0,35 0,30 0,25 0,20 0,15 0,10 0,05 0,00 Grátt / Grey Bleikt / Red dun Rautt / Chestnut Brúnt og svart / Black Mosótt / Blue dun Jarpt / Bay Hlutfall stara / Proportion of starlings Hlutfall hesta í litaflokki / Proportion of horses Stærð hóps / Group size H lu tf al l í f æ ð u le it / P ro p . f o ra g in g 0,40 0,35 0,30 0,25 0,20 0,15 0,10 0,05 0,00 10 20 30 40 50 60 70 800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.