Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 269 Ritrýnd grein / Peer reviewed Vatnajökull og grennd í tímans rás Grein 2: Samskiptin yfir jökul í árdaga Hjörleifur Guttormsson Hér birtist önnur grein af þremur undir fyrirsögninni Vatnajökull og grennd í tímans rás. Í þeirri fyrstu1 var farið yfir það sem einkennir aðstæður hér- lendis þar sem stór hluti landsins er óbyggilegur og ferðir um hálendið voru til skamms tíma takmarkaðar við fáeina fjallvegi. Vísað var til þess að fátt finnst í rituðum heimildum fyrir 1600 um Vatnajökul, stærð hans og svipmót og ferðir manna yfir jökulinn til fiskveiða við ströndina sunnan hans. Sagt var frá nýlegum rannsóknum á stærð Vatnajökuls og þróun skriðjökla sem frá honum skríða. Getið var helstu útróðrarstaða í Skaftafellssýslum og heimilda um Hálsahöfn í landi Borgarhafnar í Suðursveit, sem var lengi þeirra stærst. Raktar voru heimildir um minnkandi gróðurfar norðan jökulsins og lýst að- stæðum þar í helstu gróðurvinjum ásamt fornleifum sem votta um mannvist forðum tíð. Í þessari grein eru raktar helstu heimildir um ferðir frá Fljótsdalshéraði og úr Norðurlandi yfir jökulinn og í grennd hans til sjóróðra. Vísað er á líklegar ferðaleiðir á jökli og um byggðir beggja vegna og raktar ritaðar heimildir nátt- úrufræðinga og áhugamanna frá 19. og 20. öld um hálendisferðir. Bent er á líklegar minjar um verbúðir í landi Hestgerðis og getið sagna um samskipti vermanna við heimafólk í Suðursveit. Sérstaklega er vakin athygli á tengslum Skriðuklausturs við Borgarhöfn og Hálsahöfn á 16. öld, og Skaftafells og Möðrudals yfir jökul fyrr á öldum. HVAÐ VITUM VIÐ UM FERÐIR YFIR VATNAJÖKUL FORÐUM TÍÐ? Eftir yfirlit í fyrri grein um Vatna- jökul og gróðurfar í grennd hans, einkum að norðanverðu, er komið að megintilefni þessarar greinasyrpu, sem er að rýna í vísbendingar og heimildir um ferðir manna fyrr á tíð yfir sjálfan jökulinn (1. mynd). Það er til marks um tilfinnanlegar eyður í Íslandssögunni að lítið sem ekkert skuli finnast skrá- sett um slíkar ferðir frá stuttu innskoti í Droplaugarsona sögu og þar til um og eftir 1700 að Árni Magnússon nefnir þær í minnispunktum sínum, og ýmsir fleiri í kjölfarið. Þá var hins vegar svo komið að Íslendingar áttu lítil sem engin erindi við stækkandi jökla lands- ins, og ferðir um hálendi og óbyggðir landshluta á milli voru í lágmarki, meðal annars vegna ótta við útilegumenn og Náttúrufræðingurinn 90 (4–5) bls. 268–281, 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.