Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 52
Náttúrufræðingurinn 272 Ritrýnd grein / Peer reviewed Um þessa leið fjallar Sigurður Þórarinsson í Lesbók (bls. 398) og telur líklegt að hún hafi legið upp úr botni Hoffellsdals í Hornafirði en tekið af á 17. öld vegna framgangs Lambatungnajökuls, sem skreið suður yfir varp til Hoffellsdals. Á 20. öld gekk jökull þessi til baka og var árið 1939 ruddur hestavegur undir Foss- dalshnútu sem opnaði leið upp í Vest- urdal og að Goðahrygg (10. mynd). Vestan undir hryggnum er síðan rakin leið norður á Goðahnjúka.12 Í dagbók sinni 1794 segir Sveinn Pálsson (11. mynd) meðal annars eftir- farandi (bls. 384): Suður eða upp af upptökum Jökuls- ár [í Fljótsdal] verður allt í einu slakki mikill í jökulinn, og þar yfir hafa menn sennilega lagt leið sína úr Múlasýslu til fiskveiða í Hornafirði og þaðan á hinn bóginn norður að Snæ- felli til að sækja fjallagrös. Vestan Jökulsár stefnir jökuljaðarinn hér um bil í NV og liggur síðan í víðum boga yfir að Dyngjufjöllum [Kverkfjöllum]. Þýðing úr dönsku. Jón Eyþórsson bjó til prentunar.13 VERFERÐIR FLJÓTSDÆLINGA Í HÁLSAHÖFN Í jöklariti sínu segir Sveinn Pálsson Jökulkvísl vera stóra á og að fyrrum hafi verið farið til grasa í Maríutungur, lítið afréttarsvæði í krika við jökulbrúnina (bls. 385, 469 og 475).13 Í framhaldi af þessu segir Sveinn: Ein leiðin enn á að hafa legið yfir jökulinn sjálfan, úr Fljótsdal norður, fram hjá Snæfelli og suðvestur yfir lágjökulinn að Hálsatindi, sem er hátt fjall sunnan í jöklinum upp af prest- setrinu Kálfafelli í Hornafirði. Þessi leið kvað hafa verið notuð fram á síðustu öld [17. öld], bæði úr Fljóts- dal til fiskiróðra í Suðursveit og úr Suðursveit til grasatekju norður hjá Snæfelli. Ef til vill er átt við þessa leið í Droplaugarsona sögu, 32. kap. Jafnframt greinir Sveinn frá sam- tímaviðburði (bls. 475). Þrír menn fóru að sögn vorið 1793 upp úr Hornafirði að leita þessarar leiðar og urðu varir við fjall eitt hátt í suðurbrún meginjökuls- ins, snjólaust með öllu, og fóru að kanna það um haustið. Áttu þeir þá að hafa komist í kast við útilegumenn og ráðið þeim bana. Meðal annars af þessum sökum segir Sveinn að saga þessi sé „með öllu ótrúleg“. Þorvaldur Thoroddsen (12. mynd) kemst svo að orði í Ferðabók sinni:14 Á svæðinu milli Þjófahnúka og Hálsatinda hefir verið tiltölulega hægt að komast á dag yfir jökulinn, hann er þar fremur lágur, 1100–1400 m yfir sjó, en hálendið norðan við jökulinn, með góðum högum og áföngum, liggur 880–940 m yfir sjó, svo að má heita örskammt upp á jökulinn. Hið efra er Vatnajökull hér sléttur, og er þar góð leiðbeining fyrir þá, er suður fara, af fjöllum og hnúkum upp af Heinabergsjökli,b en Snæfell til leið- beiningar þeim, er norður fara. Í þá daga hefir eflaust verið miklu grös- ugra á Brúaröræfum en nú og sel og kotbæir hér og hvar á hálendinu, sem eru fyrir löngu komnir í eyði, enda hefir land þar á seinni tímum mjög mikið skemmzt og blásið. Sigurður Þórarinsson greinir svo frá um leiðina á jökul sunnan að í Lesbók (bls. 400): 6 7. mynd. Tjaldbúnaður bresku stúdentanna, Ians Harrison og Tonys Prosser, sem fórust nyrst á Skaftafellsjökli síðsumars 1953. Leifarnar fundust sumarið 2006 neðan til á skriðjöklinum. Líkamsleifar piltanna eru enn ófundnar. – Tent and travel equipment of two british students, Ian and Tony, that perished on Vatnajökull 1953, found on Skaftafellsjökull in the summer 2006. Their remains have still not been found. Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson. 8. mynd. Jack D. Ives flytur ávarp á 40 ára afmæli Skaftafellsþjóðgarðs 15. sept. 2007. – Jack D. Ives adressing a 40 years memo- rial meeting of Skaftafell National Park 15th september 2007. Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson. b Þorvaldur Thoroddsen, Sigurður Þórarinsson, og fleiri gerðu ekki greinarmun á Heinabergsjökli og Skálafellsjökli, sem fram eftir síðustu öld skriðu saman á láglendinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.